Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 38

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 38
36 VIKAN, nr. 51—52, 1941 til þess að geta str’ax bætt fyrir kulda Louise, þegar búið væri að kynna þau, og verði sér- staklega elskuleg. Þessum unga manni skyldi ekki vera vísað á bug, ef hún réði nokkru. „Ég hefi alltaf verið að vonast eftir að hitta yður eiiihvers staðar, ungfrú Fitzmaurice,“ sagði Wrayson rólega. Louise hrökk lítið eitt við óg sársaukadrættir komu á andlit hennar. „Hvað vitið þér, hvað ég heiti?“ spurði hún. „Faðir yðar, Fitzmaurice ofursti, er einn af beztu vinum mínum,“ svaraði hann alvarlega. „Ég heimsótti hann í gær og kom ekki til bæjarins fyrr en í morgun. Afsakið, en þér eruð allt í einu eins og eitthvað gengi að yður?“ Kinnar Louise voru orðnar náfölar. Barónsfrú- in sparkaði í fót hennar undir borðinu og með mikilli áreynslu tókst Louise að fá málið aftur. „Hvernig gátuð þér vitað, að Fitzmaurice ofursti væri faðir minn?“ spurði hún aftur lágt og tók andköf. „Ég fann mynd af yður í myndahefti systur yðar,“ svaraði hann. Þetta svar virtist róa hana. Hún hallaði sér ofurlítið í áttina til hans. Hljómsveitin spilaði nú svo hátt, að hún gat talað við hann, án þess að aðrir heyrðu. „Herra Wrayson," sagði hún. „Þér megið ekki álíta mig óvingjarnlega. Ég veit vel, að ég á- yður mikið að þakka og þér hafið næstum rétt til að krefjast skýringa af mér. Og þó bið ég yður að fara — án þess að spyrja mig nokkurs. Ég bið yður að trúa mér, þegar ég segi yður, að það er enginn ávinningur við að halda þess- um kunningsskap áfram.“ Wrayson hrökk við. Hún sagði þetta svo alvar- lega og augnaráðið sagði ekki minna. Þegar hann hugsaði seinna um þessi orð, hafði hann ekki hugmynd um, hvað hann hefði ætlað að segja til að fá hana ofan af þessari ákvörðun, sem auðsjáanlega var fullkomin alvara hennar. En áður en hann gat áttað sig svo mikið, að hann gæti svarað, tók barónsfrúin fram í fyrir honum. „Louise," sagði hún bliðlega. „Finnst þér þessi staður ekki of opinber fyrir einkamál og vilt þú ekki kynna mig fyrir vini þínum?“ Wrayson, sem hafði óttazt að verða sendur burtu, sneri sér strax, já, næstum allt of ákafur, að barónsfrúnni, sem brosti elskulega til hans. Louise hikaði andartak, en hún brosti ekki, þegar hún beygði sig fyrir því, sem var óhjá- kvæmilegt. „Þetta er herra Wrayson," sagði hún rólega. „Barónsfrú de Sturm.“ Barónsfrúin lyfti brúnum og horfði beint á unga manninn; en engin breyting varð á alúð- legri framkomu hennar: „Mér finnst ég hafa heyrt yðar getið nýlega,“ sagði hún. „Er það kannske einhver annar, sem heitir sama nafni? Viljið þér ekki setja yður niður og drekka kaffi með okkur og reykja eina sígarettu ?“ „Við getum víst ekki hertekið herra Wray- son,“ sagði Louise ofurlítið kuldalega. „Þar að auki hefir þú líklega alveg gleymt, hvað klukk- an er, Amy?“. Wrayson hafði dregið stól að borðinu. „Ég er aleinn,“ sag;ði hann, „og væri mjög þakklátur, ef ég mætti vera kyrr.“ „Já, hvers vegna ekki?