Vikan - 31.05.1990, Page 21
mikilmennið er jarðað og er
einn fallegasti staðurinn í
París. Mig langaði til að sýna
Skúla staði sem venjulegir túr-
istar sjá yfirleitt ekki. Alla vega
kom andinn yfir hann þarna
og hann kyssti mig. Síðan
varð ekki snúið við og nú er ég
búin að elta hann alla leið
hingað."
VEÐRIÐ SKÁRRA
EN HÚN ÁTTI VON Á
EN FÓLKIÐ
FORDÓMAFYLLRA
Þegar hér er komið varpar
blaðamaðurinn frumlegi fram
hinni óhjákvæmilegu spurn-
ingu, þykist reyndar vera bú-
inn að bíða heillengi með
hana: „How do you like lce-
land?‘‘ Auðséð er á svipnum
að Arielle hefur heyrt spurn-
inguna áður en af stakri þolin-
mæði segir hún að sér finnist
ágætt hér að mörgu leyti en
síður að öðru eins og gengur.
„Veðrið kom mér þó þægilega
á óvart. Ég kom hingað um
miðjan desember, þegar
kuldakast gekk yfir, en mér
fannst í raun ekkert kalt vegna
þess að ég var búin að búast
við mun verra veðri. Ég gerði
mér í hugarlund að þetta væri
eins og Síbería þannig aö mið-
að við væntingar mínar var
veðrið vonum framar. Ég vildi
meira að segja fara i göngu-
túra og þess háttar þegar Skúli
sagði kuldann of mikinn til að
fara út fyrir hússins dyr.
Fólkið kom mér líka á óvart
og þá einna helst fyrir fordóma
þess. íslendingar eru mjög al-
úðlegir og opnir við ferðamenn
en þegar fólk kemur hingað til
að vinna og ætlar að búa hér
breytist viðhorfið. Þá er maður
orðinn aðskotahlutur og þetta
kom mér talsvert á óvart."
Þegar blaðamaður ætlar að
verja landann og bendir henni
á að mikið hafi orðið vart við
kynþáttafordóma í Frakklandi
undanfarið segir hún: „Vissu-
lega, en veistu hvað það er
mikið af útlendingum í Frakk-
landi? Þeir eru orðnir svo fjöl-
mennir og fyrirferðarmiklir að
fólki stendur ekki á sama
lengur. Þeir eru farnir að
þröngva sínum trúarbrögðum
og sinni menningu upp á
okkur. Ég held að íslendingar
geti ekki sagt það sama um út-
lendinga hér.“
HEFUR BÚIÐ
í SJÖ LÖNDUM
UTAN EVRÓPU
Ekki ætti Arielle að vera vön
stundað dans af kappi og lært
fjölbreytta dansa í þeim lönd-
um sem ég hef búið í. Svo
spila ég á píanó.“
Þegar Skúli sér vantrúna í
svip blaðamannsins segir
hann: „Þetta er satt. Hún spilar
ágætlega á píanó þrátt fyrir að
vera einhent. Ég er svo þokka-
lega liðtækur á saxófón og við
spilum stundum saman.“ En
tónlistin er ekki eina sameigin-
lega áhugamál þeirra. Þau
stunda dansinn af kappi og
voru, þegar hér var komið, að
fara á æfingu fyrir íslandsmót-
ið í suður-amerískum
dönsum.
EVRÓPUBÚAR
FORDÓMAFYLLRI
Áður en talið barst að hendinni
virtist hún vera algerlega
ósýnileg og bara vegna þess
að undirritaður vissi um bækl-
unina tók hann eftir því hvern-
ig hún faldi hana. Um þetta
segir Arielle: „Þegar maður
fæðist með svona galla verður
það ósjálfrátt með tímanum að
maður lætur ekki mikið á því
bera. Ég hef umgengist fólk í
talsverðan tíma í starfi og
námi áður en það hefur tekið
eftir hendinní og yfirleitt er það
ég sem ræö þvi hvenær það
gerist Ég geri þetta ekki síður
fyrir aðra en sjálfa mig. Fólki
verður oft svo hverft við að sjá
að höndina vantar, sumir
verða jafnvel hræddir. Annars
er það svo skrýtið að það var
ekki fyrr en ég flutti til Vestur-
landa að ég fann fyrir þessum ■
fordómum fólks. I suðrænu og
austrænu löndunum, sem ég
bjó í, virtist þetta vera álitið
sjálfsagt og fólk ekki næstum
jafnlokað fyrir þessum hlutum.
