Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 69

Vikan - 14.12.1989, Side 69
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Öm Garðarsson í hópi vaskra kvennna sem æfa hjá Bertu í vaxtarræktarstöðinni Æfingastudio — og öll ætla þau að vera í hollustunni í hádeginu í vetur. Nokkuð er um liðið síðan við kynntum matreiðslu- meistarana okkar í Fram- anda-klúbbnum sem sjá um matarkortin okkar góðu hér í Vikunni en þess má geta að í lok þessa árs verða kortin orðin 88 talsins. Klúbburinn hefúr það að markmiði að brydda upp á nýjungum í matar- gerð, nota ætíð ferskt hrá- efni og nýta það hráefni sem býðst á mismunandi árstíðum. Skemmst er firá því að segja að töluverðar breytingar hafa orðið á högum flestra Framanda- manna frá því við sögðum frá þeim síðast og er ætlun- in að bæta hér úr - um leið og við kynnum veitinga- stað sem er í eigu tveggja Framandamanna, Snorra B. Snorrasonar og Sturlu Birgis, og segjum frá öðr- um nýjum í Keflavík þar sem Framandamaðurinn Sverrir Halldórsson sér um matseldina, auk þess sem þessir þrír elda fyrir okkur hátíðarmatinn í ár. Ef við förum eftir þeirri röð (f.v.) sem matreiðslumeistar- arnir eru í hér á myndinni er það af Ásgeiri H. Erlingssyni að segja að hann hefur starfað á veitingastaðnum Alexandre í Nimes í Frakklandi undanfarið en er nýkominn heim til starfa á Holiday Inn. Sturla Birgis starfar á og rekur veitingastað- inn Punktur og pasta ásamt Snorra Birgi Snorrasyni, eins og segir nánar ffá hér á eftir. Jóhann Jacobsson er yfirmat- reiðslumaður á Holiday Inn. Francois Louis Fons sér til þess að Akurnesingar fái gómsætan mat því hann er yfirmat- reiðslumeistari á Hótel Akra- nesi. Jóhann Sveinsson sér um matseldina á Sælkeranum í Austurstræti. Snorri er á Punkti og pasta. Örn Garðars- son er yfirmatreiðslumaður á Flughótelinu í Keflavík. Þórar- inn Guðmundsson er mat- reiðslumaður á þeim vinsæla stað MúlakafR. Sverrir Hall- dórsson sér um matseldina á nýjum veitingastað í Keflavík sem heitir Ráin og sagt er nánar ffá hér á eítir. Á myndina vant- ar Bjarka Hilmarsson, sem er enn að vinna á Tahiti, en hann er væntanlegur heim eft- ir áramótin og fá Vikulesendur þá væntanlega að njóta þess sem hann hefur lært í þarlendri matar- gerð, sömuleiðis gest- ir Flughótelsins í Keflavík því þar mun Bjarki taka til starfa. Þorkell Garðarsson er yfirmatreiðslumaður á Lækjar- brekku og þar hefur Guð- mundur Halldórsson einnig starfað síðan hann kom ífá Frakklandi fyrir rúmu ári. Úlfar Finnbjörnsson er á nýja mexí- kanska matstaðnum Bandito á Hverfisgötunni. Þess má einn- ig geta að franska sendiráðið hefur ráðið klúbbinn til að sjá um allar veislur sendiráðsins. HOLLUSTA f KEFLAVÍK Eins og fyrr segir er Örn Garðarsson yfirmatreiðslu- maður á Flughótelinu í Kefla- vík og í byrjun desember tók hann upp á þeirri nýjung í samvinnu við vaxtarræktar- stöðvarnar Hjá Önnu Leu og Bróa, Æfingastudio og Perlu í Keflavík að bjóða upp á holl- ustufæði í hádeginu. Þar er um að ræða holla og góða græn- metis- og baunarétti, ferska ávexti, auk annarra léttra rétta, svo sem pastarétta úr heil- hveiti eða blönduðu hveiti. Þarna eiga allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi — jafnvel þó þeir séu ekki í megrun — því einnig er boðið upp á hefð- bundna fæðu en þess vandlega gætt að hún sé holl og heilsu- samleg. Þorkell og Snorri ætla að vera Erni innan handar í byrjun og einnig ætlar fyrir- tækið Heilsa h/f, sem rekur verslunina Heilsuhúsið, að kynna vörur sínar. Heilsufæði í hádeginu verður 4—5 daga vik- unnar og verður haldið áfram með þessa nýbreytni eins lengi og áhugi er fyrir hendi. 66 VIKAN 25. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.