Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 26

Vikan - 28.06.1990, Page 26
DALAILAMAXIV OG TÍBET SVÍVIRÐILEG ÍHLUTUN í INNANRÍKISMÁL KÍNA MEÐ SÉRSTAKRISKÍR- SKOTUN TIL TILVERURÉTTAR TÍBET SEM ÞJÓÐAR STÆRSTA AFREK TÍBETSKRA KAMPA-SKÆRULIÐA VAR AÐ STÚTAÁ EINU BRETTI HERFORINGJA í KÍNVERSKA ALÞÝÐUHERNUM OG HELSTU SAMSTARFSMÖNNUM HANS SEM VORU Á FERÐ SAMAN UM YFIRRÁÐASVÆÐI SITT í VESTURHLUTA LANDSINS. í FARANGRI ÞEIRRA FUNDU TÍBETSKU SKÆRULIÐARNIR NÁKVÆMAR HERNAÐARÁÆTLAvNIR ALÞÝÐU- HERSINS SEM STAÐFESTU YFIRLÝSTA ÚTRENSLUSTEFNU KÍNVERSKRA KOMMÚNISTA ÞETTA ÁTTI SÉR STAÐ 1966 ÞEGAR KÍNVERJAR HÖFÐU VAÐIÐ YFIR OG LAGT UNDIR SIG TURKISTAN, MONGÓLÍU OG TÍBET. ÓLÖGLEG VALDATAKA KÍNVERSKRA KOMMÚNISTA í ÞESSUM LÖNDUM VAR RÉTTLÆTT MEÐ SAMBLANDI AF SLAGORÐA- KENNDRI INNRÆTINGU UM ANDLEGA OG VITSMUNALEGA YFIRBURÐI KÍNVERJA OG ÞVÍ HLUTVERKI SEM FORSJÓNIN HEFÐI ÆTLAÐ ÞEIM SEM BOÐBERUM ALHEIMSBRÆÐRALAGS SAMEIN- AÐRA ÖREIGA ALLRA LANDA. Kreddufastir kínverskir fræðimenn á mála al- þýðulýðveldisins halda þeirri nýstárlegu hugmynd á lofti að öll siðmenning heims- ins sé frá þeim komin, og því sé ekki óeðlilegt að þeir flæöi yfir Norður-lndland, Pakistan, Nepal, Bhutan, Bangla Desh, Tailand, Malasíu, Kóreu, Víet- nam, Kambódíu og Búrma til að rétta hlut alþýðunnar í þessum löndum sem enn býr við kúgun og ok, sem á að vera rökrétt afleiðing af „eitr- uðum“ trúarbrögðum, eignum Chime Dorjé, núverandi leiðtogi tíbetskra Kampa skæruliða. Myndin fyrir aftan hann er af stofnanda Kampa skæruliða- hreyfingarinnar, herforingjanum Gompo Tashi Angdrugtsang. Ljósmynd: Gísli Þór Gunnarsson i einkaeign og heimsvalda- stefnu stórveldanna. Hugmyndafræði sósíalism- ans gerir því skóna að „fólkið" í hvaða landi sem er sé hlynnt sósíalisma því mannkynssag- an hafi margsinnis sannað að alþýðan eigi sér ekki viöreisn- ar von nema komið sé á al- heimskommúnisma eftir blóð- ugt uppgjör valdhafa kapítal- ískra ríkja og kommúnista. Þar af leiðandi þykir Kínverj- um sjálfsagt að Tíbetar fagni þeim forréttindum að fá hjálp við að kasta fornfálegri menn- ingu sinni fyrir róða og taka upp trú á kommúnismann, Maó og kínverska alþýðulýð- veldið. Þetta skilgreina Kín- verjar ekki sem heimsvalda- stefnu því það liggur í hlutar- ins eðli að einungis smáborg- aralegir fjármagnseigendur geta hugsanlega verið heims- valdasinnar. Útþenslustefna kínverskra kommúnista byggist meðal annars á gjöreyðingarmætti 120 kjarnorkueldflauga sem stillt er upp á ellefu stöðum f Tíbet, þannig að ýmis ríki í Miðaustur-Asíu eiga ef til vill eftir að súpa seyðiö af hersetu 500.000 Kínverja í Tíbet, FIMMUÐA FRIÐARÁÆTIANIR DALAILAMAXIV Frh af bls. 24 fyrir hvernig þeir gengu frá frumbyggjum þeirra land- svæða Ameríku þar sem ætt- bræður Tíbeta af mongólsk- um upþruna höfðu hreiðrað um sig í hæfilegri sátt og sam- lyndi og trú á alheimsandann. Það þóttu jafnmikil gleðitíð- indi og útnefning Dalai Lama XIV til friðarverðlauna Nóbels þegar þjóðþing Bandaríkja- manna setti þau skilyrði fyrir fjárhagsstuðningi Bandaríkj- anna við Kína að herlögum yrði aflétt í Lhasa, að fulltrúar fjölmiðla og mannréttindasam- taka fengju landvistarleyfi í Tíbet, pólitískir fangar í Tíbet yröu látnir lausir og að hafnar yrðu samningaviðræður við Dalai Lama XIV. Þann 1. maí 1990 gáfu Kín- verjar út fréttatilkynningu um ▲ Ganden klaustrið í Tibet var þriðja stærsta klaustur veraldarinnar áður en hinir rauðu varðliðar Maós gerðu hugmyndafræðilega andúð hans á trúarbrögðum að veruleika. Myndin hér að ofan var tekin 1920 meðan allt lék í lyndi. 26 VIKAN 13. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.