Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 51—52, 1941
7
SMÁSAGA
eftir FRANCOIS ELIE JULES LEMAITRE.
Segðu mér meira um, hve dásamleg
miðnæturmessan er, Súsanna. —
" Segðu mér meira!“
Það var aðfangadagskvöld. Foreldrar
Péturs voru nýkomin utan af akrinum.
Konan var að mjólka kýrnar, en maður-
inn að ganga frá verkfærum úti í hlöð-
unni. Pétur var að bíða eftir kvöldverðin-
um sínum og sat á litlum stól'við eldstæðið,
beint á móti Súsönnu systur sinni.
Hann teygði litlu hendurnar yfir snark-
andi eldinn. Hendur hans og kringlótt
andlitið var rósrautt og hárið var gullbjart.
Súsanna var mjög alvarleg og sat og
prjónaði bláan ullarsokk. Það suðaði í
pottinum, sem var yfir logandi vínviðar-
greinum og hvíta gufu, er ilmaði af kál-
meti, lagði fram með hlemmnum.
„Segðu mér meira um, hve dásamlegt
það er, Súsanna."
,,Ó!“ sagði Súsanna. „Það eru svo mörg
kerti, að maður gæti haldið, að það væri
paradís .... Og þar eru sungnir sálmar,
dásamlega fallegir sálmar! .... Og þar er
Jesúbarnið í fallegum fötum, ákaflega
fallegum! . . . . liggjandi á hálmi, og María
mey í bláum kjól, og hinn heilagi Jósep
með hlyninn og hann er í rauðum fötum,
og f járhirðarnir með margar kindur ....
Og uxinn og asninn og konungarnir frá
Austurlöndum í herklæðum með mikið
skegg ... . og þeir færa Jesúbarninu gjafir
— ó, hvílikar gjafir! .. . Og fjárhirðarnir
færa honum búðinga. Og þá biðja allir,
f járhirðarnir og konungarnir og prestur-
inn okkar og uxinn og asninn og kórdreng-
irnir og kindurnar, um blessun Jesús ....
Og englarnir koma og færa Jesúbarninu
stjömur.“
Súsanna hafði verið við miðnæturmess-
una síðastliðið ár, og ef til vill trúði hún,
að hún hefði séð þetta allt. Pétur hlustaði
með fögnuði, og þegar hún hafði lokið frá-
sögn sinni, sagði hann:
„Ég ætla að fara til miðnæturmessunn-
ar.“
„Þú ert of lítill,“ sagði móðir hans, sem
var nýkomin inn. „Þú ferð, þegar þú ert
orðinn eins stór og Súsanna.“
„Ég vil fara,“ sagði Pétur og hleypti
brúnum.
„En elsku litli drengurinn minn, kirkjan
er larlgt í burtu og það snjóar mikið. Ef
þú ert góður drengur og ferð að sofa,
muntu heyra miðnæturmessuna í hvítu
kapellunni, án þess að þurfa að fara úr
rúminu þínu.“
„Ég v i 1 fara,“ endurtók Pétur og
kreppti hnefann.
* # % *
„Hver segir ,ég v i 1‘ ?“ sagði dimm rödd.
Það var faðir hans. Pétur bað ekki leng-
ur. Hann var mjög gott barn og skildi
þegar, að það er bezt að hlýða, ef ekkert
annað er hægt að gera.
Þau settust við borðið. Pétur hafði litla
matarlyst. Hann sagði ekkert, en sat og
hugsaði.
„Háttaðu hann litla bróður þinn, Sús-
anna.“
Súsanna fór með Pétur inn í herbergi
með rauðu tígulsteinsgólfi og þar var bolla-
skápur og jafnvel dragkista með marmara-
plötu. I ramma á veggnum hékk ferhyrnd-
ur strigi, sem Súsanna hafði „merkt“ alla
stafi stafrófsins í, blómsturvasa, klukku-
turn og kött. Við fótagafl hjónarúmsins
var ábreiða með rósum, sem fljótt á litið
líktust einhverju kálmeti. Fremst stóðu
litlu rúmin, sem systkinin áttu, og voru
hvít bómullartjöld í kringum þau.
Þegar litli drengurinn var kominn í rúm-
ið og búið að hlúa að honum, dró Súsanna
tjöldin fyrir litla rúmið.
