Vikan - 31.05.1990, Síða 27
TEXTIi GUÐMUNDUR S. JÓNASSON
VEL HEPPNAÐI
NDINGUR
er fólgiö í því aö neyta matar,
hlusta á útvarp, horfa á
sjónvarp, lesa dagblöð og
skiptast á snöggsoðnum upp-
lýsingum, kvörtunum og kröf-
um um nýjan neysluvarning (til
dæmis leikföng, betri mat eða
upplýsingar um fjölmiðla-
neyslu næsta dags). Fjölskyld-
an er því hornsteinn neyslu-
samfélagsins, hin fullkomna
neyslueining.
Flestir trúa því að með því
að kjósa sama flokkinn eða
einhvern annan sé hægt að
leysa mörg vandamál. Stjórn-
málaflokkarnir eru þó ekki
annað en framverðir ákveð-
inna hagsmunahópa innan
samfélagsins og því bein
afurð ríkjandi skipulags. Hug-
myndakerfin, sem borgara-
flokkar og verkalýðsflokkar ís-
lands eiga sér að leiðarljósi,
það er frjálshyggjan og marx-
isminn, byggjast á sama gild-
ismati. Bæði hugmyndakerfin
spruttu úr þeim jarðvegi er
myndaðist þegar miðöldum
lauk, iðnbyltingin hófst og
raunvísindi tóku að blómgast.
Hagrænar og stjórnmálalegar
aðstæður þeirra tíma mótuðu
þá hugmynd að sífelld þensla
í hagkerfinu bæri vott um heil-
brigöa framþróun. Sívaxandi
neysla þegnanna og efna-
hagslegur gróði eru talin vera
megineinkenni blómlegs
mannlífs. Óraunhæft er að
ætla að þjóðfélagið taki breyt-
ingum, sem máli skipti, þó að
hugmyndir eins flokks/hags-
munahóps verði ráðandi. Til
þess eru hugmyndaheimar
þeirra of líkir.
HINN VEL HEPPNAÐI
ÍSLENDINGUR
Á síðustu árum hefur mark-
aðstrúin styrkst í sessi. Sam-
kvæmt henni felast æðstu
verðmæti í því að skara fram
úr, skjóta samborgurunum ref
fyrir rass og öðlast sífellt betri
stöðu í goggunarröð samfé-
lagsins. Samkvæmt ríkjandi
gildismati ber hinum „vel
heppnaða íslendingi" að full-
nægja eftirfarandi kröfum:
1) Eiga eigið húsnæði, eink-
um einbýlishús. Eiga vand-
aðan bíl, litasjónvarp (RÚV
og Stöð 2), Vídeó og fal-
lega innanstokksmuni og
dýran klæðnað sem nauð-
synlegt er að endurnýja
með reglulegu millibili.
2) Vera skuldlaus með ávís-
anahefti og tvö greiðslu-
kort. Hafa nóg fé milli
handanna til þess að geta
bruðlað með peninga og
látið eftir skyndilöngunum.
3) Vera I fínum klúbbi eða fé-
lagssamtökum sem falla
vel aö hefðbundnum við-
horfum samfélagsins. Um-
gangast „fína fólkið“ og
fjölmiðlapersónur.
4) Vera passlega „venjuleg-
ur“ og dagfarsprúður og
skera sig ekki úr með því
að styðja nýjungar sem
hafa ekki hlotið almenna
viðurkenningu. Fullnægja
kröfum um „rétta hegðun",
„rétt útlit" og „rétt við-
brögð“.
5) Vera sem mest í fjölmiðl-
um; dagblöðum, tímaritum
eða sjónvarpi. Slá þá á
létta strengi og skemmta
fólki með fánýtu masi um
ekki neitt. Komast undan
því að tala um það sem
skiptir máli til þess að
styggja engan. Vera þó
ákaflega ábyrgðarfullur en
fyrst og fremst raunsær.
GJÁ MILLI MARKMIÐA
OG VERULEIKA
Þessi „mannímynd haghyggj-
unnar“ er hafin til skýjanna
eða öllu heldur metin öllu öðru
ofar. íslenska samfélagið er
þó þannig úr garði gert að stór
hluti landsmanna hefur ekki
möguleika á að ná ofangreind-
um markmiðum, sem þó eru
takmark flestra. Þegar fólk get-
ur ekki vegna félagslegra að-
stæðna fullnægt ríkjandi
ímynd myndast djúpstæð
spenna og vanmáttarkennd
sem síðar er bætt upp með
skemmtanalífi og almennu
sinnuleysi. Þannig er orðið
ástatt að launafólk á íslandi
leggur á sig ómælda yfirvinnu
til þess að uppfylla óskráðar
kröfur neyslusamfélagsins.
