Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 31

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 31
VTKAN, nr. 51—52, 1941 29 kemur prófessorinn. Eins og prófessorinn sér, hefi ég flýtt mér hingað.“ „William,“ Jennifer leit frá einum til annars. „Hefir þú sagt þessum herra, — ert það þú, sem hefir —.“ „Ekki að reiðast, ungfrú góð! Prófessor- inn vissi ekki, að hann hefði sagt mér neitt, fyrr en um seinan. Ég hafði það upp úr prófessornum.“ „Dr. Canfield,“ sagði Jennifer og sneri sér að William, „viljið þér ekki út- skýra það fyrir hr. Garafola, hvers vegna ég get ekki tekið á móti hans góða boði.“ „Hvers vegna getur þú það ekki?“ Jennifer starði á hann. „William, hver heldur þú að ég sé? Heldurðu að ég sé næturklúbbs söngkona?" „Nei, ég held, að þú sért tepruskjóða?" sagði William hlægjandi. „Næturklúbbs- söngkona, það eru víst ljótu manneskj- umar — þú, litla ítroðningsvél.“ „Yður skjátlast alveg, ungfrú Lamport," skaut nú Garafola inn í. „Margir miklir listamenn hafa byrjað á þennan hátt, og þér eruð listakona. Sammy Slade sagði við mig: Garafola, sagði hann, geti ung stúlka fengið áheyrendur nútímans, sem eru orðn- ir leiðir á öllum hlutum, til þess að stökkva upp á stólana af hrifningu, þá er hún lista- kona----------.“ Jennifer settist á rúmstolckinn sinn, þegar hún kom upp í herbergið sitt. Var álit Williams á henni rétt? Hún minntist þess, hve málrómur hans hafði verið háðslegur. 1 hans augum var hún lagleg, en leiðinleg ung stúlka, langt á eftir tím- anum. „Enginn af kennurunum frá Branley mundi nokkurn tíma láta sér detta í hug að koma inn á næturklúbb," hafði William sagt hlæjandi. „Skólinn, fréttir það ekki og þú hefir nægan tíma til að syngja þar.“ * Það reyndist líka mjög auðvelt. En það lá við að Jennifer skammaðist sín, þegar ungfrú Austruther, forstöðukona skólans, sagði vingjarnlega við hana: „Þetta er ljómandi, ungfrú Lamport. Það gleður okkur að kennarar skólans haldi áfram námi utan skólans. Þér segið að yður langi til að kynna yður gamlar, enskar þjóðvísur.“ „Það er nú mest að gamni mínu, en ekki til þess að halda áfram námi,“ sagði Jenni- fer í öngum sínum. „Ég veit ekki, hvort ég ætti —.“ „Jú, við tölum ekki meira um það. Skólanefndarformaðurinn sagði í vikunni sem leið: „Góður kennari heldur alltaf áfram að læra.“ Byrjið þér bara á þjóð- vísunum. Það getur einhver annar tekið fyrir yður tíma, ef yður liggur á-----.“ Stóri salurinn í Piccolino-klúbbnum var ekki opinn nema á kvöldin, og þar æfði Samúel Slade nýju númerin í dagskrá kvöldsins á milli kl. 5—6 hvern síðari hluta dags. Á dagskránni var Jennifer kölluð Jenny Lamb. Sammy Slade var elskulegur, ungur maður, ákaflega músikalskur, gáfaður og fljótur að skilja. Hann æfði söngvana með Jennifer og hljómsveit sinni og fékk báða aðila til að gera úr söngvunum meira en nokkurn hafði grunað að í þeim lægi. 1 rauninn var þetta skemmtilegt, ákafi og dugnaður Sammys lét Jennifer næstum því gleyma því, hvað þetta var allt saman þýðingarlaust. Stundum var William við æfingarnar, á eftir fóru þau þá út og borð- uðu saman. Stundum voru líka blaðamenn viðstaddir æfingarnar, eða einhverjir áhrifamenn úr þeim flokki Lundúnabúa, sem fyrst og fremst skemmtir sér. „Þeir segja frá því,“ sagði Garafola brosandi við Jennifer einu sinni. „Þeir út- vega þá réttu kvöldgesti. Sjáið nú þennan unga, renglulega mann þarna. Það er Toby Winter, flugríkur og kominn af einhverri tignustu ættinni í Mayfair. Hahn er annars aldrei vanur að koma á staði eins og þenn- an. Nú, hvað segið þér svo? Kann ég mitt hlutverk eða ekki?“ „Það er ótrúlegt, hverju þér áorkið,“ sagði Jennifer með beiskju. Hún vildi ekki auglýsingar, og fannst allur þessi gaura- gangur eitthvað brjálæðiskenndur. Mest leiddist henni þó nautnaseggirnir, sem komu til þess að glápa á þessa „nýju hjá Garafola.“ Hún leit á letingjann Toby Winter og fitjaði upp á nefið. '^miaiMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMIMMMMIMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIt IIHMMIMMMIIIIIIIimilMMMMIIMIIIIMMIMIIIIMIIIIMMMMMMMIIMMMMMIMMMMMIMIMUMMMMMMMMMMMMMMMM | 5 B I 1 Notið eingöngu hina heimsfrœgu MORLEY-S;OKKA e Dað bezta verður ávalt ódýrast. = Skrá^ett vörumerki. I I § ' po/a ydar softfcav þessa áretynsíu ? (zf þét sæud þtáð úv M O R L E Y- sofcfc í s/násjá sfczjrisí /jdut fcoersnegna þeír fafca þnoffi og 'ðáru síífí fcefur. <§érfcner þrááur er jafn, mjúfcur og sérsfafcíega fe/yjaníegur. Kaupið hina heimsfrægu MORLEY-sokka, fást í fiestum verzlunum. '"m"n.........................................ÚUUUHiH................................... nnnmmwiWmrfnnwii ■lí.mnaiwlmn™'................„iii,i.,..„„.„„.„»„i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.