Vikan - 31.05.1990, Side 43
7EXFI: PORGEIR ÁSIVALDSSON
Sporhundurinn Kolur
verður seint sagður fríð-
ur og laglegur í framan
en það má kannski segja að
hann sé afslappaður í útliti,
með lafandi eyru og kinnar og
sokkin augu. Krakkarnir segja
að hann sé „krúttaralega
krumpaður" eða skemmtilega
ssetur en útlitið er ekki allt. Það
á við bæði um mannskepnuna
og blóðhundana eða spor-
hundana sem Hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði hefur um
langan aldur alið og komið
hafa að góðum notum við
mannaleit á undanförnum
árum og áratugum. Uppaland-
inn eða „pabbinn" hefur verið
einn og sami maðurinn síðan
sporhundurinn Nonni varfeng-
inn hingað til lands árið 1960.
Hann heitir Snorri Magnússon
og gjörþekkir orðið þessa teg-
und hunda og hvernig þeir at-
hafna sig við erfiðustu að-
stæður, þefandi uppi slóð
týndra manna. Þrír áratugir
eru ekki skammur tími og frá-
bær árangur hundanna hefur
vakið athygli [ nágranna-
löndunum, þar sem þessi teg-
und er ekki notuð sem spor-
hundar.
„Það væri fínt að eiga svona hund. Þá mundi maður aldrei týnast," segja þeir Kolbeinn og Svani sem
fengu að fara með Vikunni í heimsókn til sporhundanna Kols og Charlotte. UÓSM.: RÓBERT ÁGÚSTSSON
„Þetta eru hundar númersjö
og átta síðan 1960,“ segir
Snorri þegar Vikuna ber að
garði þar sem blóðhundarnir
Kolur og Charlotte eru hafðir.
Húsbóndinn á heimilinu,
Kolur, heilsar Snorra með
virktum og stekkur upp á
grindverk með framlappirnar
og þefar af ókunnugum
gestum.
„Þótt heitið blóðhundur eða
bloodhound sé kannski svolít-
ið ógnvekjandi er þetta mesta
gæðablóð, gerir ekki nokkrum
manni mein. Þetta eru blíð og
gæf dýr. Ég fékk þá sem
hvolpa og þeir eiga eftir svona
fjögur til fimm ár í fullu fjöri.
Maður telst góður ef þeir duga
áratuginn áður en ellin sækir
þá heim.
Að baki þjálfun hvers hunds
eru þúsundir kílómetra í
hlaupum út um allar trissur þar
sem þjálfunin felst fyrst og
fremst í því að búa til slóð og
láta hundana síðan rekja
hana. Einhver er fenginn til að
ganga sex til sjö kilómetra og
síðan er látinn líða nokkur
tími, kannski sólarhringur,
áður en hundunum er hleypt af
stað. Þeir hafa rakið allt upp í
130 tíma gamla slóð sem telj-
ast verður ótrúlega gott þar
sem slóðin kannski liggur um
eða yfir fjölfarnar leiðir manna,
jafnvel malbik og stundum hef-
ur fennt eða rignt í millitíðinni.
En auðvitað geta þeir klikkað,
þetta eru ekki vélar heldur
skynugar skepnur sem gera
sín mistök. Lyktarskyn þeirra
er háþróað og næmt, mörg
hundruð sinnum meira og
betra en hjá mannskepnunni.
Á styttri leiðum hafa þeir jafn-
vel rakið slóðir manna á hjóli
eða í bíl. Það er eins og lyktin
„liggi í loftinu" og þeir skynja
hana. Líkt og með fingraförin
hefur hver maöur sína lykt.
Kolur og kærastan hans,
tíkin Charlotte, ókyrrast þegar
húsbóndinn aöhefst ekkert,
stendur bara og talar við
ókunnuga utan girðingar. Þau
iáta vita af sér með alls kyns
hljóðum og hreyfingum og
þegar Snorri býr sig undir að
hleyþa Kol út vita þau hvaö er
í aðsigi og fara í hvelli að út-
gönguleið. Tíkin Charlotte er
afar óhress þar sem Kolur fær
einn að fara út í veðurblíðuna
og gefur það til kynna með
Frh. á næstu síðu
Snorri Magnússon „ræðir við“ hundinn Kol, sporhund á besta aldri.
Snorri er hundapabbi hjá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og hefur
alið sporhunda af þessari tegund í þrjátíu ár - alls átta hunda sem
náð hafa frábærum árangri við leit að týndu fólki.