Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 12
10 VIKAN, nr. 51—52, 1941 verkfæri í hendi drottins? Hahaha! Það máttu eiga, séra BjÖrn, að þér verður mikið úr litlu! Nei, sannleikurinn er sá, að drottinn hefir verið naumur við mig — mjög naumur ... Mögur sýsla — miklar fjarlægðir — engin böm, en kona, sem rækir kirkju — þetta er það, sem fallið hefir í minn hlut. í stuttu máli sagt: Mikill þorsti, en of lítið að drekka! Séra Björn snýtti sér rösklega. Nú, nú! Og sem auka-plágu verð ég svo að dragn- ast með prest, sem telur staupin ofan í mig. Telur staupin! Ég kæri mig ekki um staup, sem ég get talið, séra Bjöm. Sjór er sjór og pollur er pollur! Ég vil finna leysinguna innra með mér — finna, að ég er dauðlegur! Þegar ís skynseminnar fer að bráðna, þá fyrst byrjar hjartað að lifa — ofar allri lögfræði, guðfræði, stærð- fræði — og málfræði! Hefir þú aldrei hugsað um það, hvernig hesti muni vera innanbrjósts, sem stendur pg bíða eftir því, að fullur maður, sem dottið hefir af baki hans, vakni? spurði séra Bjöm. Fjandinn hirði alla hestaþanka og prestaþanka! sagði Lýður hlæjandi: Drott- inn og þú — það er eins og ég og Jón fangi! Ég hefi dæmt Jón í fangelsi og fal- ið honum að hirða kýmar! Og hefir drott- inn ekki á sama hátt falið þér að gæta sauða sinna — og hafra? . . . Þ e 11 a er svei mér tunna! Og vissulega var það tunna, það var meira en tunna, það var áma. Lýður ýtti þegjandi við henni og lagði að eyrað með hátíðlegri eftirvæntingu: Klúnk, heyrðist í henni — Lýður endurtók það: Klúnk, klúnk . . . Það hljómar vel. Ekki eins og vatn, ekki heldur eins og brennivín, það gæti verið eitthvað þykkara . . . Guð gefi, að það sé nú ekki sýróp! Lýður kunni öll tök á að taka upp tunnu, allt fór fram eftir settum reglum — og það vætlaði rautt og þykkt eins og blóð með tappanum. Lýður sneri glasinu í hendi sér, horfði lengi á það, þefaði af því: Ef þetta er ekki portvín . . . sagði hann: En ef til vill er það eitur . . . Eða að minnsta kosti blandað eitri — Drekktu fyrst, Jón fangi. Jón fangi ók sér ólundarlega: Ég er ekki skyldugur til að drekka ann- að en vatn — samkvæmt dómi og réttlæti! Lýður lagði fast að honum: Hana, drekktu, ræfillinn þinn! Þú getur alltaf fengið nóg vatn. Viltu láta setja þig á vatn og brauð núna rétt um jólin ? Ef bragðið er eins gott og lyktin, verðurðu ekki svikinn af því — heyrirðu það, Grikk- landskóngur og kraftajötunn! . . . Þorir þ ú, Benedikt? Benedikt spýtti, þurrkaði sé'r um munn- inn, og sneri sér hneykslaður frá freist- ingunni. Séra Björn stóð aðgerðalaus og horfði til skiptis á tunnuna, glasið og mennina. Jón fangi spurði: Fæ ég hegningu mína stytta? Já — ef þú deyrð af því'! sagði Lýður hlæjandi. Jæja, skrattinn hafi það — fáðu mér það! Jón fangi tók glasið í vinstri hönd, gerði krossmark með hægri hendi, tautaði eitt- hvað, lokaði augunum — og renndi því niður: A! — sagði hann: A—a! . . . A—a—a!: . . . Meira — meira! . . . Þú ert orðinn fullur, svínið þitt, sagði Lýður góðlátlega, tók glasið af honum, hellti það fullt — og drakk. Hann stóð lengi kyrr og naut bragðsins í munninum: Góm- sætt, sagði hann. Hann hellti aftur í glas- ið — og drakk. Hellti í þriðja sinn — og drakk. Svo fleygði hann glasinu, féll á kné, fómaði upp höndum — og sagði: Guði sé lof — nú sé ég, að guð vill, að Lýður gamli drekki! Það var barnsleg einlægni í rödd hans, og yfir andliti hans hvíldi hátíðleg alvara. Hann reds á fætur sem nýr maður, fullur öryggis, gekk nokkur löng skref, kom svo aftur: Fimm skref frá þinni fjöru, séra Björn — fimm skref frá fjöru kirkjunnar. Er það ekki eins og vísbending? En Lýður Guðmundsson hefir aldrei verið smásálar- legur — á meðan nokkur dropi er á ám- unni, skal þig ekki skorta messuvín! Séra Björn þagði andartak — svo sagði hann: Guði er ekkert ómáttugt — hann getur líka verið gamansamur. Þú gleymir að bjóða gesti þínum! Lýður var ekki seinn að taka upp glas- ið — séra Björn fékk eitt glas og Benedikt fékk eitt glas, og sjálfur fékk hann sér eitt glas — Jón fangi verður að bíða þangað til tunnan er komin á sleðann, sagði hann einbeittur og miskunnarlaus. En það gekk erfiðlega að koma ámunni með hinum rauðu, gómsætu veigum á sleð- ann, það þurfti rétt og snör handtök til þess, og hðið var ekki í sem beztu ásig- komulagi: Tíðar hláturshviður ásóttu Lýð, séra Björn var prestur, Benedikt rýr, og Jón fangi fullur. Þó tókst það að lokum. Lýður vildi ekki ganga heim, hann sett- ist klofvega á tunnuna og lét aka sér. Ég ætla að ríða ámunni heim! hrópaði hann — og hló — og söng — og barði fótastokk- inn — og veifaði glasinu. Hann roðnaði og tútnaði. Hann mælti af munni fram — söng bassa og diskant og aftur bassa: Lýður, býður! vín, svín! Hahaha! Lýður skellihló — en svo hélt hann áfram: Prestur, gestur svelgur, belgur! Hahaha! Hann hló af undrun yfir hag- mælsku sinni og var nærri oltinn af baki, Lýður skar ekki við nögl sér. Séra Björn s...... Eflir veturinn kemur sumarið Hafið þér athugað, að ef stríðið heldur áfram næsta sumar, getið þér ekki ferðast til útlanda , sumarleyfinu. En enginn þarf að vera í vandræðum samt, nóg er til af fögrum stöðum hér á landi og strand- ferðaskipin flytja yður á allar hel7.tu hafnirnar kringum allt land. Munið hinar hentugu ferðir strandferðaskipanna vetur og sumar. Skipaútgerð rikisins QhajnmjO$o.n.p(lö.tu>L His Masters Voice, - Columbia, Parlophone, - Regal. Geysimikið úrval af nýjustu dansplötum og klassískum plötum. Fálkinn Laugavegi 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.