Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 68
Höfundur þessa greinastúfs er bandarískur og útskýrir hér á
gamansaman hátt hvers vegna hann nennir ekki lengur að
horfa á Dallas. Hann hafl fyrir löngu verið búinn að sjá það út,
að dauði Bobbys væri ekki annað en vondur draumur, eins og
kom svo á daginn. En hvað um hinar hetjumar?
Horf ið á Maddie og David
með börnin sín sex
- og Crockett og Tubbs í fatabúðinni sinni
Kannski eru
þetta bara
draumar sem
þú hefur verið
að horfa á í upp-
áhaldssjón-
varpsþáttunum
þínum — eins og
í Dallas.
V’inir mínir eru loksins
farnir að skilja hvers vegna
ég nenni ekki að horfa á
Dallas. Það er ekki vegna
þess að ég sé að monta mig
en það er nú bara svo að ég
var fyrír löngu búinn að sjá
út að dauði Bobbys vaeri
ekki annað en vondur
draumur. Mér skjátíaðist
bara þegar ég sagði að það
ættí eftlr að koma í ljós að
allir Dallas-þættirnir, sem
sýndir höfðu verið firam að
því, væru í raun ótrúlega
flókin martröð með auglýs-
ingum. Eins og allir vita
hafði ég rangt fyrir mér.
Jafnvel framleiðendur Dall-
as myndu ekki ganga svo
langt - eða hvað?
Þeir eru hvort sem er búnir
að nota þetta bragð einu sinni
og hvað ætti svo sem að stöðva
þá í því að gera það aftur í hvert
sinn sem skoðanakannanir
sýna að vinsældirnar hafa
hrapað? Eru áhorfendur orðnir
leiðir á söguþræðinum? Láttu
þá bara sem hlutirnir hafi aldrei
gerst. Eins og sjónvarpsstöðv-
arnar hegða sér nú líður vart á
löngu þar til þær nota þetta
bragð allar. í stað þess að hætta
við misheppnaða þætti er aðal-
söguhetjan bara látin vakna
einn góðan veðurdag á alveg
splunkunýjum stað og í kring-
um hana eru nýir leikarar í
aukahlutverkunum. Hér á eftir
fara nokkrar spár um sjón-
varpsmartraðir framtíðarinnar.
• í Miami Vice mun Sonny
Crockett vakna einn morgun-
inn og uppgötva að í undan-
förnum þáttum hefúr hann ver-
ið að sjá sýnir vegna notkunar á
ofskynjunarlyfjum. í raun og
veru eru hann og Ricardo
Tubbs ekki leynilögreglumenn
í Miami heldur eigendur
ítalskrar fataverslunar á Palm
Beach. Edward James Olmos er
í aukahlutverki sem voldugur
ritstjóri herratískublaðs.
• Maddie Hayes er í raun gift
David Addison, að minnsta
kosti samkvæmt því sem við
komumst að þegar hún vaknar
kaldsveitt í \ok Moonsbine þátt-
arins þar sem hún hangir utan í
bjargi, að því komin að falla. í
raun og veru eru þau leikendur
í fjölskyldugamanþætti þar sem
hjónin reka saman leynilög-
reglustofu í húsi sínu í úthverfl
stórborgar. Milli mála eiga þau
aldrei of annríkt til að leysa
vandamál barnanna sinna sex
(tvö þeirra eru tökubörn) og
heimilishundsins, Rovers.
• Það borgar sig að fylgjast vel
með Growing Pains því allt í
einu mun Alan Thicke þurrkast
út og í staðinn sjáum við dr.
Cliff Huxtable sofandi í sófan-
um í The Cosby Show. Cliff
vaknar, fer inn í eldhúsið og
segir við Clair konu sína: „Mig
var að dreyma að við værum
hvít og aðalleikararnir í fjöl-
skyldugamanþáttum á annarri
stöð.“
• Munið að stilla á Hill Street
Blues ef þið viljið láta koma
ykkur á óvart. Það kemur nefhi-
lega í ljós að sá sem Daniel Tra-
vanti leikur, Frank Furillo, er í
rauninni pitsa-maður! Þeir
flóknu þræðir, sem við höfum
fylgt í Hill Street Blues allan
þennan tíma, eru ekkert annað
en draumur hundleiðs eiganda
pitsa-veitingastaðar sem eig-
inkonan rífst í daginn út og dag-
inn inn. Kona hans, Joyce, sem
nú er leikin af Bea Arthur
(Golden Girls), og börnin hans
ellefu eru ekki lengi að ná hon-
um niður á jörðina í þessum
fjölskyldugamanþáttum.
Þegar allar þessar breytingar
hafa átt sér stað verða fram-
leiðendur Dallas væntanlega
komnir í mikla vinsældabar-
áttu. Nú verður því opnað fyrir
allar flóðgáttir; Jock Ewing rís
upp firá dauðum. Cliff Barnes
fer í aðgerð, skiptir um kyn og
gifitist að lokum Mark Graison.
J.R. mun gefa hlut sinn í Ewing
Oil til heimilis fyrir flækings-
ketti og hann rakar af sér hárið
og gerist búddisti. Því miður
mun ekkert af þessu þó duga til
að bjarga þáttunum, jafiivel
ekki þó að Mark Graison vakni
og fari inn á baðherbergi þar
sem Pam Ewing er í sturtu —
enda hafa þau alltaf verið gift.
Hann hafði bara verið að
dreyma að hann væri að
dreyma að Pam hefði
dreymt...æ, þú veist hvað ég á
við. □
66 VIKAN 14. TBL. 1989