Vikan


Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 56

Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 56
Púðluhvolpurinn Héla fyrsta daginn á nýju heimili. ER RÉTT AD FÁ SÉR HUND -OGÞÁ HVAÐA HUND? TEXTI OG MYND: FRÍDA BJORNSDÓTTIR Iangar þig til að eignast hund? Ef svarið er já- kvætt þá er rétt að benda <á þér á að margt þarf að athuga áður en hvolpurinn er fenginn og fluttur inn á heimil- ið. Fyrst af öllu er rétt að hug- leiða hvort heimilisfólkið hafi í raun tíma til að fá sér og ala upp hund. Það þarf að vera nokkuð tryggt að hundurinn sé ekki látinn vera einn heima tímunum saman. Það þolir enginn hundur til lengdar. Og hvar búið þið, í lítilli íbúð í blokk eða húsi, í raðhúsi eða einbýlishúsi? Hverju skiptir það? spyr líklega einhver. Jú, það skiptir töluverðu máli því hundurinn þarf að hafa sæmi- legt rými og það sem meira er þá gilda þær reglur að minnsta kosti í Reykjavík að fólk þarf að leita heimildar sambýlis- fólks áður en það fær sér hund, svo fremi það búi ekki í einbýl- ishúsi. Og þá erum við einmitt komin að reglum um hunda- hald sem í gildi eru. Þær eru nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum og því er rétt að kynna sér gildandi reglur á hverjum stað. í Reykjavík hafa reglurnar verið hertar bæði hvað varðar leyfisveitingu sambýlisfólks og útivist hunda. Hundar mega ekki lengur vera í Öskjuhlíðinni, svo dæmi sé tekið, en þangað fóru margir í göngu með hunda sína og hundar mega nú alls ekki koma inn í almenningsgarða borgarinnar, sama á hvaða tíma sólarhrings það er. Af þessu leiðir að fólk með stóran hund, sem þarf mikla hreyf- ingu, þarf að leita lengra en áður til þess að viðra hundinn og um þetta þarf að hugsa þeg- ar hundurinn er valinn. Hjá HRFÍ er líka hægt að fá upplýsingar um hvað hrein- ræktaður hundur á að kosta, en hver deild innan félagsins ákveður hámarksverð tegund- arinnar. Til hvers er svo að kaupa sér fokdýran, hreinrækt- aðan hund þegar hægt er að fá hund gefins eða fyrir lítið hjá nágrannanum? Kannski er eng- in ástæða til þess því vissulega geta blendingar verið bæði góðir og fallegir, en sækist fólk eftir ákveðnum eiginleikum eða skapgerðareinkennum hjá hundinum er líklegra að menn verði ekki fýrir vonbrigðum ef valinn er hreinræktaður hundur. Það þarf að leita sér upplýsinga um bæði móður og föður áður en hvolpurinn er tekinn til þess að hafa ein- hverja hugmynd um hvernig hann á eftir að verða í framtíð- inni. Sé móðirin til dæmis grimm og lítt mannelsk er ekki fráleitt að ætla að hvolpurinn geti erft geðslag hennar. Takið því aldrei hvolp undan grimmri tík. Og hafið þið ákveðið að taka blending þá munið að ástæðulaust er að borga fyrir hann hátt í sama verð og væri um hreinræktað- an hund að ræða. Þá eruð þið einfaldlega að kaupa „hvolpinn í sekknum" eins og einhver kallaði það. Hreinræktuðum hundi á að fylgja ættbók frá Hundaræktarfélagi íslands enda á ræktandinn að hafa lát- ið skrá hann þar. Nú eruð þið áreiðanlega búin að ákveða hvað ykkur er fýrir bestu og hvolpurinn hef- ur verið valinn. Þá er næst að sækja hann og fáera á nýja heimilið. Hvolpinn má aldrei — og ég endurtek AI.DREI - taka ffá móðurinni fyrr en hann er orðinn tveggja mánaða gamall. Fram að þeim tíma er hann að læra ýmislegt nauðsynlegt af móður sinni, sem á eftir að koma honum til góða í lífinu og hann þarf á umhyggju hennar að halda fram að þess- um tíma. Það eru mikil við- brigði fýrir hvolpinn að hverfa frá móður og systkinum og því verður að sýna honum hlýju og umhyggju á nýja heimilinu. Hann þarf að fá rúm að liggja í á rólegum stað og það sakar ekki að setja hitapoka með heitu vatni, vafinn innan í eitthvað mjúkt, í bælið hans á kvöldin. Það minnir hann á hlýjuna sem hann fann af móð- urinni. Og eitt enn, fáið með ykkur eitthvert stykki eða teppisbút frá gamla heimilinu með lykt sem hvolpurinn þekkir og leggið í bælið hans. Það gerir hann öruggari þegar hann er kominn á stað þar sem öll lykt er honum ffamandi. Fyrstu næturnar geta orðið svolítið erfiðar og hvolpurinn á trúlega eftir að væla en sé hann af stóru kyni og hafið þið ákveðið að leyfa honum ekki að liggja uppi í rúminu hjá ykkur í ffamtíðinni er ekki um annað að ræða en sýna hörku og bíða þess að hvolpurinn jafhi sig. Við látum þetta nægja um hunda að sinni en segjum ykk- ur meira um fýrstu daga hvolpsins á heimilinu í næstu Viku. C5ÆLUDÝRIIÍ 54 VIKAN 14. TBL. 1989 -X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.