Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 16

Vikan - 31.05.1990, Page 16
 EYÞÓR GUNNARSSON OG ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR hefur greinilega gaman af aö syngja og senni- lega á hún ekki langt aö sækja það. Elísabet, yngri dóttir þeirra hjóna, er fjögurra ára gömul. Þau eiga aðra átta ára sem heitir Sigríður. Sýna dæturnar tónlistarhæfileika? Eyþór verður fyrri til svars. „Já, Sigga, eldri stelpan okkar. Hún sýndi snemma mikinn tónlistar- þroska. Hún byrjaði aö syngja sjö mánaða - og hélt lagi!“ „Hún er að læra á píanó,“ bætir Ellen við. „Sú yngri fer hægar af stað. En það er gaman að heyra hana syngja því hún hefur mikla og dimma rödd. Hún er einnig mikið fyrir að dansa." ELLEN í EINKATÍMUM HJÁ KÍNVERSKUM SÖNGKENNARA Hvernig var með tónlistarnám hjá ykkur? „Ég var í píanótímum sem krakki. Einnig lærði ég á trompet í einn vetur. Þegar ég var sautján ára langaði mig að byrja aftur í tónlist- arnámi. Þá var það klassíska námið sem stóð manni til boða. Mér fannst það vera krókaleið að því sem ég hafði mestan áhuga á að læra. Ég vildi helst fara í svona djassskóla eins og eru viða erlendis. Þá er hægt að einbeita sér einungis að því sem manni finnst mest spenn- andi,“ segir Eyþór. „Hann langar til að verða saxófónleikari," segir Ellen stríðnislega. Eyþór mótmælir en bætir svo við: „Þegar ég verð bú- inn að hljóöeinangra eitthvert herbergi hér í húsinu kaupi ég mér saxófón. Mér finnst saxófónn mjög heillandi hljóðfæri." Ellen: „Á unglingsárunum dreymdi mig um að verða dægurlagasöngkona. Ég var alltaf að syngja með plötum þegar ég var lítil. Ég held að maður læri mest á því að taka lög, hlusta og syngja þau aftur og aftur. Ég hef bæði lært söng í ESandaríkjunum og hérna heima. í Bandaríkjunum fór ég í fyrsta skipti í söng- tíma. Ég fór í einkatíma hjá kínverskum söng- kennara sem kennir við söngskóla í San Francisco. Þegar ég kom heim aftur fór ég að syngja danslagatónlist með hinum ýmsu hljómsveitum. Það hafði ég reyndar prófað dálítið áður. Ég söng meðal annars með Tívolí, Ljósunum í bænum, Mannakorni og Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Sá tími kom aö ég fékk nóg af að syngja dægurtónlist. Mér fannst ég stöðnuð og vildi gera eitthvað nýtt. Ég íhugaði til dæmis að fara í Söngskól- ann. Með því hefði ég hins vegar verið að taka alveg nýja stefnu því ef maður fer að læra klassískan söng verður, að ég held, ekki aftur snúið. Það blundaöi alltaf í mér sá draumur að syngja djass og blús. Ég hætti við að fara í Söngskólann og ákvað í staðinn að fara í tón- listarskóla FÍH. síðan hefur djass og blús átt hug minn allan.“ Hvað langaði ykkur til að verða sem börn? „Ég man að einu sinni ætlaði ég að verða hjúkrunarkona. Eins og gengur meðal krakka skipti ég oft um skoðun. Þegar ég var tólf til þrettán ára var æðsti draumurinn að verða söngkona," segir Ellen og brosir við. „Mig dreymdi um að verða dýralæknir. Mig langaði afskaplega mikið til að eiga þyrlu og vera dýralæknir sem ferðaðist um landið. Svona nokkurs konar Dagfinnur dýralæknir. Þaö kom líka til greina að verða bóndi. Ég var nefnilega alltaf í sveit á sumrin. Þegar ég var þrettán ára eignaðist ég mitt fyrsta hljóöfæri og fór að gutla með hljómsveitum. Þá var það bara tónlistin sem komst að og ekkert annað," segir Eyþór. Hvar kynntust þið? „Við kynntumst fyrst í æfingaplássi hljóm- sveitarinnar Tívolí sem var á Túngötunni,'1 segir Eyþór. „Það var árið 1977. Þá var Ellen í þeirri hljómsveit. Ég var grúppupælari og var alltaf að þvælast í æfingaplássinu." „Skrópa í skólanum," bætir Ellen við hlæjandi. Hann heldur áfram: „Síðan fór Ellen til Ameríku og við kynntumst ekkert almennilega fyrr en hún kom aftur. Þá var ég genginn til liðs við Tívolí. Það var ekki fyrr en við byrjuðum bæði i Ljós- unum í bænum að við fórum smám saman að draga okkur saman. Það var allt saman mjög leynilegt hjá okkur í byrjun.1' Hvernig varð Mezzoforte til? „Við vorum þrír úr Ljósunum sem síðar skipuðum sæti í Mezzoforte," segir Eyþór. „Þaö var eiginlega í gegnum Ljósin í bænum sem Mezzoforte komst á plötusamning. Við spiluðum létt diskó en vorum stundum að fikta við instrumental tónlist með. Það endaði með því að Steinar Berg gaf okkur tækifæri til að gefa út eina plötu með „instrumental" tónlist. Á þann hátt gætum við vonandi fengið útrás fyrir þannig tónlist og einbeitt okkur aftur að þeirri tónlist sem við höfðum áður fengist við. En fyrst við vorum einu sinni byrjaðir varð ekki aft- ur snúið. Fyrsta plata Mezzoforte kom svo út 1979." NÚ LEGGJA MENN METNAÐ SINN í FRUMSAMIÐ EFNI Hann heldur áfram: „Það er gaman að velta fyrir sér þeim breytingum sem urðu í tónlistar- stefnu á þessum árum. Þegar við Ellen vorum að byrja var lítil áhersla lögð á að hljómsveitir semdu sitt eigið efni. Menn höfðu lítinn metnað í slíkt. Þá voru þessar svokölluðu danshljóm- sveitir við lýði og aðallega sungið á ensku. Sem betur fer er þetta breytt. Nú leggja menn metnað sinn [ að koma með eitthvað frá sjálf- um sér og syngja á móðurmálinu. Það er dá- lítið sérstakt þar sem hinar Norðurlandaþjóð- irnar syngja nær eingöngu á ensku. Kannski má þakka Spilverkinu og Stuðmönnum þetta að einhverju leyti. Það þykir fínt að vera þjóð- legur." Ellen bætir við: „Þjóðfélagið er senni- lega líka of lítið. Það þykir bara hallærislegt að vera að syngja á bjagaðri ensku." Nú bjugguö þið Mezzofortemenn ásamt fjöl- skyldum ykkar í Englandi um tíma. Hvernig kunnuð þið við ykkur þar? „Okkur fannst ekkert sérstaklega gott að búa í Englandi. Við bjuggum ekki á sérlega skemmtilegum stað. Það má segja að okkur hafi verið holað niður í svefnbæ norðvestur af London. Meirihluti íbúannavar ellilífeyrisþegar og því lítið um að vera. Ástæðan fyrir að við fluttum til útlanda var sú að vildum vera sem næst miðstöð Evrópumarkaðarins. England varð því fyrir valinu. Við vorum hálfgerðir utan- garðsmenn þar. Við höfðum ekki atvinnuleyfi og fundum mikið fyrir því að við vorum útlend- ingar," segja þau. Ellen bætir við: „Við stelp- urnar vorum allar að koma beint úr vinnu á (s- landi. Við vorum ekki tilbúnar að takast á við húsmóðurstarfið. Okkur leiddist hálfpartinn. Loksins þegar við vorum komnar í skóla ákváðum við að flytja heim. Það er ágætt að koma til Englands sem gestur. London er mjög viðkunnanleg borg. Eyþór segir: „Ef við mynd- um flytja út aftur væri það helst til Kaupmanna- hafnar. Kaupmannahöfn er svona mátulega mikil heimsborg. Danir eru þægilegt fólk. Þeir eru nægjusamir og við íslendingar gætum ör- ugglega lært heilmikið af þeim. Það er svo ríkt í okkur íslendingum að vera sífellt að bera okkur saman við náungann. Okkur hættir til aö einblína of mikið á lífsgæðin. Stöðutákn skipta okkur svo miklu máli. Það virðist vera höfuð- markmið flestra að ganga í dýrum fötum og eiga flotta bíla. Sjálf eigum við Skoda og erum stolt af því.“ Sameiginleg áhugamál? „Við eigum ýmis áhugamál. Þau eru aftur á móti mismikið stunduð. Það kemst sjaldan annað að en tónlistin," segir Eyþór. Ellen bætir við: „Við reynum að fara upp í sveit á sumrin. Við höfum gaman af því að skoða landið. Stundum er skemmtilegt að reyna eitthvað allt annað. Við höfum verið svo mikið í tónlistinni undanfarin ár að það er nauðsynlegt aö víkka sjóndeildarhringinn. Það eru ákveðnir hlutir sem bíða betri tíma, til dæmis hesta- mennska." „ÞAÐ VAR SKEMMTIELGT AÐ KOMA TIL SAUDI-ARABÍU“ Hvert er ykkar lífsmottó? Eyþór svarar: „Hvert svo sem viðfangsefnið er held ég að það skipti mestu máli að lifa fyrir daginn í dag - reyna að einbeita sér aö nútíð- inni og forðast að falla í þá gryfju að vera sífellt að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni." „Já, reyna að fara ekki svona ofboðslega hratt og vera sýknt og heilagt að hugsa um allt annað en það sem maður er einmitt að gera þá stundina," segir Ellen og brosir. Eyþór er nýkominn heim úrtónleikaferðalagi með blökkusöngkonunni heimsfrægu Randy Crawford. Farið var til Norðurlandanna, London og Saudi Arabíu. „Sú ferð var mjög vel heppnuð. Það var skemmtilegt að koma til Saudi Arabíu. Við fengum góðar undirtektir hvar sem við komum og það var alls staðar uppselt. Við tókum lög af nýjustu plötu Randy og eins vinsælustu lögin hennar." Nýjasta plata Mezzoforte, Playing for Time, þykir mjög vönduð í alla staði. Blaðamanni lék hugur á að vita hvort slík plata hefði ekki verið lengi í vinnslu. „Hún tók rosalega langan tíma. Alltof langan tíma. Það kostaði gífurlega mikið að gera hana. Til samans tók sjö mánuði að vinna flest lögin. Við spiluðum eiginlega aldrei saman heldur var einn og einn að spila í einu. Þótt við séum vissulega ánægð með plötuna finnst okkur eftir á að hyggja að það hefði mátt eyða minni tíma í smáatriði og byggja meira á gamla, góöa samspilinu." Hefur aldrei hvarflað að ykkur Mezzofortur- um að gera kvikmynd? „Nei, okkar boðskapur er fyrst og fremst hreinn og góður hljóðfæraleikur. Við höfum komist að því að við viljum halda okkur við það sem við gerum best. Við fengum söngvara til að syngja inn á No Limits. Það var tilraun til að 16 VIKAN ÍITBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.