Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 36
sýndist óvenjulega grönn í mittið, bar á mig
nýjan varalit og tók af mér „glamúr“-mynd.
Þetta var „Eftir“. Hún tók myndir af mér þar
sem ég var að lakka á mér neglurnar, bursta
hárið og gera morgunleikfimi. Meö matarupp-
skriftunum fylgdi mynd af mér þar sem ég var
að matbúa, með prjónauppskriftinni fylgdi
mynd þar sem ég var að prjóna peysu handa
Oscari og á tískusíðunni sýndi ég klæðnað
sem var „einkennandi fyrir mig, bæði sem
unga stúlku og væntanlega brúði". Auk þess
var grein eftir mig um „Hvernig það er að vera
trúlofuð". Greinin var nú reyndar eftir Jack en
nafn mitt var sett undir og á hinni opnunni var
mjög litfögur mynd af mér sem ungri, nýtrúlof-
aðri stúlku undir blómstrandi eplagreinum -
sem voru ennþá óraunverulegri en ást mín til
Oscars. Ef myndin sýndi nógu greinlega
hversu ástfangin ég var átti hún að birtast á
forsíðu ágústblaösins.
Þaö var gaman að þessu. Gallinn var bara
sá að nú var bráðum von á Oscari heim og þá
átti auðvitað að birta mynd af okkur saman og
ég var hrædd um að ég gæti ekki látið neina
sérstaka hrifningu í Ijós.
- Ég hef aldrei hitt milljónara, sagði ég við
Jack þegar hann kom með bréfið frá Peter
Durk þar sem hann tilkynnti komu sína næst-
komandi mánudag.
- Það er heldur ekkert eftirsóknarvert, sagði
Jack þungbúinn. - Ég vona bara að hann fari
ekki að skipta sér af framhaldssögunni.
Á unglingsárum sínum hafði Jack skrifað
skáldsöguna Dreggjar sem var framhaldssaga
í Hamingjusama heimilinu um þessar mundir.
Að mínu áliti var þetta óttaleg raunarolla því
allar persónurnar hrundu niður hver eftir aðra
en Jack var mjög upp með sér af henni.
Reyndar voru allar sögur Jacks eitthvað í
þessum dúr svo dauðsföllin á Hamingjusama
heimilinu urðu með tímanum nokkuð mörg.
Það var enginn rauður renningur á gólfinu
þegar Peter Durk kom. Hann skálmaði bara
inn í básana og bauð góðan dag og sagðist
heita Peter Durk sem var í rauninni alveg
óþarft því að það eru sjálfsagt mjög fáir sem
kannast ekki við hann. Það birtast alltaf myndir
af honum f blöðunum öðru hverju - f lysti-
snekkjunni, sívala kappakstursbílnum, við
leikhúsfrumsýningar og alltaf er einhver lagleg,
Ijóshærð stúlka í fylgd með honum. Hann er
myndarlegur og viðkunnanlegur náungi og
þrátt fyrir ungæðislegt yfirbragö ber hann það
með sér að hann mundi ekki láta í minni pok-
ann ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja
hendur sínar.
- Þér eruð víst tilraunakanínan, sagöi hann
um leið og hann heilsaði mér. - Þér eruö raun-
ar fallegasta kanína sem ég hef lengi séð. -
Hann tyllti sér á skrifborðsbrúnina og virti mig
gaumgæfilega fyrir sér en það hafa margir gert
á undan honum, til dæmis Bill Jones, en hann
horfir á mig eins og ég væri gómsæt nauta-
steik sem hann hefði ekkert á móti að smakka
á. En augnaráð Peters var líkast því að hann
væri að virða fyrir sér óvenjulega fallegt
sólarlag.
- Við skulum koma á einhvern skemmtilegri
stað, sagði hann. - Það er miklu betra að
hugsa í björtu og vistlegu umhverfi.
Ég leit kuldalega á hann. Hann var senni-
lega vanur því að stúlkurnar kæmu á harða-
hlaupum, bara ef hann rétti út litla fingur.
