Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 6

Vikan - 31.05.1990, Page 6
TEXTI: JÓHANNA SIGÞÓRSDÓTTIR Hún vann tónlistarsamkeppni í Amsterdam: ÉG VIL REYNA MIG HÉR - SEGIR GERÐUR GUNNARSDÓTTIR FIÐLULEIKARI Ung, íslensk kona, Gerður Gunnarsdóttir, vann ný- lega til fyrstu verðlauna í samkeppni sem haldin var fyrir fiðluleikara er verið hafa við nám í Amsterdam í Hollandi. Keppnin fór fram í þremur umferðum. Hún var haldin á vegum Postbank í Amsterdam og „Sweelinck Konservatorium“ tónlistarháskólans. Ástæðan fyrir þeirri samvinnu er sú að skóiinn flutti á sínum tíma í húsnæði sem er í eigu bankans og segja má að bankinn sé nokkurs konar bakhjarl skólans. Keppnin er haldin í því skyni að efla áhuga ungs fólks á tónlistinni og ekki síst til þess að bank- inn geti þá hlaupið undir bagga með þeim sem skara fram úr. Viðburður þessi fer fram annað hvert ár og í hvert sinn eiga mismunandi hljóðfæri í hlut, að þessu sinni fiðlan. Vikan hitti Gerði að máli í Köln í Vestur-Þýskalandi, þar sem hún býr, og spurði hana fyrst hvað sigurveg- arinn í slíkri keppni bæri úr býtum? „Það sem sigurvegarinn ber úr býtum er fyrst og fremst að fá að leika einleik á tónleikum með hljómsveit tónlistarhá- skólans í haust í stóra salnum í „Konsertgebau", sem er stærsti og besti tónlistarsalur- inn í Amsterdam. Ég hef ekki endanlega ákveðið það enn hvað ég ætla að spila af þessu tilefni en sennilega verður það sami konsertinn og ég lék í lokaumferð keppninnar, kons- ert í A-dúr eftir Mozart. Auk þess fékk ég í verðlaun 10.000 hollensk gyllini." TÆKIFÆRIN VERÐA FLEIRI EN ÁÐUR Sigur í keppni af þessu tagi getur haft ýmislegt í för með sér þó áhrifin verði fyrst og fremst óbein. Gerður mun til dæmis eiga auðveldara um vik þegar hún sækir um vinnu. Hún fær frekar en áður að leika til reynslu þegar þessi upphefð hefur bæst á pappír- ana hennar. Það þarf þó ekki endilega að þýða að hún verði tekin inn í viðkomandi hljóm- sveit en möguleikarnir eru tví- mælalaust meiri en áður. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég fái boð um að leika konserta hér og þar af þessu tilefni en tækifærin eru fleiri en áður. Þess má til dæmis geta að í dómnefndinni var meðal ann- arra Ibrahim Nimann sem er mjög frægur fiðlukennari í London. Ef ég hefði áhuga á að sækja nokkra tíma hjá hon- um myndi hann þekkja mig og líkurnar yrðu um leið meiri á að ég kæmist að hjá honum. Hvað sem allri upphefð líður var það mikil reynsla fyrir mig að taka þátt í þessari keppni. Það var til dæmis mjög erfitt að halda ró sinni allan tímann sem keppnin stóð yfir, því hún varði í marga daga, frá 26. apríl til 3. maí.“ HVER ER GERÐUR GUNNARSDÓTTIR? Ekki þótti fært að skilja svo við Gerði Gunnarsdóttur að vita ekki einhver deili á henni. Hún erfædd í Reykjavík 1963. Foreldrar hennar eru Gunnar Guttormsson og Sigrún Jó- hannesdóttir. Á heimili hennar hefur tónlistin alla tíð verið í hávegum höfð en foreldrar hennar hafa alltaf verið hneigðir fyrir söng. En hvernig skyldi hafa staðið á því að hún sneri sér ekki að söngnum heldur fór að leika á fiðlu? „Ég hóf nám í Tónskóla Sig- ursveins. Það var að tillögu hans að ég fór að læra á fiðlu, þar sem ég hafði svo næmt tóneyra. Dóttir kunningjahjóna foreldra minn var að læra að leika á fiðlu og það spillti ekki fyrir. Ég lærði hjá hinum ýmsu kennurum í skólanum og þaö- an lauk ég burtfararprófi vorið 1983 og stúdentsprófi um leið. Mánuði síðar hélt ég rakleitt hingað til Kölnar í inntökupróf í tónlistarháskólann hér. Köln varð fyrir valinu vegna þess að síðasti kennarinn minn heima, Michael Shaton, var sjálfur ungur aö árum og tiltölulega stutt síðan hann hafði verið við nám í Bloomingtonskólanum í Indiana í Bandaríkjunum. Þar var hann hjá pólskum kennara. Hann hafði spurt þennan kennara sinn, áður en hann kvaddi skólann, með hvaða kennara hann gæti helst mælt í Evrópu. Hann benti honum á Igor Ozim í Köln. Ég var hjá honum í fimm ár og lauk prófi héðan '88. Síðan hef ég verið i fyrrnefnd- um háskóla í Amsterdam hjá Herman Krebber.“ GÆDD AFAR SJALD- GÆFRI TÓNLISTARGÁFU Gerður var þó ekki alveg laus við sönginn því hún hefur meðal annars komið við sögu í kórstarfi. Hún segist tvímæla- laust hafa þennan mikla tón- listaráhuga beint frá foreldrum sínum. „Móðir mín er afar músíkölsk - hún hefur afskap- lega næmt tóneyra. Foreldrar mínir hafa alla tíð sungið mjög mikið og hafa starfað lengi í kórum. Við systurnar tvær smituðumst auðvitað af þessu og sungum líka mjög mikið á meðan við vorum i mennta- skóla, en þá vorum við í Hamrahlíðarkórnum. Systir mín hefur einnig helgað sig tónlistinni en fór aðra leið en ég og starfar nú sem tónlistar- kennari og stjórnar tveimur kórum í Hveragerði." Þegar næmt tóneyra ber á góma rifjast upp að Gerður er gædd afar sjaldgæfri tónlistar- gáfu. Hún er nefnilega ein af mjög fáum sem hafa svokallað „absolut tóneyra". En hvað er það eiginlega? „Ef ég heyri einhvern tón get ég greint hver hann er. Þetta er Kka fólgið í því að ef 6 VIKAN 11 TÐL 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.