Vikan - 31.05.1990, Side 34
masa
c:
ra
S)
F YRIRMYNDARSTÚ LKAN
Kannist þér viö vikublaðið Hamingju-
sama heimilið? Ég hef unnið við
það nokkuð lengi en nú er ég hætt
þar og þaö er best að ég skýri frá
orsökinni. En fyrst ætla ég að segja
svolítið frá blaðinu sjálfu.
Flestir halda að vikublaðsritstjórn sé heimur
alveg út af fyrir sig og ef dæma á eftir lífinu á
Hamingjusama heimilinu er ef til vill eitthvað til
I þessu. Reyndar kemur blaðið aðeins út einu
sinni í mánuði en samt sem áður köllum við
það vikublað. Ef þér hafið einhvern tíma komið
inn í verslun Peters Durks hafið þér sjálfsagt
séð Hamingjusama heimilið. Það kostar eina
krónu og ég held að það sé ekki selt annars
staðar. Að minnsta kosti seljast ekki mörg ein-
tök á mánuði, ekki einu sinni hjá Peter Durk.
Ritstjórnin hefur rúmgóð húsakynni sem er
skipt í litlar skrifstofur með skilveggjum sem ná
aðeins hálfa leið til lofts svo að það minnir
einna helst á skíðgarð. Helmingur básanna
var auður svo að hver starfsmaður hafði að
minnsta kosti tvö skrifborð. Blaðið var alltaf í
fjárþröng. Peter Durk eldri, stofnandi blaðsins,
gekk að þessu með lífi og sál I barnslegri trú
sinni á hamingjusöm heimili. Það vildi bara svo
óheppilega til að hann dó skömmu eftir að ég
fór að vinna við blaðið og Peter Durk yngri
hafði allt önnur áhugamál, sem sé Ijóshært
kvenfólk. Á hverjum laugardegi biðum við þess
með eftirvæntingu hvert okkar yrði næst til að
bætast I atvinnuleysingjahópinn en samt vor-
um við sex eftir þegar okkur varð Ijóst að
þessu varð ekki við bjargað. Ég var einkaritari
Jacks Browns. Þá átti ég heima í Bronx, sem
er í úthverfi borgarinnar, svo ég hafði nógan
tíma til að hugsa um þetta vandræðaástand á
heimleiðinni í neðanjarðarlestinni. Útlitið var
mjög skuggalegt svo ég ákvað að giftast
Oscari Carthouse. Ég var 23 ára og Oscar var
eini maðurinn sem hafði beðið mín. Þegar við
opinberuðum gaf hann mér ósvikinn demants-
hring, síðan fór hann til Kaliforníu til að leggja
stund á verkfræðinám. Á meðan stytti ég
mér stundir við að hugsa um væntanlegt
hjónaband okkar. Að vísu var Oscar enginn
draumaprins en það mundi þó frelsa mig frá
hungurdauðanum að giftast honum. Útlitið var
nefnilega orðið svo svart að allt benti til þess
að nú væri komið að því að Hamingjusama
heimilið þyrfti ekki lengur á einkaritara aö
halda. Durk yngri hafði tilkynnt að hann ætlaði
að heiðra New York og ritstjórnina með komu
sinni eftir nokkra daga og þá ... Við höfðum
komist á snoðir um þetta á aukaritstjórnar-
fundi. Venjulega var haldinn fundur á fimm
mánaða fresti og af því má ráða hvernig Ham-
ingjusama heimilið varð til. En nú voru aðeins
þrír mánuðir liðnir frá síðasta fundi svo eitt-
hvað sérstakt hlaut að vera á seyði. Ég hafði
skýrslugerð fundarins með höndum og það var
heldur þreytandi starf þegar tekið er tillit til
þess að niðurstaðan varð alltaf hin sama, að
svo framarlega sem við fengjum ekki einhverja
snjalla hugmynd viðvíkjandi blaðinu mundi
Peter Durk yngri láta ritstjórnina sigla sinn sjó
og hafa einhver önnur ráð með að sólunda
eignum sínum. Þetta hafði verið viðkvæðið í
lífsins sem vísar veginn. Bill var oröinn rjóður
af ákafa. Hann reyndi að lýsa því með handa-
pati hverjum kostum draumadís ætti að vera
búin og af því mátti helst ráða að hún ætti að
vera þannig vaxin að jafnvel Marilyn Monroe
stæðist ekki samanburð við hana. - Já, stúlka
sem milljónir ungra stúlkna gætu tekið sér til
fyrirmyndar - stúlka sem þrýstir splunkunýju
giftingarvottorði að barmi sér, heldur í höndina
á hinum nýbakaða eiginmanni og gerir fram-
tíðaráætlanir um litla notalega hreiðrið þeirra —
dreymir um matargerð, húshaldsreikninga,
framtíðina, vögguvísur- stúlkan sem er mátt-
arstoð þjóðfélagsins.
