Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 17

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 51—52, 1941 15 halda á ungbarni Eftir HEYWOOD BROUN iWffl lltaf síðan þá daga, sem Adam fjjjlg pældi og Eva spann, hefir verið látið svo, sem það þyrfti eitthvert sérstakt lag til þess að þvo diska og þurrka af ryk, og að það væru kon- ur einar, sem hefðu það lag til að bera. Væri fróðlegt að vita, hvað karlmennimir hafa sparað sér mörg spor á þennan hátt. Karlmenn byggja brýr og leggja jámbrautir yfir eyðimerkur, samt sem áður viðurkenna þeir með mestu ánægju, að þeim sé um megn að festa á sig hnapp. Þar af leiðandi festa þeir ekki á sig hnappa. Það mætti náttúrlega segja með nokkrum rétti, að það sé svo miklu þýðingarmeira að festa og halda uppi brúm enn bux- um, að verkaskipting sé réttmæt. En margir okkar karlmannanna hafa aldrei á ævi sinni lagt járnbrautir eða byggt brýr, en teljum það þó fyrir neðan karlmannsvirðingu okkar að snerta á hinum svonefndu kvenna- verkum. Liklega hefðu karlmennirnir ekki verið einfærir um að viðhalda þess- ari fráleitu skoðun á getuleysi karl- mannsins á þessu sviði. En þegar einu sinni var búið að ákveða sér- stöðu konunnar, þá fóru konumar sjálfar að leggja stórýkta áherzlu á hennar dýrðlegu þýðingu, og karl- mennimir flýttu sér að taka undir. Fleira kemur hér til greina. Líf- fræðin er svo ónærgætin að láta kon- una standa miklu ver að vígi en karl- manninn. Karlmennirnir hafa notað þessa aðstöðu til þess að skapa þá trú, að þar sem það séu konur einar, sem gangi með bömin, þá hljóti það líka að vera eingöngu þeirra verk að gæta þeirra. Þetta er þó hlægileg staðhæfing. Margt af því, sem gera þarf fyrir bömin, útheimtir engar sérstakar gáfur. Karlmenn þykjast ekki geta þvegið bami í framan, af því að þeir halda að starfið sé ekki sérlega skemmtilegt, hvort heldur baminu er þvegið að ofan eða neðan. Karlmenn þykjast jafnvel ekki vita, hvemig eigi að halda á ungbami. Upp úr þessu hefir svo vaxið sú merkilega kórvilla, að það tilheyri hinum fínni listum að kunna að halda á ungbami, eða að öðmm kosti sé það dásamleg gáfa, gefin konum ein- um, og tekin að erfðum frá mæðr- unum lið fram af lið. Skáldkona ein tekur svo til orða: „Það, sem Ríkarður furðaði sig mest á var það, hvað Elinora fór höndug- lega með Önnubellu. Það var eins og fingur hennar finndu af sjálfu sér þá staði, þar sem ungbamslíkam- anum var nauðsynlegastur stuðning- ur.“ Þá staði, ekki nema það þó. Það er ekki mikill vándi að halda á ung- bami annar en sá, að snúa rétta endanum upp. Það er hægt að halda á bami á 152 mismunandi vegu — og alla rétta. Að minnsta kosti duga þeir. Likami bamsins er svo mjúkur, að hver og einn sem tekur þétt á því og örugt, tekur rétt á því. „Ef Ríkarður reyndi að taka um barnið, náði hann engum tökum á því og missti það. En Elinora brosti þá blíð- lega og fékk honum eitthvert karl- mannsverk, en sjálf huggaði hún Önnubellu." Þið getið reitt ykkur á að Ríkarður hefir líka brosað, þegar hann var óhultur kominn að ein- hverju karlmannsstarfi, t. d. farinn að leika golf. Það er nokkuð almenn trú, að kona þurfi ekki annað en að eignast barn, til þess að kunna að fara með það. Það á að vera eðlishvöt. Hvað eftir annað segja ömmurnar sigri hrós- andi: „Þetta er nokkuð, sem ekki verður lært af bókum eða í skólum. Náttúran sjálf er besti kennarinn." En það er blátt áfram ekki satt. Margar mæður hafa lært langtum meira af Holt lækni í þessum efnum, en af eðlishvötinni, og