Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 45

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 45
VIKAN, nr. 51—52, 1941 43 Ástamál Bjarna Thorarensens. Framhald af bls. 12. Elínar á heimilinu í Gufunesi er ekki kunnugt, nema ef vera skyldi, að ummæli Bjama í áðurnefndu bréfi frá 15. ágúst 1820 skyldu eiga við hana. Hann hafði þá sótt um RangárvallasýslU, vegna þess að móðir hans vildi fá hann þangað til sín, en bjóst þó eins við að fá Árnessýslu, sem og varð. Kveðst hann þó vera „elskusátt- ur, þó ég fái hvoruga, þar ég þó hefi sótt um Rvs. og því ei svikið móður mína, en treysti mér nú, þar ég hefi fengið betri ráðskonu, vel til að lifa hér.“ Það er auð- vitað alveg óvíst, að þessi ummæli Bjarna eigi við Elínu og hún hafi verið ráðskona í Gufunesi, en ólíklegt er það ekki. En hitt er víst, að mælt er, að hún hafi verið þjón- usta húsbónda síns. Lagði hún sig alla fram til þess að leysa þann starfa sem bezt af hendi, enda duldust Bjarna eigi heldur kvenlegir kostir hennar og eigi sízt fyrir þá sök, hvemig högum hans var þá háttað, eins og fyrr er á vikið. 3. Bjami býr með Elínu. Sú varð nú raunin á um sumarið, að þau Bjami og Elín gerðustallværhvortaðöðru, sem stundum kann verða. Urðu mest brögð að því um þær mundir sem Bjarni fekk uppsagnarbréfið frá heitkonu sinni, en áður en hann reið til kvonbænanna vestur í Stykkishólm. Báðum var þeim það auðvit- að ljóst, að um sambúð þeirra vara ein- ungis tjaldað til fárra nátta, ef svo má að orði kveða. Að hugsunarhætti þeirra tíma gat það naumast komið til mála, að maður með slíka stöðu og mannvirðingar í þjóðfélaginu, sem Bjarni hafði, léti sér til hugar koma að ganga að eiga fátæka og umkomulausa almúgastúlku, hversu vel sem henni hefði að öðm leyti verið farið. Þetta vissi Elín að sjálfsögðu engu síður en hann. Henni hefir því vafalaust verið Ijóst frá byrjun, að hún myndi skamma stund fá hans að njóta. Það má og fullvíst telja, að öllu nánara samlífi hafi verið slitið þeirra á milli, eftir að Bjarni fekk Hildar seint um sumarið. En er líða tók fram á haustið, fann Elín, að hún var kona eigi einsömul. Kom hún þá að máli við Bjarna og tjáði honum af högum sínum og bað hann að sjá ráð fyrir sér, það er þeim báðum stæði minnst vandræði af. Þótti Bjama tíðindi þessi ekki góð. Hann sá þegar, hvílíkur álits- hnekkir það myndi verða sér, ef hann yrði ber að barneign með almúgastúlku, -sem auk þess var í þjónustu hans. Óvildar- menn hans myndi og án efa nota það eftir föngum gegn honum til þess að hefta frek- ara frama hans. Þar við bættist svo það, að hann var nýlega kvæntur, og þóttist hann vita, að kona hans myndi taka þetta allnærri sér. Honum hugkvæmdist því eigi annað ráð vænna en gifta Elínu einhverj- um sæmilegum manni, er hann gæti fengið henni til handa. Með því var sóma þeirra keS&ja borgið á viðunanda hátt, enda vissi hann, að þetta ráð hafði oft vel gefizt, er líkt stóð á. En þá var að velja réttan mann til þessa hlutverks, og það þurfti að gerast sem fyrst. 4. Frá Guðmundi Þorgeirssyni. Um þessar mundir var vinnumaður sá hjá Bjarna, er Guðmundur Þorgeirsson hét, kominn nokkuð yfir fertugt. Hann var ættaður úr Skagafirði, sonur Þorgeirs Önundarsonar í Kýrholti í Viðvíkursveit, Guðmundssonar í Efra-Ási í Hjaltadal, Oddssonar á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, Önundarsonar. Meðan Guðmundur dvald- ist norður í átthögum sínum, hafði hann eignazt son þann, er Jón hét. Sá var fædd- ur á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð árið 1800, var dæmdur fyrir stuld 19 ára gamall, og er sagt, að hann hafi síðar farið út í Vestmannaeyjar, en eigi veit ég sönnur á því. Litlu eftir aldamótin fór Guðmundur suður á land og dvaldist þar í ýmsum stöð- um á Innnesjum og suður með sjó. I Reykjavík eignaðist hann .son með ekkju þeirri, er Guðrún Sigurðardóttir hét og bjó í Götuhúsum. Hann hét Sigurður, var fæddur 1806 og bjó síðar lengi í Sauða- gerði við Reykjavík. Hann var faðir Þor- kels á Nýlendugötu 22, föður Helga klæð- skera og þeirra systkina. Guðmundur var vel að sér um margt. Hann var verklundar- maður og kunni vel til starfa bæði á sjó og landi. Kvenhollur þótti hann nokkuð, en þó enginn flysjungur, forsjármaður að ýmsu leyti, fornmannlegur nokkuð í hátt- um. Ekki er kunnugt um, hversu lengi Guðmundur hafði verið í Gufunesi, en víst er um það, að Bjarna var vel til hans vegna trúmennsku hans og dugnaðar. 