Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 20
18
VIKAN, nr. 51—52, 1941
Er það þess vegna, sem þér viljið fá bréfin?"
„Fjárþvingun er svo Ijótt orð. Ég vil fremur
segja, að ástarbréfin hans, sem hingað til hafa
aðeins legið sem handrit, gætu verið mér til ofur-
lítillar aðstoðar við samninga, sem ég þarf að
gera við hann. En við erum að eyða tímanum.
Gjörið svo vel að fá mér bréfin.“
Hún gekk að kínverskum skermi í einu horni
herbergisins og kom þá í Ijós stálhurð á inn-
byggðum, kringlóttum skáp. Hún sneri sér að
honum.
,,Þvi miður hefi ég lykilinn ekki hjá mér. Þér
verðið að koma aftur á morgun.“
„Góða mín —- ég get vel opnað hurðina án
lykils. Þetta er ekki peningaskápur — öllu heldur
góð eftirlíking af sparibaukum bama. Opnið
hann! Ég er orðinn leiður á að bíða.“
Hún tók lykilinn af lítilli syllu á kínverska
skerminum, opnaði skáphurðina og náði i þykkan
bréfaböggul úr hólfinu. Maðurinn tók bréfin af
henni, leit á þau, kyssti böggulinn, um leið og
hann hneigði sig hæðnislega og gekk siðan að
glugganum og beið þar andartak og sat klofvega
í gluggakistunni.
„Þér skiljið sjálfsagt, að ef yður finnst ástæða
til að nefna heimsókn mína við lögregluna, þá er
það borgaraleg skylda min að segja, hvers vegna
ég heimsótti yður, og hvað það var, sem kom
yður til að afhenda mér bréfin. Gleymið því ekki.
Góða nótt og sofið vært.“
Aftur fuku gluggatjöldin inn í herbergið. —
Maðurinn var horfinn.
Sir Edgar Murray smellti óþolinmóðlega með
fingrum vinstri handar og leit á klukkuna, sem
vantaði tíu mínútur í eitt. 1 hægri hendi hélt
hann á heyrnartóli símans. Sir Edgar var ólund-
arlegur á svip, skaut hökunni fram og virtist
vera í bardágahug.
„Ég get ekki staðið hér og masað við yður
alla nóttina!" hvæsti hann. „Þegar ég gef fyrir-
skipun, vænti ég að hún sé framkvæmd möglun-
arlaust! Ef ég fæ ekki þessar upplýsingar frá
yður, Pritchard, fyrir hádegi á morgun — ef þau
liggja ekki öll með tölu á skrifborðinu minu
klukkan tólf á morgun, skiljið þér — þá getið
þér farið að líta i kringum yður eftir nýrri stöðu!
Svo er ekki meira um þetta að segja."
Hann skellti heyrnartólinu óþarflega hranalega
á símann. Hann var eldrauður i framan af reiði.
Hann tók hálfbrunna sígarettu úr öskubakkan-
um, reykti andartak og kastaði henni síðan í
arininn. Svo gekk hann yfir gólfið og opnaði
hurðina inn í svefnherbergi sitt. Hann kveikti
rafmagnsljósið þar inni og nam skyndilega staðar.
Maðurinn, sem sat á rúmbrikinni, stóð upp og
hneigði sig og bar síðan sígarettuna upp að munn-
inum.
„Hvert i heitasta .... “ byrjaði Sir Edgar.
Gestur hans lyfti hendinni upp í viðvörunar-
skyni. Sir Edgar varð ennþá rauðari i framan,
þegar hann sá háan og glæsilegan líkamsvöxt
mannsins og svörtu grímuna á andliti hans.
„Eokið hurðinni," sagði gesturinn. „Það, sem
ég ætla að segja yður, er leyndarmál, og það er
mikið lán fyrir yður, hve gætinn ég er.“
,,Asni!“ hvæsti Sir Edgar. „Hypjið yður á brott,
áður en ég læt henda yður út!“
„Verið rólegur, góði maður. Fáið yður sæti og
svo skulum við tala ofurlitið saman, áður en þér
aðhafizt neitt.“
Sir Edgar var á leið út.
„Ef ég á að tala við nokkurn, þá verður það
lögreglan. Ef til vill hafið þér getað hrætt aðra
með þessari bjánalegu grímu og fallegu fötum,
en hér eruð þér á rangri hillu. Ég býst við, að
þér séuð óþokkinn, sem blöðin skrifa alltaf um
þessa dagana?" 1 spurningunni lá bæði háð og
reiði.
„Já — svo auðveldlega verða menn frægir. Ég
held ekki, að það sé vel til fallið af yður, Sir
Edgar, að hringja til Iögreglunnar. Þér eruð svo
vanur að troða aðra niður í skítinn, að þér þolið
illa að gengið sé á yður — enda þótt þér hefðuð
sjálfsagt mjög gott af þvi.“
Sir Edgar hikaði ennþá og hélt hendinni á hurð-
arhúninum. Hann lét ekki hræða sig.
„Það eru liðin þrjátíu ár, síðan menn hættu
að gera tilraun til að leika á mig,“ sagði hann.
„Eg hefi aldrei fengizt við að leika á fólk.
Það er tímaeyðsla. Segið mér, hvernig líður Lady
Murray? