Vikan - 31.05.1990, Page 41
asta tímabil lífsins, en þaö er á
milli fimmtugs og sextugs. Á
þessu tímabili í lífi okkar erum
við yfirleitt viss um hvaö viö
viljum og viljum ekki, auk þess
er reynsla liðinna ára það afl
sem drífur okkur áfram.
Það sem sennilega er að
gerast í þínu tilviki - og reynd-
ar margra annarra - er að
vegna ofstjórnar móður of
lengi ævinnar hefur þú ekki
ennþá notið þín sem skyldi. Þú
ert alin upp í stórum systkina-
hóp sem oft er erfitt fyrir barn
sem er viðkvæmt og hlédrægt,
eins og þú ert. Þessi börn geta
ekki gert kröfur um athygli og
persónulegan áhuga annarra
á sér og velja því óafvitandi
hlutverk þess hlýðna í hóþn-
um og fá náttúrlega út á það
athygli sem er óraunhæf. Hún
liggur nefnilega í því að allir
gera kröfur til þessa barns og
það tekur oft of mikla ábyrgð á
sjálfu sér og jafnvel systkinum
í æsku og fær þar af leiðandi
sjaldan að vera það barn sem
það óneitanlega er. í stórum
systkinahóp verður oftast að
taka tillit til hluta sem eru sjálf-
gefnir þar sem fólk er færra á
heimili. Einmanaleiki þinn seg-
ir þú að sé ástand sem þú hef-
ur fundið frá upphafi. í sjálfu
sér er ekkert undarlegt við það
því þú hefur átt í erfiðleikum
með að tjá þig og þar af leið-
andi sennilega snemma ein-
angrast, jafnvel þótt heimilið
væri stórt.
MARKMIÐ OG KOSTIR
Mér finnst mjög gott hjá þér að
tala við börn þín og gera ekki
tilraun til að hefta frelsi þeirra,
eins og bersýnilega hefur ver-
ið gert við þig frá upphafi. Börn
verða að fá leiðsögn og ástúð
en þeim á ekki að stjórna. Við
sem erum foreldrar verðum að
skilja að hver sál er hér í
ákveðnum tilgangi og við eig-
um ekki börnin okkar heldur
miklu frekar að okkur sé hrein-
lega trúað fyrir þeim um tíma.
Ef þetta er rétt er gæfulegra að
reyna að sjá út hugsanlega
hæfileika þeirra og persónu-
legar þarfir en ekki aö skipu-
leggja þau.
Þú ert sjálf dæmi um ein-
stakling sem trúlega hefur ver-
ið skipulagður of mikið frá upp-
hafi og átt þar af leiðandi í
erfiðleikum með aö vera þú
sjálf. Ef ég væri i þessari
stöðu gagnvart mér myndi ég
setjast niður og íhuga þessa
persónu sem væri í þessu til-
viki, Björg, og gera það eins
og ég væri að skoða mér
ókunnuga manneskju. Þarna
reynir á heiðarleika þinn og út-
sjónarsemi. Best er að tína
alla hugsanlega kosti til fyrst
því þannig fyllist maður áhuga
fyrir viðkomandi. í framhaldi
af þessu er ágætt að láta
sig dreyma um hugsanlega
möguleika og markmið sem
áhugaverð væru fyrir einstakl-
ing sem einmitt þessum kost-
um er búinn. Gallana er engin
ástæða til að skoða á þessum
fyrstu stigum sjálfskoðunar því
þeir koma öðruvísi yfirtil okkar
ef við erum klár á kostunum,
ekki satt. í fljótu bragði virðist
mér þú vera of skipulögð og of
kröfuhörð við sjálfa þig. Allt
verður að vera óaðfinnanlegt
sem þú gerir, annars líður þér
sennilega eins og heimurinn
sé að farast. Slakaðu dálítið á
þarna og gerðu um tíma sem
allra minnst annað en að finna
fyrir nálægð við sjálfa þig.
EINMANALEIKI
ER ÓÞARFI
Þú talar um að ástæðan fyrir
því að þú talar ekki innan um
stóran hóp af fólki sé að þú
hafir ekki neitt merkilegt að
segja. Ja, hérna, er fólk þá að
tala um háspekilega hluti á
mannamótum? Nei, Björg
mín, flest fólk talar um allt og
ekki neitt og helst ekki neitt og
hana nú. Mér finnst þú tilfinn-
ingalega frekar lokuð og
sennilega feimin og ekkert at-
hugavert við að þú hlustir bara
innan um fólk. Hitt er svo ann-
að mál að ef þú sendir öörum
stanslaust þessa óánægju-
strauma, sem um hug þinn
fara á meðan þú ert nálægt
þeim, er ekki ósennilegt að
fólk fái á tilfinninguna að þú
sért meiri háttar lumma sem
borgi sig ekki að eyða tíma á.
Þarna ert þú óafvitandi með
efasemdum þínum um sjálfa
þig að skapa skilyrði fyrir
þannig niðurstöðu annarra.
Reyndu næst þegar þú ert
innan um fólk að hugsa sem
svo: í mig er töluvert varið og
ég hef heilmikið að segja
þessum mannskap, og hrein-
lega tala. Gott er að byrja á því
að tala um veðrið, svona rétt á
meðan við erum aö opna um-
ræðuna, það bregst aldrei.
Nú kemur fram í skrift þinni
að þú hugsar of mikið og sama
hugsunin á það sennilega til
að festast í huga þér og þér
getur reynst erfitt að losna við
hana. Ef þú hefur engan að
tala við skaltu tala upphátt við
sjálfa þig og þannig geturðu
verið nokkuð viss um að losna
við óþarfa hugsanir, án þess
að eiga á hættu að virðast
hallærisleg. Eins ertu sniðug
og sennilega mjög ráðagóð
fyrir alla aðra en sjálfa þig.
Þetta skaltu laga með því að
reyna að elska eins heitt og
innilega persónu þína. Það
ætti ekki að vera svo erfitt því
mér sýnist þú mjög skynsöm
og fjölhæfur einstaklingur sem
virkilega væri áhugavert fyrir
þig aö kynnast. Að mínu mati
ætti enginn að vera einmana
nálægt þér og allra síst þú
sjálf. Þú hefur nefnilega heil-
mikið að gefa og ekki síst af
góðleika þínum og eðlislægri
tilfinningu fyrir öðrum.
ÓREGLA BRENGLAR
PERSÓNULEIKANN
Þú segist vera sundurtætt og
tilfinningalega kvikukennd. Er
ég ekki hissa á því, þú hefur
alla ævina verið aö veltast í
þörfum og veikleikum annarra.
Þar sem óregla er á heimili,
eins og var á heimili móöur
þinnar vegna óreglu systkinis,
er andrúmsloftið sjúkt. Það er
verið að hylma yfir óreglu í
flestum tilvikum og við getum
ekki notið okkar sem skyldi af
ótta við að segja nú eitthvað
eða framkvæma sem getur ýtt
undir áfengisneyslu gerand-
ans. Allir heimilisfastir lifa og
hrærast í hegðunarmynstri
þess sjúka og geta ekki um
frjálst höfuð strokið af því að
alkóhólistinn notar sér flest
sem líklegt er til að skapa
tækifæri til drykkju og býr þau
til ef ekki er neitt sem svekkir,
að hans mati. Þú sýndir það
hugrekki að drífa þig af þessu
heimili en virðist samt ekki
hafa farið andlega að heiman
og þess vegna líður þér eins
og þú sért að bregðast móöur
þinni látinni með því að leika
ekki hennar hlutverk gagnvart
systkini þínu.
ÓDRENGILEG
FRAMKOMA
Þetta hleður þig sektarkennd
og sjálfsfyrirlitningu og kemur
þannig út að þú annt þér ekki
hvíldar, ert alltaf á einhvers
konar vakt, hvort sem þú sérð
það eða ekki. Nú hefur þetta
systkini þitt ekkert að sjá um
nema sjálft sig og þegar móðir
þess er ekki lengur til aö
passa upp á það, eins og um
ungbarn væri að ræða en ekki
fullorðna manneskju, versnar
ástandið. Óttinn við mömmu
hefur sennilega dregið að ein-
hverju leyti úr drykkjumynstr-
inu, þó það hafi sennilega
breytt litlu þar sem svona fólk
er ábyrgðarlaust, eins og sá
drykkfelldi óneitanlega er.
Hvað varðar það sem þessi
persóna kaus að gera til að
styðja barnið þitt, væntanlega
ótilneydd, er hörmulegt til þess
að vita að hugur viðkomandi
sé orðinn það sýktur af vín-
andanotkuninni aö af þeim
ástæðum sé persónan að
beita öllum ráðum til að fá sitt
aftur. Eitthvað segir mér að inn
í þetta kunni að fléttast öfund
út í barnið sem gengur vel í
námi og stefnir væntanlega að
gæfulegra Iffi en þessi vesal-
ings ættingi sem er að bregð-
ast mjög ódrengilega, bæöi
sjálfum sér og öðrum. Þessi
persóna þarf hjálp faglærða,
þá mun annar maður koma í
Ijós, vertu viss.
ÁHUGAMÁL ERU
NAUÐSYNLEG
Ef ég lít yfir Iff þitt með innsæi
mínu er ég viss um að núna
ert þú á tímamótum sem liggja
fyrst og fremst í því að þú vilt
vera þú sjálf en ekki eins og
stjórnlaust skip sem er undir
hælinn lagt hvort einhver er til
aö stjórna eða ekki. Þegar við
allt í einu stöndum frammi fyrir
því að eiga að fara að skipu-
leggja okkur sjálf og þeir sem
hafa um langan aldur komist
upp með aö nota okkur og
Frh. á bls. 44
HTBL.1990 VIKAN 41
JÓNA RÚNAIA/ARAN MIÐILL