5. Bjarni giftir Elínu. Bjarni kom nú að máli við þennan vinnu- mann sinn um konumálin og lét hann skilja, hvað við lægi. Guðmundur kvað sér að sönnu hafa getizt vel að Elínu jafnan, en svo segði sér hugur um, að torgætar myndi sér verða ástir hennar. Þó kvaðst hann mundu á þetta hætta með forsjá Bjarna, ef Elín vildi því samþykkjast. Lét og Bjarni hann skilja, að engan kostnað skyldi hann hafa af barni Elínar. Þegar Bjarni hreifði þessari ráðagerð við Elínu, varð hún fremur fá við, en kvaðst þó mundu hlíta hans ráðum um þetta. En engu vildi hún heita um samfarir sínar við Guðmund, kvaðst aldrei hafa ætlað þar mannsefni sitt, sem hann var. En hvort sem þetta mál var knjáð lengur eða skem- ur, trúlofuðust þau Guðmundur og Elín litlu síðar, og þann 5. nóvember 1820 voru þau gefin saman í Gufunesskirkju. Var Bjami assessor, húsbóndi þeirra, annar svaramanna. Guðmundur var þá 43 ára, en Elín 23 ára gömul. 6. Elín fer austur að Bakkahjáleigu. Fædd Sigríður í Skarfanesi. Eigi var lokið afskiptum Bjama af þessu máli, þótt þau Guðmundur og Elín væm nú gengin í hjónaband. Auðsætt virðist, að hann eða Elín eða öllu heldur bæði þau hafa ógjarnan viljað, að bam hennar fæddist á heimili hans í Gufunesi, og er það meira en skiljanlegt. Skömmu eftir giftinguna fór Elín því frá Gufunesi og austur að Bakkahjáleigu í Landeyjum, en Guðmundur, maður hennar, var eftir fyrir sunnan. Um þessar múndir bjuggu í Bakkahjáleigu merkishjónin Þorsteinn Magnússon og Katrín Tómasdóttir frá Ey- vindarholti. Þau fluttust síðar á föður- leifð Þorsteins að Núpakoti undir Eyja- fjöllum og bjuggu þar lengi við góð efni og mikið barnalán. Eins og kunnugt er, var Bjarni Thorarensen upp alinn að Hlíð- arenda í Fljótshlíð og hlýtur því að hafa verið kunnugur Bakkahjáleiguhjónunum frá uppvaxtarárum sínum þar eystra, en þau hjón vom á líkum aldri og hann. Þegar þess er hins vegar gætt, að þau Guðmundur og Elín voru bæði ættuð norð- an úr landi og áttu áreiðanlega engin kynni austur um Landeyjar og Fljótshlíð og höfðu meira að segja sennilega aldrei svo mikið sem komið þangað, þá virðist það engum vafa undirorpið, að Elín hafi farið austur að Bakkahjáleigu til þess að ala barn sitt að ráði og útvegun einhvers annars. En þar getur engum öðrum verið til að dreifa en Bjarna. Er líklegt, að hún hafi verið ráðin þangað sem vetrarstúlka að yfirskini, en undirmál hafi verið um hitt. Þar var Elín síðan, það sem eftir var vetrarins. En snemma um vorið, þann 19. apríl 1821, ól hún barn sitt. Það var mær, og var hún skírð Sigríður og auðvitað kölluð Guðmundsdóttir. Litlu eftir að Elín var heil orðin, fór hún aftur suður að Gufunesi til manns síns. En Sigríður litla varð eftir í Bakkahjáleigu fyrst um sinn. Skildust þannig skjótt leiðir með henni og móður hennar, enda hafði hún aldrei neitt af foreldrum að segja upp frá því. Skal nú hér frá hverfa um hríð og segja nokk- uð frá því, hvað á dagana dreif fyrir þeim Guðmundi og Elínu eftir þetta.“ Að lokum skal hér birt eitt gullfallegt kvæði eftir Bjarna Thorarensen: Kysstu mig aftur. Undrast þú ekki, mín Svava, þó ei nema’ á stangli orð fái’ eg- eitt í senn flutt af andþrengslum megnum — og að þig aftur ég nálgist, þó áðan við kysstumst; ýttu mér ekki samt frá þér, ég á nokkuð hjá þér. • Manstu ei, að munir okkrir þá mættust I dyrum? Sála mín þá, mín Svava, þér settist á varir, þóttist hún rik, þar á rósa þeim rauða beð lá hún; enn þar hún dottar í dái og dreymir þig, Svava, Veizt þú nú, líf mitt, hin ljúfa, þér liggur á vörum; leyfðu’, að það sofanda Sjúgi’ eg úr sólfagra beðnum; láttu ei bana mig biða, ég bið þig, mín Svava; gefðu mér önd mina aftur og aftur mig kysstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.