Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 30
í keri er Elektru allri lokið. Síðan er þessu lýst
í frábæru atriði í leiknum, hvernig þetta allt
saman en kænskubragð, því mennirnir tveir
eru engir aðrir en Orestes sjálfur og vinur hans
og Elektra varpar sér fagnandi í faðm bróður
síns.
Spennan í leiknum nær hámarki þegar Or-
estes gengur fram í höllina til þess að fram-
kvæma hina blóðugu hefnd sína en Elektra
heldur vörð á meðan. Kórinn lýsir hryllingnum
sem fyllir alla vegna þess sem fram hlýtur að
koma. Að innan heyrast neyðaróp Klytemn-
estru: „Sonur minn! Sonur minn! Sýndu móður
þinni miskunn!" En dóttirin sem sést á sviðinu,
hrópar: „Sjálf sýndir þú syni þínum enga misk-
unn og ekki heldur föður hans.“ Og inn til
bróðurins hrópar hún: „Högg þú aftur, ef þú
getur!"
Skömmu síðar kemur Ægistos himinlifandi
yfir fréttunum af láti Orestesar. Hann skipar
mönnum að opna hlið borgarinnar upp á gátt
svo hvert mannsbarn í landinu geti gert sér
Ijóst að það sé þýðingarlaust að vænta heim-
komu Orestesar, mönnum sé nær að krjúpa
Ægistosi. Er hann sér lík drottningar, sem
breitt hefur verið yfir, hyggur hann það Orest-
es og Elektra lætur stjúpann með köldu blóði
ganga í gildruna. Þegar Ægistos sér ásjónu
líksins rennur upp fyrir honum Ijós og óhjá-
kvæmilega uppsker hann afleiðingar illsku
sinnar.
Elektra, sem er mikil bæði í hatri og ást, hef-
ur nú hlotið hefnd og hvetur bróöur sinn til þess
að varpa líki Ægistosar fyrir hunda og hræ-
fugla.
Þríleikurinn um Ödipus
Hámarki listar sinnar nær Sófókles þó í
dramatískum þrileik sem nær yfir þrjú leikrit,
Ödipus konung, Ödipus í Kolonos og Antigone.
En þessa aðferð hefur Eugene O'Neill einmitt
tekið sér til fyrirmyndar með þríleik þeim sem
að framan var nefndur. Efnið í þennan þríleik
sækir Sófókles í hina frægu sögn af Ödipusi.
• Án þess að hafa
hugmynd um hin ömur-
legu örlög sín lifði
Ödipus í hamingjusömu
hjónabandi með móður
sinni og átti með henni
tvo syni og tvær dætur.
Og þegar hér er komið
sögu hefst einmitt
fyrsta leikritið í þríleik
Sófóklesar, Ödipus
konungur...
Skulum við nú til gamans rifja hana upp því
efni hennar er einmitt það sem átt er við
ödipusduld og O’Neill fjallar um í hinu merka
verki sínu.
Ödipus var sonur konungsins í Þebu en örlög
hans voru samtvinnuð hræðilegri véfréttarspá.
Á þebsku konungsættinni hvíldi nefnilega
bölvun vegna forns ódæðis og áður en Ödiþus
fæddist hafði véfréttin spáð því að hann
myndi, er tímar liðu, drepa föður sinn og ganga
að eiga móður sína.
Til þess að komast hjá þessum hræðilegu
örlögum ákváöu foreldrar drengsins að bera
barnið út strax eftir fæðingu, svo hann lifði
ekki.
En örlögin gripu í taumana. Þjónninn, sem
átti að framkvæma dauðadóminn, aumkvaðist
yfir vesalings barnið og gaf það hirði einum
sem var í þjónustu konungsins í Korinþu. Hirð-
irinn fór með barnið til herra síns og þar eð
konungur og drottning voru barnlaus tóku þau
Ödipus að lokum i fóstur og ólu hann upp sem
sinn eigin son.
í Korinþu óx sveinninn úr grasi og varð
hraustur og hugrakkur ungur
kom annað í hug en hann væri sonur konungs
og drottningar. En er Ödipus eitt sinn fór til
launhelganna í Delfi til þess að leita frétta af
örlögum sínum fékk hann eftirfarandi svar hjá
meyprestinum: „Varastu að koma til fæðingar-
borgar þinnar; þú munt myrða föður þinn og
verða eiginmaður móður þinnar og mennirnir
munu hata afkomendur þína.“
Ödipus fylltist örvæntingu og dirfðist ekki að
snúa heim til Korinþu, sem hann hélt vitanlega
að væri átt við í spádómnum. Hann lagði því
land undir fót, hélt út í heim og treysti gæfu
sinni og giftu.
Á krossgötum einum nálægt Þebu varö á
vegi Ödipusar vagn einn og ók í honum gamall
heldrimaður. Gatan var þröng og er ekillinn
vildi þröngva hinum vegmóða göngumanni til
ENGIM GETUR
7ERIÐÁI
HÚSA & HÍBÝLA
ÁSKRIFTARSÍMI 83122
30 VIKAN ÍITBL. 1990