Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 60

Vikan - 31.05.1990, Page 60
TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON Lögð er mikil áhersla á að sölumenn ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar séu vel upplýstir um þá staði sem þeir selja ferðir til. Hér sést Anna Guðný framkvæmdastjóri ásamt stúlkunum sínum og þeim Jóni Axel útvarpsmanni, Þórarni Jóni ritstjóra og Lindu FRÍ-klúbbsstjóra á vinsælu steikhúsi á Costa del Sol. ikan hefur gengið til samstarfs við FRÍ- klúbb ferðaskrifstofunn- ar Úrvals-Útsýnar og Pólaris ásamt útvarpsstöðinni FM og skemmtistaðnum Hollywood. Skemmtistaðurinn og fjölmiðl- arnir tveir munu fara ýmsar leiðir í samstarfi sínu við FRÍ- klúbbinn og sumar harla óvenjulegar. Þú skalt fylgjast vel með því eitthvað verður í boði af ókeypis ferðum með klúbbnum á sólarstrendur fyrir þá sem taka þátt í léttum leikj- um sem efnt verður til öðru hverju í sumar. I þeim tilgangi að kynna sér það sem FR[-klúbbsfélögum er boðið upp á í sumar fóru út- sendarar Vikunnar og FM í snögga yfirreið um helstu sól- arstrendurnar á dögunum ásamt Önnu Guðnýju Aradótt- ur, framkvæmdastjóra ferða- skrifstofunnar, og nokkrum sölumönnum. Auk þess voru meö í för þær Linda Péturs- dóttir, sem verður FRl'- klúbbsstjóri í sumar, og þær Elín Reynisdóttir og Lísa Björk Davíðsdóttir sem í vor voru kosnar ungfrú Hollywood og sólarstúlka Úrvals-Útsýnar. Vitaskuld var Ijósmyndari Vik- unnar iðinn við að mynda þessar fegurðardísir í sólinni, sem og annaö sem glatt gæti auga lesenda blaðsins. Myndirnar hér á síðunni eru frá þessari ferð Vikunnar og í allt sumar mun blaðió halda áfram að greina lesendum frá því sem snertir FRÍ-klúbbinn. A Jón Axel er tengiliöur FM viö FRÍ-klúbbinn og var ólatur viö að hljóðrita viðtöl f sólarferðinni með Vikunni. Hér ræðir hann við þær Hollywood-dísir Elínu og Lísu úti í sundlaug á meðan Maggi myndar. ▼ Að sjálfsögðu var farið í óbyggðaferð á safarí-jeppum en slfkt nýtur mikilla vinsælda í sólarlöndum. Hér hefur verið staðnæmst til að Ijósmynda. VIKAN H0LLYW00D OG FM í SAMSTARF VID FRÍ- KLÚBBINN |RL Ul ' ^ i _L=

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.