Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 31

Vikan - 31.05.1990, Síða 31
hliðar lentu þeir í ryskingum sem enduðu með því að Ödipus réð niðurlögum þeirra beggja, ekilsins og gamla mannsins, en þraell einn komst undan. Gamli maðurinn var enginn annar en faðir Ödipusar sem þannig hafði óafvitandi orðið þess valdandi að fyrri hluti véfréttarinnar rættist. Skömmu síðar kom Ödipus til Þebu, þar sem bróðir ekkju konungsins hafði tekist ríkis- stjórn á hendur. Borgina hafði lengi hrjáð hið grimma meyljón, Sfinxinn, hræðileg ófreskja með konuhöfuð, Ijónsskrokk og fuglsvængi. Hafðist óvætturin við í kletti einum fyrir utan borgina og lagði óleysanlega gátu fyrir alla þá sem framhjá fóru og drap þá síðan. En gátan var þessi: „Hvaða dýr er það sem gengur á fjórum fótum á morgnana, á tveim um hádegi og þrem á kvöldin, en sem er vanmáttugast þegar fætur eru flestir?" Stjórnandi ríkisins hafði látið þau boð út ganga að sá sem leyst gæti gátuna og þannig frelsað Þebu úr greipum ófreskjunnar skyldi fá að launum ekkjudrottninguna, lokaste, og kon- ungsvaldið. Ödipus leysti gátuna með þessu svari: „Það er maðurinn.“ Á morgni lífsins skríður hann sem ungbarn á fjórum fótum, full- orðinn maður gengur hann á tveim fótum, þangað til elli kerling neyðir öldunginn til þess að styðjast við þriðja fótinn, stafinn." Þegar Ödipus hafði þetta mælt steyþtist óvætturin i heldýpið og Þeba var frelsuð. Ödipus varð konungur og gekk að eiga ekkju- drottninguna, sína eigin móður. Þannig hafði véfréttarspáin ræst að fullu. Án þess að hafa hugmynd um hin ömurlegu örlög sín lifði Ödipus í hamingjusömu hjóna- bandi með móður sinni og átti með henni tvo syni og tvær dætur. Og þegar hér er komið sögu hefst einmitt fyrsta leikritið í þríleik Sóf- óklesar, Ödipus konungur. Þar segir frá því að hræðilegur faraldur herj- ar á Þebu og prestarnir i Zeusarmusteri borg- reiði Ödipusar og hefst harðvítug deila með þeim sem lýkur með því að í reiði sinni hreytir gamli maðurinn sannleikanum í konunginn. „Þessi syndari er enginn annar en þú sjálfur. Bölvun þín hvílir á þessu landi.“ Ödipus tekur ekki mark á orðum vitringsins, sem hann hyggur að séu einungis mælt i reiði, og drottning hans - raunveruleg móðir hans - styður þessa skoðun hans. „Trúðu ekki spásagnamönnum" segir lokaste. „Fyrri mað- ur minn fékk einnig véfréttarspá þess efnis að hann skyldi bíða bana fyrir hendi eigin sonar síns, en barnið var borið út og dó skömmu eftir fæðingu." Skömmu síðar koma boð þess efnis að kon- ungurinn í Korinþu sé látinn og að þjóðin óski að Ödipus, sem var talinn vera sonur hans, sé krýndur konungur. Það er sem þungri byrði sé fétt af Ödipusi. Honum hefur þá verið hlíft við þeim ægilegu örlögum að drepa föður sinn. Af ótta við að síðari hluti spádómsins rætist dirfist hann þó ekki að hverfa aftur heim til Korinþu meðan ekkjudrottningin er á lífi. Sendimaður losar hann við allan ótta með því að segja frá arinnar snúa sér til hins vinsæla konungs í leit að ráðum og hjálp. Ödipus tekur málaleitan þeirra með vinsemd og kveðst harma neyð fólksins enda hafði hann þegar sent mág sinn, Kreon, þann er áður stjórnaði landinu og í raun var móðurbróðir hans, til Delfinnar til að leita ráða Appollós. í þeim svifum kemur Kreon aftur að loknu erindi með þau skilaboð frá véfréttinni að bölvun skuli hvíla á landinu þangað til morð- ingi hins fyrri konungs finnist og hann hljóti makleg málagjöld, dauðdaga eða útlegð. Ödipus lofar að gera allt sem í hans valdi standi til þess að hremma óbóta- manninn og veita honum makleg málagjöld. Fyrsta verk hans í því skyni er að senda eftir hinum blinda skyggnvitringi Teiresiasi. En öldungurinn færist eindregið undan að svara: „Ó, lát mig hverfa heim, því léttbærara verður hlutskipti þitt þér en mitt mér, látir þú að orðum mín- um.