“ sagði barónsfrúin og rétti honum sígarettuveski sitt. „Þér getið ef til vill ráðið fram úr vandamáli, sem við vor- um að ræða. Er það viðeigandi, herra Wray- son, fyrir tvær konur, aðra miðaldra, að fara í eitt leikhúsið hér í London, án þess að karlmað- ur sé i fylgd með þeim?“ Wrayson leit af Louise á barónsfrúna. „Má ég spyrja,“ sagið hann brosandi, „hvor ykkar það er, sem er miðaldra?“ Barónsfrúin hló lágt og kipraði augun ofur- lítið saman, henni hafði alltaf reynzt það vel. „Við verðum áreiðanlega góðir vinir, herra Wrayson,“ sagði hún fjörlega. „Þama sitjið þér skjálfandi á beinunum og þorið þó að slá gull- hamra. Þar að auki eru þetta fyrstu gullhamr- arnir, sem mér hafa verið slegnir í marga mán- uði. Þér skulið ekki vera hæddur; Louise er ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera. Ég leyfi henni alls ekki að hrekja yður á brott. Jæja, nú verðið þér að svara spurningu minni. Getum við Louise farið í þennan hræðilega leíðangur ?“ „Nei, alls ekki,“ svaraði hann alvarlega, „þegar karlmaður er viðstaddur, sem ekkert vildi fremur en bjóða fylgd sína.“ Barónsfrúin klappaði saman lófunum. „Heyrir þú, Louise?“ sagði hún. „Já, ég heyri,“ svaraði Louise rólega. „Þú ert i hræðilegu skapi, kæra barn,“ svar- aði barónsfrúin. „En þrátt fyrir óhæfilega fram- komu þína, sting ég samt upp á, að við förum í leikhúsið með Wrayson, vini þínum, ef honum er alvara.“ „Ég fullvissa yður um, að þér veitið mér mikla ánægju, með þvi að leyfa mér að gera yður greið'a," svaraði hann. Barónsfrúin horfði geislandi augnaráði á hann og stóð upp. „Þér komuð einmitt í tæka tíð til að bjarga mér frá örvinglun,“ sagði hún. „Ég er ekki vön að fara fylgdarlaust og er ekki eins óháð og Louise. Heyrið þér,“ bætti hún við og ýtti buddu yfir borðið til hans. „Þér verðið að borga reikn- inginn fyrir okkur, á meðan við förum í kvöld- kápumar. Viljið. þér svo biðja um vagninn minn, og síðan hittumst við í forsalnum." - „Með ánægju,“ svaraði Wrayson og stóð upp, þegar þær gengu frá borðinu. „Ég hringi og bið um einar svalirnar í „Alhambra“. Þar er dásam- legur „ballett", sem allir vilja sjá.“ Hann kallaði á þjóninn og borgaði reikninginn úr óvenju fullri buddu. Þegar hann setti skipti- myntina aftur ofan í, gat hann ekki komizt hjá að sjá bréf, sem var hinum megin í töskunni. Bæði frímerki og utanáskrift var á bréfinu. Honum fannst hann strax kannast við nafnið á bréfinu. Hvar hafði hann nýlega heyrt nafnið frú de Falbain? Það gat ekki verið langt síðan og hann gat ekki gleymt nafninu í marga daga. Louise og barónsfrúin gengu þegjandi að fata- geymslunni. Barónsfrúin horfði dálítið forvitnis- lega á Louise, á meðan þær voru að klæða sig. „Svo að þetta er herra Wrayson?“ sagði hún. „Já,“ svaraði Louise stutt í spuna. „Ég vildi óska, að þú hefðir látið hann fara!" Baró'nsfrúin hló. „Kæra barn,“ sagði hún „hvers vegna? Mér virðist hann vera mjög álitlegur ungur maður og þar að auki getum við ef til vill haft gagn af honum! Hver veit?“ Louise yppti öxlum. Hún stóð og beið, á meðan barónsfrúin púðraði sig. „Þú gleymir, að ég stend þégar i mikilli þakkarskuld við herra Wrayson," sagði hún rólega. Barónsfrúin leit fljótt í kringum sig, henni fannst vinkonan nokkuð óvarkár. „Þú ert mjög skemmtileg, góða,“ sagði hún. „Ertu kannske búin að fá einhverjar grillur?" Louise sneri sér við og gekk að hurðinni. „Þú skilur mig alls ekki,“ sagði hún. „En nú. skulum við fara að koma okkur af stað.