- Ég hugsa ekki nema þann tíma sem ég
fæ það borgað, svaraði ég afundin. - Og það
er frá eitt til fjögur.
- Ég geri ekki ráð fyrir að það sé neitt sér-
staklega vel borgað, sagði hann og brosti út að
eyrum. Af þessu brosi mátti ráða að hann hefði
ekki hugmynd um hvað brauðstrit er.
- Mamma er vön að segja að peningar séu
ekki það sem mestu skiptir, sagði ég.
- Það var skrítið, sagði Peter Durk yngri. -
Mamma er vön að segja nákvæmlega hið
gagnstæða. En nóg um það. Þó að ég hefði
mátt ráða hefði ég ekki getað valið betri fyrir-
myndarstúlku en yður. Ef framhald hefði orðið
á útkomu blaðsins hefði ég lagt það til að láta
yður skreyta forsíðuna í hverjum mánuði.
- Þótt undarlegt kunni að virðast er það ein-
hvern veginn þannig ef maður vinnur við viku-
blað að það verður eins og hluti af manni sjálf-
um - eða ef til vill öllu heldur eins og barn sem
manni þykir vænt um, þó það geti stundum
verið hálfgert vandræðabarn. Enda þótt ég
teldi blaðið ekki neinn helgidóm, eins og Jack
gerði, gat ég alls ekki þolað hvernig Peter Durk
talaði um Hamingjusama heimilið.
- Þér ætlið þó ekki að stöðva útkomu þess,
myrða það, eftir allt það umstang sem við
erum búin að hafa út af ágústblaðinu? Hann
hleypti brúnum. - Já, þetta er stórkostlegt
tækifæri fyrir yður. Þér verðið sennilega fræg
fyrir útkomu blaðsins.
- Það verður of dýrt fyrir yður að stöðva það
héðan af, sagði ég. Það er búið að taka næst-
um því allar myndirnar og ...
Hann beygði sig niður og strauk ósýnilegt fis
af vanga mínum. - Þér getið verið alveg róleg,
vina mín, sagði hann. - Mér líkar vel við yður
og ég skal sjá um aö ágústblaðið komi að
minnsta kosti út. Það lítur út fyrir að ég hafi
gengið í gildru Hamingjusama heimilisins og
ég sem kæri mig ekkert um hamingjusöm
heimili, hverju nafni sem þau nefnast.
Daginn eftir settist Peter Durk yngri að í ein-
um tóma básnum og við fórum allt f einu að
mæta stundvíslega klukkan níu. Það var raun-
ar alveg ástæðulaust því Peter Durk kom
aldrei fyrr en undir hádegi. Bros hans féll mér
vel í geð. í öllum blööum eru langargreinar um
„Hvernig menn eigi að fara að því að vinna sig
upp“ eða „Hundrað aðferðir til þess að verða
góður sölumaður", „Eruð þér vinsæll?" eða
eitthvað í þá áttina. I síðasta eintaki Hamingju-
sama heimilisins var grein um „Hvernig eigin-
konan getur haft áhrif á velgengni mannsins".
Ég hugsaði með sjálfri mér að þess konar
greinar væru alveg óþarfar fyrir menn sem
brostu eins og Peter Durk.
Um það leyti sem hið fræga ágústblað átti
að fara f prentun komust Durk og Jack að
þeirri niðurstöðu að myndin, sem átti að sýna
ást mína til Oscars, væri ekki nógu góð. - Þér
minnið allt of mikið á dauðan fisk á þessari
mynd, sagði Peter.
- Þú lítur út eins og þú værir nýkomin heim
frá jarðarför þíns ástkæra Oscars, sagði Jack.
Ertu alveg tilfinningalaus gagnvart honum?
- Hann er svo langt í burtu, svaraði ég út f
hött.
- Ef hann sér þessa mynd kemur hann ekki
aftur og fer kannski enn lengra í burtu, sagði
Jack. - Hann kemur í næstu viku, sagði ég
stúrin.
- Við getum ekki beðið svo lengi, sagði
Peter. - Við verðum að taka nýja mynd f dag.
