Vikan


Vikan - 28.06.1990, Side 35

Vikan - 28.06.1990, Side 35
KÓTILETTUR Látið kótiletturnar liggja í 12-24 stundir í kryddlegi sem búinn er til úr matarolíu, timian, majoram, sítrónusafa og svolitlu af salti og pipar líka. Berið kryddlöginn vel á báðar hliðar kótilettanna og geymið þær á diski eða fati sem þið setjið inn í plastpoka áður en honum er stungið f ísskápinn. Þegar komið er að því að grilla er kryddlögurinn einnig borinn á venjulegan lauk sem gott er að grilla og sömuleiðis grasker sem bætir réttinn verulega. Grillsósu má bera með, hvort heldur sem er keypta í búð eða búna til heima úr tómatsósu, mörðum ananas eða apríkósum og viðbótarkryddi, ef fólki finnst eitthvað vanta upp á bragðið ennþá. gegn. Tómatana má grilla léttilega og að sjálfsögðu er mjög gott að strá graslauk í kartöfluna þegar hún hefur verið skorin í sundur. Sósu má búa til eða kaupa í búð. En hér kemur að auki einföld uppskrift sem við fengum hjá ungri húsmóður sem sagði að sér hefði dottið í hug að búa til sveppasósu með þessum hætti einu sinni þegar hún var í útilegu með fjölskyldunni. Hún brúnaði nýja sveppi, setti síðan pakka af sveppasósu í pott og mjólk að auki en í stað þess að þynna sósuna með öllum vökvanum, sem talað var um í uppskriftinni, bætti hún út í hana hálfum piparosti og lét hann bráðna vel og blandast saman við. Úr þessu varð feiknalega góð piparsveppa- sósa sem fer vel með T-beinssteikinni okkar. T-BEINSSTEIK Hér kemur svo safarík nautasteik með bökuðum kartöflum, tómötum og maísstöngli. Það verður að byrja á því að vefja álpappír um kartöflurnar og setja þær á grillið þar sem þær eru nokkuð lengur að bakast í gegn en kjötið er að stikna, að minnsta kosti ef þær eru stórar. Margir flýta fyrir sér með því að stinga kartöflunum inn í örþylgjuofninn áður en þeir vefja álpappírnum um þær. Þá þurfa þær lítið annað en að hitna þegar þær koma á grillið. Saltið, þiprið og olíuberið kjötið. Penslið maísstöng- ulinn með smjöri og leggið hvort tveggja á grillið. Snúið bæði kjöti og maís við af og til svo það grillist vel í 13. TBL 1990 VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.