“ IX. KAPlTULI. Barónsfrúin lét nefgleraugun síga niður og sneri sér að Wrayson. „Lítið á,“ sagði hún, „það er maður niðri á áhorfendasvæðinu, sem virðist hafa meiri áhuga á okkur en sýningunni sjálfri. Ég sé ekki rétt vel, enda þótt ég hafi nefgler- augun, en ég imynda mér — nei! — ég er alveg sannfærð um,' að ég kannast við andlit hans.“ Wrayson, sem sat aftar á svölunum, hallaði sér- fram í stólnum og leit niður. Þetta var alveg rétt og mjög greinilegt, að maðurinn, sem baróns- frúin átti við, hafði mjög mikinn áhuga á þeim. Wrayson hleypti lítið eitt brúnum, um leið og- hann heilsaði manninum. „Ó, þér þekkið hann,“ sagði barónsfrúin. „Þetta. er ef til vill vinur yðar?“ „Hann er í sama klúbb og ég,“ svaraði Wray- son. „Hann heitir Heneage. Fyrirgefið þér! Ég vona, að þetta hafi ekki verið mér að kenna.“ Barónsfrúin hafði misst gleraugun á gólfið. Hún. beygði sig strax niður til að ná í þau og vildi alls ekki leyfa Wrayson að hjálpa sér. Þegar hún reis upp, ýtti hún stólnum sínum aftur á bak. „Þetta var minn eigin klaufaskapur,“ sagði hún. „Hér er mikið betra að sitja. Ljósið skín svo skært á fremstu sætin. Þú hefir haft vit fyrir- þér, Louise, að setjast aftar." Hún sneri sér að ungu stúlkunni um leið og" hún sagði þetta, og Wrayson ímyndaði sér, aS>- tvær meiningar væru í þessum orðum, ef dæma átti eftir augnatillitinu, sem konurnar sendu hvor annarri. Ósjálfrátt hallaði hann sér aftur fram.. Heneage starði stöðugt upp til þeirra, en. ómögulegt var að lesa neitt af svip hans, ekki. einu sinni forvitni. Þegar augu þeirra mættust, stóð Heneage upp» og yfirgaf sæti sitt. „Þér þekkið kannske vin minn?“ sagði Wray- son. „Hann er eiginlega mjög sérkenn'ilegur mað- ur.“ Barónsfrúin yppti öxlum. „Við Louise erum al- heimsmanneskjur,“ sagði hún. „Við ferðumst svo mikið og hittum svo margt fólk, sem við munum. ekki einu sinni, hvað heitir, er það ekki, góða?“ Louise kinkaði kolli til samþykkis. Þessi litli viðburður virtist ekki hafa vakið áhuga hennar. Hún virtist aðeins taka eftir sýningunni, sem hún hafði beint allri athygli að frá því fyrsta. Oftar en einu sinni gerði Wrayson sér í hugar- lund að eftirtekt hennar væri uppgerð, og að hún væri svona áhugasamur áhorfandi til að kom- ast hjá öllum samræðum. „Dansinn hérna er dásamlegur," sagði hún. „Ég held, að þið hafið ekki tekið eftir honum, einkum ekki þú, Amy!“ Bretar önnum kafnir í Tobruk í Libyu. Italskar og þýzkar flugvélar gerðu loftárásir á virki Breta við Tobruk í Libyu, þegar f jöldi brynvarinna bifreiða og fót- göngulið var á verði á næstu grösum. Brezkar vélbyssur og loftvarnabyssur voru teknar í notkun og árásinni var hrundið. Fremst á myndinni er brezkur hermaður að skjóta af vél- byssu sinni á flugvél og á bak- sviði myndarinnar sést reykur úr yfirgefnum ítölskum skot- færabíl, sem varð fyrir sprengju og kviknaði í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.