Vikan


Vikan - 31.05.1990, Side 11

Vikan - 31.05.1990, Side 11
Gaukur við. „Við eigum tuttugu og sjö ára brúðkaupsafmæli í næsta mánuði. Þar af höf- um við búið tuttugu ár í þessu húsi.“ „Þarna sérðu,“ segir Svanhildur og hlær. „Sum hjónabönd endast." Þau eiga saman tvö börn, Andra Gauk, ný- útskrifaðan lækni, og Önnu Mjöll. Ólafur Gauk- ur byrjaði snemma að spila með hljómsveitum. „Við vorum nokkrir strákar sem tókum okkur saman og spiluðum á dansæfingum í mennta- skólanum. Við völdum úr lögin sem voru þekkt- ust og vinsælust þá. Við spiluðum nær ein- göngu djassmúsík." Hann heldur áfram: „Ég var alltaf staðráðinn í að fara í háskóla. Ég inn- ritaði mig í læknadeild Háskóla íslands haustið eftir stúdentspróf. Þar var ég í þrjú ár. í þá daga voru engin námslán komin til sögunnar. Það setti strik í reikninginn hjá mér. Á þessum árum hafði ég gífurlegan áhuga á tónlist. Lyktir mála urðu þær að ég hætti í læknisfræðinni og sneri mér alfarið að tónlistinni." „Á yngri árum áttu fimleikar hug minn allan,“ segir Svanhildur. „Ég æfði með Ármanni og sýndi með sýningarflokki. Mamma kenndi leik- fimi og ég var alveg harðákveðin í því að verða leikfimikennari þegar ég yrði stór." Ólafur Gaukur rekur upp stór augu. „Ég hef ekki heyrt þig minnast á þetta fyrr. Það er alveg merkilegt eftir öll þessi ár. Þetta kemur mér gjörsamlega á óvart." „Jú, jú, Gaukur rninn," segir Svanhildur hlæjandi, „þetta var minn æðsti draumur þegar ég var lítil stelpa." Hún heldur áfram: „Svo var ég í revíum. Það má segja að ég hafi fljótlega fengið forsmekkinn af „sjóbisness“.“ Hann grípur fram í: „Þegar fólk hefur fengið hann losnar það ekki svo auðveldlega við bakter- íuna.“ Svanhildur starfaði sem flugfreyja í nokkur ár. „Það var ágætis starf á margan hátt,“ segir hún. „Það var gaman að koma út fyrir land- steinana. Mér skilst að starfið sé ekki eins eftir- sóknarvert nú til dags þar sem „stoppin" milli ferða eru orðin svo stutt.“ Svanhildur byrjaði ekki að syngja neitt að ráði fyrr en með hljómsveit mannsins síns. „Það má segja að ég hafi byrjað í atvinnumennskunni árið 1965. Þá spiluðum við í Lídó. Gaukur hafði spilað víða áður og var orðinn öllum hnútum skemmtanabransans kunnugur. Um svipað leyti lentum við í sjónvarpsþáttum sem kynntu okkur vel. Við spiluðum einnig víða úti á landi. Það voru endalaus ferðalög hjá okkur. Ég hef ekki tölu á því hve oft við höfum farið hringveginn," segir hún. Hann bætir við brosandi: „Við höfum komið á alla þá staði þar sem eru samkomu- hús. Við eigum eftir að skoða allt þar á milli." Þið hafið þá ekki séð mikið af óbyggðum íslands? Ólafur Gaukur: „Nei, við eigum það alveg eftir. Að vísu fórum við einu sinni í Veiðivötn. Það var slæm reynsla,“ segir hann og hlær. „Við lentum þar [ frosti. Það var alls staðar Frh. á bls. 12

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.