„Nu muntu sjá, hve falleg miðnætur-
messan er í hvítu kapellunni,“ sagði hún.
Pétur svaraði ekki.
Hann fór ekki að sofa. Hann vildi ekki
sofna og hélt augunum galopnum.
Hann hlustaði á fótatak foreldra sinna í
eldhúsinu og skræka rödd Súsönnu, sem
var að lesa í gamalli skræðu, „Glæpir
mannætufélagsins". Svo heyrðist honum
þau vera að borða heslihnetur og honum
varð þungt um hjartaræturnar.
Skömmu seinna kom móðir hans inn í
herbergið, dró tjöldin lítið eitt til hliðar og
beygði sig yfir hann. En hann lokaði aug-
unum og bærði ekki á sér.
Að lokum heyrði hann þau fara út og
loka hurðinn. Síðan var dauðaþögn.
* * * *
Þá fór Pétur fram úr litla rúminu sínu.
Hann leitaði að fötunum sínum í dimm-
unni. Það tók langan tíma. Hann fann
stuttbuxurnar sínar og treyjuna, en ekki
prjónaða vestið. Hann klæddi sig eins. vel
og hann gat og fór í treyjuna öfuga. Og
þrátt fyrir allt erfiði litlu fingranna, var
enginn hnaþpur i réttu hnappagati.
Hann fann ekki nema annan sokkinn
sinn, hallaði sér upp að veggnum og fór í
hann þannig, að hæll sokksins var ofan á
ristinni og þar var svo stór felling, að litli
fóturinn komst ekki nema hálfur í tré-
skóinn, en beri fóturinn skrölti í hinum.
Hann þreifaði fyrir sér, hnaut og skreið
og fann dyr herbergisins. Síðan fór hann í
gegnum eldhúsið, sem var bjart af stjörnu-
skininu, sem lagði inn um gluggann.
Pétur var mjög skynsamur og fór ekki
að hurðinni, sem snéri út að götunni, því
að hann vissi, að hún var læst. En honum
veittist auðvelt að opna hurðina, sem lá
frá eldhúsinu út í gripahúsin.
Kýrin bærði á sér á básnum. Geit stóð
upp, teygði á hálsbandinu sínu og kom til
þess að sleikja hendur Péturs og sagði
„me-e!“ bæði vingjarnlega og raunalega í
senn. Það var eins og hún segði við hann:
„Vertu kyrr í hlýjunni hjá okkur. Hvað
ætlar þú, sem ert svona lítill, að gera út
í allan snjóinn?“
I skímunni frá þakglugganum, sem var
þakinn kóngulóarvef jum, gat hann dregið
slána frá hurðinni með því að tylla sér á tá.
Svo-var hann kominn út .í djúpan og
kaldan snjóinn.
# * * *
Húsið, sem foreldrar Péturs bjuggu í,
var eitt út af fyrir sig hálfa mílu frá kirkj-
unni. Fyrst lá vegurinn til hægri og þá var
kirkjuturninn beint framundan.
Pétur lagði hiklaust af stað.
Allt var þakið snjó, vegurinn, runnarnir
og trén á akrinum. Og snjókornin þyrluð-
ust í loftinu eins og litlir boltar.
Pétur sökk upp að öklum í snjóinn. Litlu
tréskórnir hans urðu þungir af snjó. Snjór-
inn huldi hár hans og herðar eins og hvít
slæða. En hann fann ekkert til þess, því að
ferðalokum bjóst hann við að sjá Jesú-
barnið, guðsmóðurina, konungana úr austri
og englana, sem héldu á stjömunum —
og nú var þetta allt ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum hans.
Hann hélt stöðugt áfram, og það var eins
og þessi sýn drægi hann áfram. En hann
var þegar farinn að ganga'hægar. Snjórinn
blindaði hann. Hann þakti allan himininn
eins og bómull. Pétur kannaðist orðið
ekkert við umhverfið og vissi ekki, hvar
hann var.
Litlu fæturnir hans voru nú orðnir blý-
þungir. Honum var hræðilega illt í hönd-
unum, nefinu og eyrunum. Það snjóaði
niður á hálsinn á honum og treyjan hans
og skyrtan var rennvot.
Hann hrasaði og datt um stein og
missti annan tréskóinn. Harm skreið lengi
Framhald á bls. 45.