þó er Holt læknir karlmaður. Ég hefi séð mæð- ur gefa vöggubörnum bjór, makka- róní og ískrem. Hafi það verið eðlis- hvötin, sem því réði, þá er hún tæp- ast lengur eins örugg og hún hefir áður verið. Eg hefi trú á því að foreldrarnir eigi að hafa jafnar skyldur og ábyrgð. Við karlmennimir höfum losað okkur við mikið erfiði, með því að koma okkur undan barnfóstrinu. En við höfum líka farið á mis við mikla ánægju, alveg sérstakrar teg- undar. Böm em einskis virði álengd- ar Sjálfra okkar vegna ættum við að hætta þessum getuleysislátum og heimta að fá að öllu leyti helming bamsins. Ég vona að það verði hægt að koma þessu til leiðar, án þess að við verðum um leið skyldaðir til að taka helming uppþvottanna. Ég býst ekki við að það geymist nein dulin ánægja í því að þvo upp leirtau. Það er allt öðru máli að gegna að þvo börn. Leirinn gefur ekkert bergmál. En þegar þú ert búinn að þvo ein- hverjum í framan, þá muntu komast að raun um að þú þekkir hann betur á eftir. Andlit bamsins geymir alls konar möguleika. Það er mjög gam- an að sjá, hve lengi er hægt að skmbba það, án þess að hljóð komi úr- homi. Það fylgir því líka alveg sérstök ánægjutilfinning að gera hina hvers- dagslegustu hluti fyrir börnin. Þegar þú hefir lokið því fremur erfiða starfi að hátta bam og búa það til sæng- ur, þá finnst þér þú vera merkilega þýðingarmikil persóna, næstum þvi eins og værir þú þjónn guðs hér á jörðu. Það er ekki eins hressandi að klæða bamið,. Það verður oft erfitt og leiðinlegt, bæði fyrir föður og bam. Þó þekki ég mann, sem gat gert það að ævintýri. Hann var bíla- vélfræðingur og fékkst mikið við kappakstur. Hann notaði starfsmál sitt heima fyrir og hældi sér af því, að hann hefði sett heimsmet í því að £ | I I Burstavörur allar tegundir fyrirliggjandi m RiKJAl <# er bráðskemmtileg aflestrar. Ágœt jólagjöf. finna nýjar og hraðari aðferðir til þess að klæða barn. Hann var þög- ull maður og bar venjulega margar öryggisnælur í munni sér. Hann var ekki að eyða tímanum í það, að ganga eftir barninu, heldur lagði hann það á gólfið og byrjaði um- svifalaust að klæða það. Honum tókst allt af að ljúka við starf sitt, áður en barnið fékk ráðrúm til að reka upp org. Hann varð aldrei undir i þeirri viðureign. Þá er ekki leiðinlegt að gefa bam- inu mat. Ég efast um að nokkur hafi lifað undraverðara augnablik en það að gefa barni ískrem í fyrsta sinn. Fyrst kemur óttaslegin andstaða bamsins, af þvi hvað ísinn er kald- ur og síðan undrandi hrifning', þegar þetta undarlega efni bráðnar og verður dýsætt og notalegt á bragðið. Jafnvel golf verður léttvægt fund- ið, borið saman við þá dásamlegu skemmtun að fara með ungum syni sínum í dýragarðinn í fyrsta sinn og sýna honum ljón, tígrisdýr og um fram allt, fíl. Líklega heldur hann að þú hafir sjálfur búið öll dýrin til, honum til skemmtunar. Jafnvel hinn aumasti maður getur orðið að vitrum töframanni i aug- um barnsins. Það er þess vert að nota tækifærið, áður en það tapast. Sá dagur hlýtur að koma að hinn allra fróðasti faðir neyðist til að segja: „Ég veit það ekki.“ Á þeim degi yfirgefur barnið Paradísargarð- inn sinn og faðirinn verður aftur að- eins venjulegur maður. Húsráð. Þvoið undirföt og öll föt, sem eru næst húðinni, áður en þér farið í þau í fyrsta sinn. Gott er að draga þræði úr efni með fíngerðri heklunál eða prjóni. Eftir að hakkavélin hefir verið not- uð og þvegin vel, er gott að nudda hana með klút vættum í „glycerini“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.