Vikan


Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 69

Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 69
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Öm Garðarsson í hópi vaskra kvennna sem æfa hjá Bertu í vaxtarræktarstöðinni Æfingastudio — og öll ætla þau að vera í hollustunni í hádeginu í vetur. Nokkuð er um liðið síðan við kynntum matreiðslu- meistarana okkar í Fram- anda-klúbbnum sem sjá um matarkortin okkar góðu hér í Vikunni en þess má geta að í lok þessa árs verða kortin orðin 88 talsins. Klúbburinn hefúr það að markmiði að brydda upp á nýjungum í matar- gerð, nota ætíð ferskt hrá- efni og nýta það hráefni sem býðst á mismunandi árstíðum. Skemmst er firá því að segja að töluverðar breytingar hafa orðið á högum flestra Framanda- manna frá því við sögðum frá þeim síðast og er ætlun- in að bæta hér úr - um leið og við kynnum veitinga- stað sem er í eigu tveggja Framandamanna, Snorra B. Snorrasonar og Sturlu Birgis, og segjum frá öðr- um nýjum í Keflavík þar sem Framandamaðurinn Sverrir Halldórsson sér um matseldina, auk þess sem þessir þrír elda fyrir okkur hátíðarmatinn í ár. Ef við förum eftir þeirri röð (f.v.) sem matreiðslumeistar- arnir eru í hér á myndinni er það af Ásgeiri H. Erlingssyni að segja að hann hefur starfað á veitingastaðnum Alexandre í Nimes í Frakklandi undanfarið en er nýkominn heim til starfa á Holiday Inn. Sturla Birgis starfar á og rekur veitingastað- inn Punktur og pasta ásamt Snorra Birgi Snorrasyni, eins og segir nánar ffá hér á eftir. Jóhann Jacobsson er yfirmat- reiðslumaður á Holiday Inn. Francois Louis Fons sér til þess að Akurnesingar fái gómsætan mat því hann er yfirmat- reiðslumeistari á Hótel Akra- nesi. Jóhann Sveinsson sér um matseldina á Sælkeranum í Austurstræti. Snorri er á Punkti og pasta. Örn Garðars- son er yfirmatreiðslumaður á Flughótelinu í Keflavík. Þórar- inn Guðmundsson er mat- reiðslumaður á þeim vinsæla stað MúlakafR. Sverrir Hall- dórsson sér um matseldina á nýjum veitingastað í Keflavík sem heitir Ráin og sagt er nánar ffá hér á eítir. Á myndina vant- ar Bjarka Hilmarsson, sem er enn að vinna á Tahiti, en hann er væntanlegur heim eft- ir áramótin og fá Vikulesendur þá væntanlega að njóta þess sem hann hefur lært í þarlendri matar- gerð, sömuleiðis gest- ir Flughótelsins í Keflavík því þar mun Bjarki taka til starfa. Þorkell Garðarsson er yfirmatreiðslumaður á Lækjar- brekku og þar hefur Guð- mundur Halldórsson einnig starfað síðan hann kom ífá Frakklandi fyrir rúmu ári. Úlfar Finnbjörnsson er á nýja mexí- kanska matstaðnum Bandito á Hverfisgötunni. Þess má einn- ig geta að franska sendiráðið hefur ráðið klúbbinn til að sjá um allar veislur sendiráðsins. HOLLUSTA f KEFLAVÍK Eins og fyrr segir er Örn Garðarsson yfirmatreiðslu- maður á Flughótelinu í Kefla- vík og í byrjun desember tók hann upp á þeirri nýjung í samvinnu við vaxtarræktar- stöðvarnar Hjá Önnu Leu og Bróa, Æfingastudio og Perlu í Keflavík að bjóða upp á holl- ustufæði í hádeginu. Þar er um að ræða holla og góða græn- metis- og baunarétti, ferska ávexti, auk annarra léttra rétta, svo sem pastarétta úr heil- hveiti eða blönduðu hveiti. Þarna eiga allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi — jafnvel þó þeir séu ekki í megrun — því einnig er boðið upp á hefð- bundna fæðu en þess vandlega gætt að hún sé holl og heilsu- samleg. Þorkell og Snorri ætla að vera Erni innan handar í byrjun og einnig ætlar fyrir- tækið Heilsa h/f, sem rekur verslunina Heilsuhúsið, að kynna vörur sínar. Heilsufæði í hádeginu verður 4—5 daga vik- unnar og verður haldið áfram með þessa nýbreytni eins lengi og áhugi er fyrir hendi. 66 VIKAN 25. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.