Hann leiddi mig inn á Ijósmyndastofuna. Þar
var plötuspilari sem var hafður til að hjálpa upp
á sakirnar þegar draumlyndiö var af skornum
skammti á morgnana. Ég var að leita að við-
eigandi plötu en allt í einu tók Peter mig í fang
sér. - Svo man ég ekki annað en það að til-
búnu eplagreinunum var raðað í kringum mig
og allir sögðu að myndin hefði heppnast mjög
vel.
- Ég skal ná í leigubíl handa þér, sagði
Peter þegar við gengum - eða öllu heldur svif-
um - út.
- Það eru margir kílómetrar til Bronx, sagði
ég.
- Ég fer úr á leiðinni, sagöi hann og settist
við hliðina á mér. En hann fylgdi mér alla leið
heim að húsdyrum og bað bílstjórann að bíða
meðan hann fylgdi mér upp.
- Þetta var reglulega skemmtilegt, sagði
hann. - Ég vona aö þér sofið vel og yður
dreymi Oscar.
Morguninn eftir fór ég beint inn í básinn til
Jacks Browns.
- Það kemur ekki til mála að ég giftist
Oscari, sagði ég.
- Hvað ertu að segja? Nei, því ræður þú
auðvitað sjálf.. En góða mín, þú átt þó ekki
við að þú viljir ekki giftast honum Oscari
okkar? En Janie, þú verður að giftast honum.
- Ég er ekki ástfangin af Oscari, sagði ég.
Nú kom Bill Jones aðvffandi og klapp hans
átti víst að lýsa föðurlegri umhyggju. - Jæja,
þarna er þá fyrirmyndarstúlkan Ijóslifandi. Nú
fer Oscar að koma heim svo að við getum farið
að taka myndir af brúðkaupsundirbúningi og
þess háttar...
- Mér geðjast ekki einu sinni vel aö honum,
greip ég fram í.
- Hverjum, mér? hrópaði Bill furðu lostinn.
- Hún er ekki ástfangin af Oscari. Jack
horfði ásakandi á mig. - Hún vill ekki giftast
honum. Hún getur í rauninni alls ekki þolaö
hann.
- Það er ekki heiðarlegt gagnvart Oscari að
halda þessum skrípaleik áfram, sagði ég.
Heiðarlegt gagnvart Oscari? Hver kærir sig
um Oscar? En hvernig fer fyrir okkur og Ham-
ingjusama heimilinu? Allt í einu var básinn orð-
inn fullur af fólki sem ruddist hvert um annað
og talaði hvert í kapp við annað.
- Það er best að leyfa stelpunni að giftast
hverjum sem hún vill, jafnvel þótt það væri
Farúk konungur, sagði Jack að lokum. Við
höldum áfram með greinarnar en strikum yfir
Oscar. Það tekur sjálfsagt enginn eftir því
hvort sem er.
- Ég tek eftir því, andmælti ég. - Oscar tek-
ur eftir því. Þetta er ekkert annað en heimsku-
legur skrípaleikur sem eyðileggur líf okkar.
Þetta er hreint og beint hlægilegt, ekkert nema
eintómt fjas. Verst af öllu er þó þessi kjánalega
grein eftir Jack þar sem hann talar um að svífa
á Ijósrauðum skýjum og falla í öngvit af ham-
ingju. Að svo mæltu rigsaði ég út og hafði á til-
finningunni að ég líktist einna helst Bette Davis
í átakanlegu hlutverki.
Eftir nákvæmlega stundarfjórðung kom
Peter inn til mín og tók í hönd mér. - Komdu,
vina mín, sagði hann, við skulum ræöa saman
dálitla stund. Það ganga ýmsar einkennilegar
sögur um þig.
- Og um Oscar, sagði ég dauflega.
- Um Oscar, sagði hann með alvörusvip. -
Ég get sagt þér að undanfarið hefur það verið
viðkvæðið hjá rúmlega sex þúsund manns að
ég sé eigingjarn ónytjungur og engin stúlka
með réttu ráði ætti að láta sér detta í hug að
snúa baki við heiðarlegum manni mín vegna
36 VIKAN ÍITBL. 1990