Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 28

Vikan - 31.05.1990, Síða 28
TEXTI: ÆVAR R. KVARAN vitnaö sé í orö sjálfs höfundar „vegna mikillar forvitni um þau öfl sem hrinda af stað og liggja til grundvallar hegöun einstaklingsins innan fjölskyldunnar". Hér kemur viö sögu hin um- deilda kenning Freuds um mikilvægi kyndulda, hin svokallaða ödipusduld - óeðlileg ást sonar á móður eða dóttur á föður. En hvers vegna er þetta kallað ödipusduld? Sorg Elektru yfir morði föður síns er óskap- leg. Hún eróhuggandi. Klædd sorgarklæðnaði fer hún út úr konungshöllinni og harmar þung örlög sín. Móðir hennar og stjúpfaðir fara með hana eins og ambátt og hún fær aðeins það nauðsynlegasta í mat og klæðum til þess að \ /afasamt er hvort nokl \ / ingur hefur haft meiri áhrif < \ / bókmenntir en Sigmund Freud, höf- \ / undur kenningarinnar um sálkönnun. V Sálfræðilega skáldsagan hefur orðið tískufyrirbæri á 20. öld og viðfangsefni höf- unda ótal leikrita og kvikmynda. Sígilt dæmi um leikrit, þar sem tilfinningaflækjur sálarlífs- ins mynda efniviðinn, er til dæmis hinn merki- legi þríleikur Eugenes O’Neills, Ei má sköpum renna, sem fluttur var í útvarpið haustið 1960 í vandaðri þýðingu Árna Guönasonar magist- ers. Nefndi þýðandi leikritin, sem mynda þrenninguna, eftir örlaganornunum, Urði, Verðandi og Skuld, og er það í góðu samræmi við titil þríleiksins. í þessari ægilegu fjölskyldusögu tekur Eug- rvarþessi Ödi- r ;‘SÖgnin . um Ödipus konung, ó- gæfumanninn sem kvæntistmóðurs og varð morðingi i ur síns, kom fram f:. kviðum Hómers en birtist þó í enn ægílé Ijósi f verkum Sófóklesar. Við skulum þess vegna athuga hana eins og hún birtist í hinum máttuga harmleik Sófóklesar, Elektru, sem einmitt fjallar um sömu persónur og þríleikur Æskylosar, sá sem varð fyrirmynd O’Neills. Nákvæmlega hálfri öld eftir lát fyrsta mikla harmleikjaskálds Grikkja, Æskylosar, dó hinn merkilegi eftirmaður hans á þessu sviði skáld- skapar, Sófókles, hálffertugur. Þetta var árið i, Eléktru, systur Orestesar. Hún eggjar bróður sinn til hefnda á móðurinni, Klytemnestru, og elsk- huga hennar, Ægis- tosi, en þau hafa myrt föður þeirra systkina svo þau mættu njótast. K YNDuLDiR Ástœður þess að Sigmund Freud nefndi hið óhugn- anlega afbrigði ðstar milli nðskildra ödipusarduld ene O'Neill ödipusduldina til meðferðar og byggir útlínur verksins á Hómersögninni um Agamemnon konung, Klytemnestru drottn- ingu og börn þeirra, Elektru og Orestes, eins og þessar persónur koma fyrir í Oresteia, þrí- leik fyrsta fræga harmleikjaskálds Grikkja, Æskylosar. O'Neill hefur endursagt og endurskapað þennan harmleik í Ijósi nútímans, lætur hann gerast á okkar tímum. En í stað þess aö fylgja hinum forna skilningi, að örlögin séu verkfæri í höndum hinna duttlungafullu guða, hefur O’Neill, í betra samræmi við skilning nútíma- mannsins, sýnt hvernig maðurinn hrekst áfram fyrir veðri og vindum eigin ástríðna og tilfinn- inga uns hann að lokum hlýtur að horfast í augu við afleiðingarnar - örlög sín. Þríleikurinn Ei má sköpum renna, er eins og kunnugt er, áhrifamikið verk og skrifað, svo t 404 f. Kr. Talið er að í verkum hans komi eink- ar vel í Ijós samræmið í grískri þjóðarsál. Hann var einnig svo heppinn að tilheyra þeirri kyn- slóð sem naut ávaxtanna af hinum fræga sigri Grikkja á Persum við Salamis, sem myndaði þáttaskil í lífi þjóðarinnar. Sófókles naut þess að lifa manndómsárin á gullöld Periklesar. Hann naut í ríkum mæli aðdáunar þakklátrar menningarþjóðar, gat því algjörlega helgað sig skáldlistinni og bar einnig gæfu til þess að halda sköpunarmætti sínum til hinsta dags. Þótt Sófókles hafi skrifað 123 leikrit hafa ekki varðveist eftir hann nema sjö harmleikrit. armleikurinn um Elektru Elektra mun vera meðal fyrstu verka hans. Harmleikur þessi dregur nafn af aðalpersón- draga fram Iffið. Verst af öllu er þó að hún neyðist til að búa undir sama þaki og morðingi hins virta og elskaða föður. Eina von Elektru og Orestesar er bróðirinn sem komið var undan strax eftir dauða Agamemnons og einhvern tíma kemur aftur heim sem fullorðinn maður til þess að hefna fyrir hinn ægilega glæp móður- innar og elskhuga hennar. En þá kemur gamall þjónn og tryggur og segir frá því að Orestes sé látinn; hann hafi farist í kappakstri í leiknum við Delfilaunhelg- arnar. Elektra er sem steini lostin af harmi en móðir hennar hrósar happi. Loksins er af henni létt óttanum við hefnd Orestesar en hann hefur ofsótt hana nótt sem nýtan dag. Með hæðnis- hlátri segir Klytemnestra við örvæntingarfulla dóttur sína: „Þú hefur ekki aðra átyllu til að hata mig en að ég hef drepið föður þinn.“ Þegar tveir menn koma með ösku bróðurins 28 VIKAN ÍITBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.