“ En undanfærsla Teirseasar vekur einungis því að Ödipus sé alls ekki sonur hins látna konungs heldur fósturbarn sem sendimaður sjálfur hafi endur fyrir löngu tekið við úr hendi þjóns eins hjá Þebukonungi og farið síðan með til Korinþu. Ödipus skipar að sækja þegar í stað þjón þennan til hallarinnar og árang- urslaust biður Ikaste hann að gera það ekki. Hinn hræðilegi sannleikur hefur nú runnið upp fyrir henni og í örvæntingu hrópar hún: „Ó, að þú armi maður aldrei mættir fá vitneskju um ætterni þitt.“ Að svo mæltu gengur hún á brott, niðurbrotin af harmi, en Ödipus veður í þeirri villu að hann sé óskabarn hamingjunnar, son- ur fátækra, óþekktra foreldra sem komist hafi til æðstu tignar. Þetta hefur vitanlega þau áhrif, listrænt séð, að umskiptin í harmleiknum verða ofsalegri og áhrifameiri. Þegar gamli þjónninn kemur rennur það smám saman upp fyrir Ödipusi, eftir því sem líður á samtalið, hvernig i öllu liggur. Lamaður af þessu voða- lega losti örlaganna reikar hann inn í höllina en kórinn syngur: Vei ykkur ættir dauðiegra mannai Líf ykkar er einskis virði... Ödipus, er ég hugsa til þín, hlutskipti þitt, ægileg örlög þín, þá get ég aldrei prísað nokkurn mann á jörðunni fyllilega sælan. Harmleiknum lýkur með því að maður kem- ur fram á sviðið og tilkynnir að Ikaste hafi hengt sig og Ödipus í örvæntingaræði blindað sjálfan sig. Hlið hallarinnar opnast og nokkrir þjónar leiða hinn blinda konung út. Það er skelfilegt atriði. Hann biður að sér verði sýnd sú náð að hljóta hörðustu og óbærilegustu refsingu sem hægt sé að leggja á Grikkja, útlegð. í orðum sem nötra í göfugum harmi og föðurást felur hann litlu dæturnar sínar í umsjá Kreons og reikar sviptur öllu út í eyðilegt tóm vonlausrar útlegðar. Sú var skoðun Grikkja sjálfra að Ödipus konungur væri fremsta verk grísks harmleikja- skáldskapar. Með einföldum ráðum lætur Sóf- ókles á meistaralegan hátt spennu atburðarás- arinnar aukast eftir því sem líður á leikinn. Að lokum eru hin skyndilegu umskipti frá æðstu hamingju til botnlausrar örvæntingar. Átakan- legur er hinn hrollkaldi leikur örlaganna er sendimaðurinn, sem langar til að létta óttanum af Ödipusi með því að segja honum að hann sé tökubarn, verður einmitt með því til þess að sannleikurinn kemur í Ijós. Það sem ætlað var sem gleðifregn snýst í lamandi skelfingarboð- skap. Frá upphafi til enda heldur harmleikurinn áhorfendum í heillandi viðjum töfra sinna. Þrátt fyrir það er - í nútímaskilningi - engin eiginleg, samhangandi atburðarás í leiknum, fremur en öðrum harmleikjum skáldsins. Þannig eru hinir dramatísku atburðir, sem á undan fara, ekki sýndir á sviðinu. Þeir hafa þegar gerst og af aödáanlegri tækni lætur skáldið þá koma fram smátt og smátt eftir því sem líður á leikinn. í Ödipus í Kolonos sýnir Sófókles svo hvern- ig hinum óverðskulduðu þjáningum hins blinda og þrautpínda Ödipusar lýkur að lokum. Þann harmleik skrifaði skáldið þegar sandurinn i æviglasi hans sjálfs var að renna út. Þessi harmleikur er Ijóst vitni um hvernig þetta mikla skáld hélt sköpunarmætti sínum til hinstu stundar. Af þessum ástæðum nefndi dr. Sigmund Freud hið óhugnanlega afbrigði óeðlilegrar ástar milli náskyldra ödipusduld. ÍITBL. 1990 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.