Vikan


Vikan - 13.07.1989, Síða 22

Vikan - 13.07.1989, Síða 22
UÓSM.: KATRlN ELVARSDÓTTIR KVIKMYMDIR Tvö íslensk ungmenni í alþjóðlegri dómnefnd í París: Völdu bestu unglinga- kvikmyndina TEXTI: BRYNDfS KRISTJÁNSDÓTTIR Tvö íslensk ungmenni frá fslandi sátu í síðasta mánuði í alþjóðlegri dóm- nefrid á kvikmyndahátíð í París þar sem verðlaunaðar voru bestu unglingamynd- irnar í ár. Ungmennin tvö heita Finnur Bjarnason og Hulda Þórarinsdóttir, bæði 15 ára. Áttu þau tíu annasama en spenn- andi daga í stórborginni, en milli þess sem þau sátu í kvikmyndasölum fóru þau í skoðunarferðir, veislur og heimsóknir. Meðal annars heilsuðu þau upp á forseta- frúnna, madame Danielle Mitterand, í for- setahöllinni og þáðu minjagripi að gjöf frá forsetahjónunum. Þetta er fjórða árið í röð sem Frakkar efha til kvikmyndahátíðar þar sem ungl- ingamyndir hvaðanæva að úr heiminum keppa til verðlauna og er afar vel til hátíð- arinnar vandað. Margir þekktir aðilar Jean-Paul Belmondo lék á alls oddi meðan á kvikmyndahátíðinni stóð. Hér er hann ásamt dómnefndinni og nokkrum aðstandenda keppninnar á góðri stundu. Hulda stendur lengst til hægri. koma við sögu, m.a. sá frægi Pele, sem lék í kynningarkvikmynd sem gerð var fyrir hátíðina. Var Pele viðstaddur setningarat- höfhina þar sem myndin var sýnd og heils- aði upp á dómnefhdina. Frh. á næstu opnu ur-ameríska dansa og saumaðir hafa verið yfir sextíu fjölskrúðugir búningar á dans- arana. Litadýrðin er mikil í búningunum og ekki dregur lýsingin úr dýrðinni, en á Hótel íslandi hefur verið settur upp ljósa- búnaður og hljómtæki fyrir um þrjátíu milljónir svo ekki er óeðlilegt að gera kröfur til gæða hvað það snertir. Enda er það svo, að hugurinn berst oft til Rió með- an á sýningunni stendur, léttklæddar stúlk- ur og snaggaralegir piltar svífa um dans- gólfið í vinsælustu suður-amerísku dönsunum og suðræn tónlist hljómar um salinn. En það er meira en brasilísk tónlist og mjaðmahnykkir karnivaldansaranna sem VEITIMC5AHÚ5 koma gestunum í sannkallað sólskinsskap; á sviðinu standa matreiðslumeistarar húss- ins undir suðrænum gróðri með útigrill og berst grillilmurinn um salarkynnin á með- an þeir matreiða samkvæmt suður-amer- ískum matseðli sem byggist upp á grísa- og nautabarbecue. Þjónarnir bera svo matinn ffá sviðinu til gestanna og syndsamlega góðan eftirrétt að auki. Aðgangseyrir, fordrykkur, matur, hin 50 mínútna langa danssýning og dansleikur á eftir kostar samtals 2.300 krónur og verð- ur að teljast sanngjarnt fyrir þessa kvöld- skemmtun. Þegar útlit er fyrir að það muni rigna ofan í útigrillið þitt er því ráð að bregða sér á Hótel ísland og njóta þar suðrænnar stemmningar. □ Mjaðmahnykkir og útigrillað ó suðræna vísu Pegar þeir á Hótel íslandi voru | orðnir úrkula vonar um að " sumarið mundi sýna sig í ár kom ffarn sú hugmynd að bæta það upp með hressilegu karnivali á staðnum. Úr varð sýning með tilheyrandi tilbreytingu í framreiðslu matarins og mun gamanið standa til haustsins, en þá taka aðrar sýn- ingar við af öðru tagi. Eldhressir krakkar úr dansskóla Auðar Haralds, yfir tuttugu talsins, hafa æft suð- KARNIVAL í ÁRMÚLA:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.