Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 29

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 29
yiKAN, nr. 51—52, 1941 27 Branley er einkaskóli fyrir ungar stúlk- ur. Hann er einn af beztu og mest metnu skólunum í nágrenni London. Enskutíminn var búinn og ungu stúlk- umar — sextán ára telpukrakkar — flýttu sér hlæjandi og masandi út úr stofunni. Jennifer Lamport andvarpaði. Hún hafði farið yfir „Macbeth" með stúlkunum og staldrað við orð Shakespeares um svefn- inn sem dauða eftir líf hvers dags, hress- andi bað eftir erfiði vinnunar, smyrsl á þjakaða sál. Hún kinkaði kolli. Bara að ungu stúlkurnar yrðu ekki búnar að gleyma þessum orðum, þegar þær yrðu nægilega gamlar til að skilja þau. Hún brosti allt í einu. Ungu stúlkumar! Hvað var hún annað en ung stúlka sjálf! Það var tíu ára munur á henni og þeim. En Jennifer var kennslukona og þótti vænt um starf sitt. William sagði, að hún væri rieydd til að vera kennslukona. En það var háð í rödd hans, þegar hann sagði það. Hann stríddi henni með því, að hún væri hvöss og tepruleg kennslukona. Jennifer andvarpaði. Hana langaði til að kæra sig kollótta um, hvað William segði, en hún gat það ekki. Hann kallaði hana að gamni sínu „dyggðum prýdda ítroðningsvél.“ Hún tók upp púðurdós úr kennaraborðs- skúffunni og þurrkaði af speglinum með löngum og grönnum fingri. Hún var ung — f jörug — og lagleg. Já, lagleg. Blátt áfram falleg. En William sá það ekki. „Itroðnings- vél“ — það var hlægilegt. Og svo skyldi það vera William, sem sagði það. William var sjálfur kennari. Jennifer var sannfærð um, að hann mundi komast hátt. Hann kom þrisvar í viku og kenndi líffræði og Branleystofnunin borgaði dr. William Canfield svo hátt kaup, að hann gat varið öllum stundum sínum þar fyrir utan á efnarannsóknastofu sinni. Hann var bæði bróðurlegur og háðsleg- ur og hvort tveggja var álíka andstyggi- legt. Hún hafði reynt að malda ofurlítið í móinn nú í morgun, þegar þau voru að tala um, hvert þau ættu að fara um kvöldið. Þá hafði hann sagt: „Ekki til að tala um. Við förum í Piccolino-klúbbinn, því að ég hefi heyrt, að jazz-hljómsveit Sammy Slades geti jafnvel yfirunnið ströngustu kennslu- konur. Og reyndar langar mig til að sjá, hvort þú ert líka svartklædd á kvöldin." Jennifer hleypti brúnum. Báðir kvöld- kjólarnir hennar voru nefnilega svartir. Hún gat auðvitað keypt sér nýjan kjól, en svart klæddi hana bezt. Jennifer and- varpaði og lokaði púðurdósinni. Hún ætl- aði ekki að kaupa nýjan kjól fyrir kvöldið. Hljómsveit Sammy Slades spilaði af öll- um kröftum í Piccolino-klúbbnum og Jennifer varð stöðugt gramari og gramari. Henni leiddust nætur-klúbbar og William hafði strítt henni með því, en hún neitaði því sárgröm. Hún var sannfærð um, að William leiddist líka nætur-klúbbar. Það var mjög fjörugt og óþvingað í Piccolino-klúbbnum. Fólkið við borðin þrjú í horninu þeirra spaugaði. hvert við annað á milli borðanna. Einkum virtist William og ljóshærð stúlka við eitt hinna borðanna skemmta sér vel við það. Hljómsveitin hætti að spila. „Það á auðvitað illa við,“ — ljóshærða stúlkan horfði á öll borðin þrjú í einu — „en mig langar svo óumræðilega mikið að lesa upp — ég veit ekki hvort þið þekkið „Harmakvæði dansmeyjarinnar“. Hún fór með kvæðið. Allir hlógu, en William hló þó mest. Hann snéri sér að Jennifer og var enn hlæjandi. „Nú er komið að þér. Þú verður að leggja fram þinn skerf við skemmtunina.“ Hann var sannfærður um, að hún mundi ekki gera það. En Jennifer stóð upp og sagði brosandi: „Já, gjarnan. Ég held, að ég vilji helzt syngja.“ Hún ýtti stólnum sínum aftur á bak og gekk út á litla auða svæðið milli borðanna þriggja. Hún horfði niður fyrir sig og byrjaði að syngja með blíðri og barnalegri röddu. Það var kvæðið um ferð Músa- Péturs. Það var frásögn af músinni, sem hljóp upp klukkuna. En kvæðið var breytt. Börn eru ekki alltaf eins og þau eiga að vera og Jennifer og Angela systir hennar höfðu leikið sér að því að breyta barna- söngvunum og nú var það kvenmannsfótur en ekki klukka, sem músin hljóp upp eftir. Lagið og hljómfallið var jafn barnalegt og sakleysislegt og þannig söng Jennifer líka vísuna. Með feimnislegu látbragði gaf hún áheyrendunum til kynna, hvernig músin hljóp upp annan fótinn og niður hinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.