Foreldrar hafa margir hverjir
engan tíma til að sinna börn-
um sínum. Þá er ekki átt við að
klæða þau, þrífa og gefa að
eta heldur er átt við andlegt
nærandi samband sem bygg-
ist á gagnkvæmum tjáskiptum
milli barns og foreldris. Ekkert
eða mjög lítið svigrúm er í
tímaleysi og kappæði samtím-
ans til að þróa mannskilning
og umhyggju í samskiptum
fólks almennt. Hraði, fjárhags-
erfiðleikar og firring vegur að
rótum samfélagsins, sjálfum
hornsteininum; fjölskyldulífinu.
Á síðustu tveimur áratugum
hefur gætt vaxandi efasemda
um hvort hið efnahagslega
gildismat geti vísað leiðina
áfram. Komin eru í Ijós vanda-
mál sem verða ekki leyst inn-
an ríkjandi viðmiðunarramma.
Hugmyndin um homo econ-
micus hefur beðið skipbrot á
tímum sálarlegra og tilfinn-
ingalegra þrenginga. Það er
komið að þeim tímamótum að
ríkjandi ímynd er orðin í al-
gjöru misræmi við þjóðfélags-
raunveruleikann. Hún hefur
úrelst og það er komin nálykt
af henni. Þrátt fyrir það láta ís-
lenskir stjórnmálamenn, emb-
ættismenn ríkisins og al-
menningur í landinu eins og
ekkert sé og telja sér trú um að
með auknum afköstum hag-
kerfisins, betri skipulagningu
vinnunnar og meiri neyslu
nálgumst við fyrr eða sfðar
þröskuld fyrirmyndarríkisins.
Það er ekki seinna vænna fyrir
íslendinga að taka til gaum-
gæfilegrar athugunar í hvaða
átt íslenska samfélagið stefnir.
Vinna verður skipulega að því
aö endurmeta þróun síðustu
ára og breyta því í samfélag-
inu sem veldur gliönun þess
og sívaxandi skemmdum. □
Á skíðum
skemmL
Frh. af bls. 25
gamall. Hvernig lýsir hann
sjálfum sér?
DALVÍKINGURINN
SPILLTI MÉR
„Mér var sagt að sþorðdrek-
ar væru varhugaverðar per-
sónur! Ég veit nú ekki hvort ég
get tekið undir það! Persónu-
lega líkar mér mjög vel við
sporðdreka, þeir eru bestu
skinn. Ég reyni yfirleitt að
standa mig sem best í því sem
ég geri. Dútl á ekki við mig. Ég
er yfirleitt mjög ákveðinn og
reyni að beina því í góðan
farveg. Ég verð alltaf að hafa
nóg aö gera og reyni að líta
jákvætt á allt sem kemur upp
á. Maður verður að sætta sig
við það sem maður hefur og
meta þaö hverju sinni! Ég fór
lítið út að skemmta mér sem
unglingur. Lífið gekk út á
skólann, svo var ég í píanó-
námi og á skíðum. Það var
gaman aö læra á píanó. Ég
æfði allt upp f þrjá tíma á dag
samhliða námi í menntaskóla.
Það var feikinóg fyrir mig
þannig að ég hafði hvorki tíma
né þurfti að fara út að
skemmta mér. Það var síðan
minn besti vinur, Dalvíkingur-
inn Hörður Liljendahl, sem
byrjaði að draga mig út á Iffið,
að spilla mér! Ég vil nota tæki-
færið og þakka honum kær-
lega fyrir það. Ég tók líka upp
á því að læra á gítar, bara
svona hjá sjálfum mér. Ég
smitaðist uppi í Kerlingarfjöll-
um en þar var alltaf verið að
spila. Þaö er mjög skemmtilegt
að spila á gftar og söngur er
f miklu uppáhaldi hjá mér. Það
er aldrei að vita nema ég leggi
meiri rækt við sönginn í fram-
tíðinni, það er að segja ef
tækifæri býðst.“
- Örnólfur mun starfa í
Kerlingarfjöllum í sumar og
heyrst hefur að forstöðumenn
þar séu hagmæltir mjög. Það
er því vel við hæfi að fá Örnólf
til að fara með sína upp-
áhaldsvísu f lokin. Aö sjálf-
sögðu tók viðmælandinn vel
undir það og hér með eru hon-
um gefin lokaorðin:
„Sólin skín, skín og skín, skín
á mig og þig. Það er nú það,
það er nú það, og það er nú
líkast til. “
...eða þannig sko!
11 TBL. 1990 VIKAN 2