Bill gerði augnablikshlé til að anda en hélt
svo áfram af fullum krafti: - Ef til vill verður
heppilegra að byrja svolítið fyrr. Kannski ætti
þetta heldur að vera ung, nýtrúlofuð stúlka
sem er önnum kafin við að búa sig undir brúð-
kaupið, fyllir kommóðuskúffurnar - og syngur
vögguvísur, skaut Jack inn i. En Bill lét slíkar
athugasemdir ekkert á sig fá. Ég hafði fyrir
löngu gefist upp við aö skrifa allt þetta mál-
skrúð í minnisbók mína og sat annars hugar
og horfði á sólarlagið milli tveggja skýjakljúfa.
Síöustu geislarnir skinu á hönd mína svo aö
demanturinn Ijómaði í öllum regnbogans litum.
Bill rótaði í blaðabunka. - Ég skal nú skýra
það I stuttu máli hvers konar stúlkur við höfum
í huga. Meðalaldurinn er 21% ár, 83,3% hafa
hlotið æðri menntun, 91,5% vilja gjarnan gift-
ast, 52% munu eiga börn yngri en tíu ára þegar
þær eru 28,7 ára gamlar. Árstekjur þeirra eru
að meðaltali 45.000 krónur... Bill leit á mig til
að vita hvort ég fylgdist með. Allt í einu kom
hann auga á demantshringinn. Hann mældi
mig út frá hvirfli til ilja, síðan leit hann aftur á
hringinn. - Fyrirmyndarstúlkan okkar mætti vel
líkjast Janie. Ekki vænti ég að þú sért 21% árs
gömul? Hún hefur að minnsta kosti mjög
venjulegt hár, sagði Marta, sem stjórnar
kvennaþáttum okkar, og strauk hárið sem
þennan dag var rauðbleikt að lit. - Að því leyti
getur hún verið samnefnari fyrir margar.
í fyrstu sagðist ég ekki taka þetta í mál en
Jack sagði að allar ungar stúlkur mundu
gleypa við því að sjá nafn sitt á prenti og full-
vissaði mig um að þetta yrði stórkostleg aug-
lýsing fyrir mig. Hin táknræna trúlofaða unga
stúlka og allt það bull! Ég var ekki heldur alveg
viss um aö mig langaði til að auglýsa trúlofun
okkar Oscars fyrir öllum heiminum. En ég lét
nú samt undan að lokum, eftir að þau höfðu
fullvissað mig um að framtíð blaðsins væri al-
gerlega undir mér komin.
Bill tók til ósþilltra málanna. Það átti að birta
greinar og myndir af mér á hverri blaðsíðu:
Minn táknræni dagur, mitt táknræna kvöld
(sem nýtrúlofuð stúlka sat ég auðvitað heima
og skrifaði unnustanum, þvoði mér um hárið
og dreymdi um framtíðina með Oscari í litla
hreiðrinu okkar). Marta skrifaði grein með fyrir-
sögninni Fyrirog eftir. Hún átti að birtast i dálk-
unum um kvenlega fegurð. Hún færði mig í kjól
sem var tveimur númerum of stór, hælalausa
skó, þurrkaði af mér varalitinn og greiddi hárið
slétt niður með vöngunum. Þetta var „Fyrir". Á
eftir nældi hún kjólinn saman að aftan svo ég
Hann beygði sig niður og strauk ósýnilegt
fis af vanga mínum.
Skyndilega var hún
orðin miðpunkturinn
í áhugamálum allra.
Hún var stúlkan sem
átti að bjarga blaðinu
- en það var ekkert
skemmtilegt...
marga mánuði svo okkur kom þetta ekkert á
óvart en það verð ég að segja vikublaðsritstjór-
um til hróss að þeir gefast ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Ef þeim er ekki hreint og beint
fleygt útbyrðis hika þeir ekki við að farast með
skipinu - afsakið, blaðinu.
Okkur vantar ákveðinn lesendahóp, lýsti
Jack Brown yfir. Bill Jones tók í sama streng. -
Það sem Hamingjusama heimilið vanhagar um
er hinn fullkomni lesandi, ung stúlka full af lífs-
fjöri og eldlegum áhuga, ung stúlka I blóma
34 VIKAN ÍITBL. 1990