Vikan


Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 25

Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 25
NÁM5KEIÐ Myndast þú vel? Hvernig líður okkur fyrir framan myndavél? Hvernig get- um við unnið með Ijósmyndara svo útkoman sé góð? Hvernig undirbúum við útlit okkar? Gústaf Guðmundsson ljósmyndari og Kristín Ingvadóttir ljósmyndaíyrirsæta að störf- um á ljósmyndastofunni. Á litlu myndinni sjáum við Irene Jónsdóttur farða Kristínu, en Ari Alexander Magnússon hárgreiðslumaður vinnur að hárgreiðslunni. TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Ný námskeið eru hafln sem ætl- uð eru til þess að aðstoða fólk við að fara í myndatökur af ör- yggi. Mikil eftirspurn er eftir nýjum ljósmyndafyrirsætum, jafnt konum sem körlum. En alltaf er verið að leita að nýju fólki með reynslu. Hvernig getur ungt fólk, sem áhuga hefur á því að spreyta sig á ljósmyndafýrirsætustörfúm, öðlast reynslu og byggt upp öryggi? Ljósmyndarinn Gústaf Guðmundsson, förðunardaman Irene Jónsdóttir og fyrir- sætan Kristín Ingvadóttir hafa ákveðið að mæta eftirspurninni. Gústaf lýsti því hve erfitt það getur verið fyrir bæði fyrirsæt- una og ljósmyndarann þegar fólk er að hefja feril í ljósmyndafyrirsætustörfum. Þótt módelfyrirtækin vilji ota fyrirsætun- urn áfram, vill það gjarnan vera svo að þær séu feimnar, frosnar og þekki ekki vinnu- brögð ljósmyndara. Það fer þá ógnartími í að leiðbeina fyrirsætunni og myndir, sem ætti ekki að eyða nema einni filmu í, geta tekið upp í tíu filmur. Á námskeiðinu læra þátttakendur við hverju ljósmyndarinn býst, til hvers hann ætlast. Módelsamtökin hafa ekki lagt áherslu á þennan þátt og því er þörf fýrir leiðbeiningu á þessu sviði. Kristín ætlar að kenna fólki hvernig það á að fara að, hvernig það á að slappa af, hvernig það getur best unnið með ljós- myndaranum, hvað það á að hafa með sér í myndatökuna, svo eitthvað sé nefnt. Hún segir hugarfarið vera mikilvægt því ótti, feimni, vanlíðan og svefnleysi sjáist glöggt á mynd. Kristín sagði það vera erfltt bæði fýrir módel og ljósmyndara ef módelið hefur e.t.v. aðeins einu sinni farið í ljós- myndatöku áður eða jafnvel aðeins látið taka af sér passamyndir. Irene ætlar að kenna þátttakendum að farða sig. Hún verður með Christian Dior snyrtivörur til þess að farða þá með, en förðun er bæði fyrir konur og karla. Það er afleitt ef maður kemur til myndatöku órakaður og ótilhafður, nema til þess sé beinlínis ætlast af ljósmyndaranum. Það reynist oft nauðsynlegt að skerpa línur á andlitum karla rétt eins og hjá konum og oft þurfa þeir einhvern andlitsfarða. Þá er um að gera að hafa lært handbrögðin ef engin förðunardama er til staðar. Það er alls ekki nóg að kunna að mála sig fýrir dansleiki. Myndavélin krefst ann- ars konar förðunar. Ekki er heldur sarna hvort um er að ræða svart-hvítar myndir eða litmyndir. Fyrir svart-hvítar myndir þarf að gá að mismunandi blæbrigðum farðans en litmyndir krefjast umhugsunar um lit farðans. Gústaf benti á að vilji ung- menni safna sér í ljósmyndamöppu fyrir módelfyrirtæki sé algengast að þær séu svart-hvítar. Þótt ekki sé við því að búast að hver ljósmyndafyrirsæta læri á einum degi hvernig hún skuli mála sig í einstök- um tilvikum, flýtir óneitanlega mjög mikið fýrir að hafa lært einhver handbrögð og skilið hinar mismunandi kröfur. Námskeiðin eru í tvennu lagi. í fýrsta lagi verður röð fýrirlestra þar sem m.a. verða skoðaðar myndir. Þá taka þátttak- endur virkan þátt í umræðum um hvað sé rétt gert og hvað sé að og hvað mætti gera til þess að bæta myndirnar ef með þarf. Stefnt er að því að gera þennan þátt skemmtilegan og líflegan þannig að þátt- takendur geti haft gaman af. Síðan fara' þátttakendur að æfa sig fyrir ffaman spegil heima hjá sér og mæta að viku liðinni í seinni áfanga námskeiðsins. i seinni þætti námskeiðanna verða allir ljósmyndaðir í svart-hvítu og allir taka þátt í að veita ráð og aðstoð, til þess að virkja sjálfstæð vinnubrögð og hjálpast að. Hár- greiðslumaður verður með til þess að gefa góð ráð þótt ekki muni hann greiða þátt- takendum. Síðan fá allir myndir af sér gefnar. Vilji einhverjir spreyta sig á módel- markaðinijm getur Gústaf síðan boðið þeim afslátt á myndatöku fyrir mynda- möppuna, sem er alltaf stór útgjaldaliður fyrir fyrirsætur sem eru að koma sér á framfæri. Karlar og konur, sem áhuga hafa, geta hringt í Gústaf Guðmundsson í síma 22143 frá kl. 6 til 9 á kvöldin og fengið upplýsingar um námskeiðin. □ 14. TBL.1989 VIKAN 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.