Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 34
32
VIKAN, nr. 51—52, 1941
>Í*í*'
SKRÍTLUK.
Mikill hávaði heyrist úr herbergi tví-
burabræðranna, svo að móðir þeirra fer
inn til að gæta að, hvað gangi á.Hvers
vegna grætur Páll svona og þú ræður
þér ekki fyrir kæti, Pétur?“ spyr hún.
„Barnfóstran baðaði Pál tvisvar, en.
ég slapp alveg,“ svaraði Pétur.
„Hvernig stendur á þessu? Þér gefið
dóttur yðar aðeins 5000 krónur i heiman-
mund, en hún sagðist fá 15000!“
„Já, ég varaði yður við. Ég sagði yður,
að dóttir mín væri ýkin, en þér létuð
það ekkert á yður fá.“
Óðalseigandinn: „Er það satt, Láki
minn, að þú hafir bjargað manni frá
drukknun í gær?“
Láki: „Já, það er satt, ég bjargaði
honum frá að drukkna. En þegar ég
kastaði árinni til hans, hitti ég beint í
höfuðið á honum, svo að hann dó.“
Gamla önuga frænkan: Nei, Nikulás,
það var ljóta vinflaskan, sem þú gafst
mér í afmælisgjöf. Um daginn var ég
máttlaus og fékk svima og þá fékk ég
mér glas af víninu, af því að ég hélt,
að það myndi hressa mig. En mig svim-
aði bara enn meira af því, og því meira,
sem ég drakk, þeim mun verri varð ég.
Að lokum varð ég svo slæm, að stúlkan
varð að bera mig í rúmið og hátta mig.
Læknirinn kom sjálfur með stígvél til
skósmiðsins. Skósmiðurinn athugaði þau
vandlega og sagði svo: „Nei, læknir
góður, það tekur ekki að gera við þau.“
„Jæja,“ sagði læknirinn, „þá læt ég
auðvitað ekki gera við þau.“
„Þetta kostar eina krónu,“ .<
„Hvað segið þér?“ spurði læknirinn.
„Þegar ég kom til yðar um daginn,
og þér skoðuö fótinn á mér, þá sögðuð
þér, að það tæki ekki að gera neitt við
hann — og það kostaði þrjár krónur.“
Kennarinn: Þú ert alveg ógreiddur.
Eigið þið enga greiðu heima hjá þér?
Drengurinn: Jú, en það eru engir tind-
ar í henni.
Jón Jónsson
og steinninn í erfðafestulandinu.
(Sjá myndina að ofan.)
1. Jón Jónsson hefir fengið erfðafestuland hjá bænum
og er ólmur í að koma því í rækt. En fyrst verður
hann að losna við stórgrýtið.
2. En það er ekki auðvelt fyrir einn að bisa við svona
stóran stein. Pétur nábúi hans kemur til þess að hjálpa
honum.
3. Þú ert að taka upp grjót, Jónsi. — Já, svo á það að
heita, Pétur minn.
4. Ég held ég verði að hjálpa þér svolítið.
5. Haltu við steininn, meðan ég skipti um tak.
6. Já, nú held ég.
7. En það fór öðru vísi en ætlað var.
8. Nei, þetta gengur ekki. Við verðum að ná í annan
staur í viðbót.
9. Pétur er fljótur að þreytast og hvílir sig á meðan.
10. Haltu nú með staumum þínum, meðan ég laga minn.
11. Hér fór ver en skyldi! Staurinn lendir í nefinu á Jóni.
12. Ég held við eigum ekki meira við þennan bölvaðan
stein, segir Jón Jónsson, og labbar burt og heldur um
nefið.
1 p í 1 ‘M/ lír . 'iif/í. á cz
<Tr w 'WW/ZW Hg | 1 ^ 'íy——w—
MHK ==■ .i. 1 . ...í^
Atburður, sem ekki þarf skýringar við.