Til að tefja þau Arielle og
Skúla ekki frá dansinum var
nú síðustu spurningunni skellt
á þau. Hvað nú?
„Ég veit ekki," segir Skúli.
„Ekki nema að við ætlum að
gifta okkur í haust. Seinna eig-
um við svo áreiðanlega eftir að
fara á eitthvert flakk.“ Arielle
tekur undir þetta og segir: „Ég
er alin upp við það að búa ekki
lengi á hverjum stað og þannig
vil ég hafa það í framtíðinni en
kannski verðum við nokkur ár
hér á íslandi til að byrja með.
Ég er að byrja í nyrri vinnu hjá
fiskútflutningsfyrirtæki sem
verður mikið í sambandi við
Frakkland og vona að mér eigi
eftir að líka hún. Annað verður
svo bara að koma i Ijós Ég
vona þó að ég eigi eftir að fá
eitthvað að gera sem fyrir-
sæta.“
veðráttu eins og okkar því hún
hefur mestan part ævi sinnar
búið í heitum löndum og alltaf
verið á miklu flakki. Flakkið
fylgir starfi foreldra hennar en
þau starfa í frönsku utanríkis-
þjónustunni. Löndin, sem hún
hefur búiö i, eru Guadalupe,
Guyana, Marokkó, Laos, Ind-
land og Madagaskar, fyrir utan
Frakkland og svo Bandaríkin
en hún var eitt ár í námi í Flór-
ída. Aðspurð um hvort allt
þetta flakk hafi ekki haft slæm
áhrif á skólagönguna svarar
Arielle því til að svo hafi í raun
ekki verið þar sem öll löndin,
að Indlandi undanskildu, séu
gamlar franskar nýlendur og
að hún hafi alltaf verið í
frönskum skólum.
VANTAÐI HÖNDINA
VIÐ FÆÐINGU
„Kerfið hjá okkur er þannig
að maður klárar menntaskóla
átján ára en ég gerði það
sautján ára og fór þá í við-
skiptaháskóla í París. Þar
lærði ég tölvuverkfræði og
kerfisfræði og lauk náminu í
Bandaríkjunum þar sem ég
tók mastergráðu í viðskipta-
fræði með áherslu á tölvur. Því
námi lauk ég svo í fyrra og
flutti þá heim til Frakklands þar
sem ég fór að vinna viö fyrir-
sætustörf."
„Að vísu var það í Bandaríkj-
unum sem hugmyndin að fyrir-
sætustörfum kom fyrst upp.
Þar var mér boðið að verða
fyrirsæta, mértil mikillar furðu.
Ég hafði ekki mikla trú á því aö
ég gæti orðið fyrirsæta, þó
ekki væri nema handarinnar
vegna," segir Arielle og sýnir
vinstri höndina á sér í fyrsta
sinn. Frá olnboga er mjór stúf-
ur sem endar við úlnliðinn og
þannig hefur Arielle verið frá
fæðingu. Hún segist þó ekki
vera eitt af fórnarlömbum
thaledomids eða annarra
efna, þetta sé hreinlega
glappaskot náttúrunnar.
„Vegna handarinnar var ég
vantrúuð á þetta og spurðist
fyrir um aðilana sem buðu mér
fyrirsætustörf. Þeir reyndust
vera frá viðurkenndri um-
boðsskrifstofu og þannig
kviknaði áhuginn. Ég hef svo
unnið bæði í Frakklandi og
Bretlandi og vonast til að fá
eitthvað að gera hér á landi en
ég er nýgengin í Módel 79 “
Þegar hún er spurð að því
hvort bæklun hénnar hafi ekki
hamlað henni í gegnum tíðina
brosir hún og segir: „Sýnist
þér það? Ég hef gert nokkurn
veginn þaö sem mig hefur
langað til. Þegar ég var yngri
stundaði ég sund og hesta-
mennsku og keppti í hvoru
tveggja og svo hef ég alltaf
IITBI.1990 VIKAN 21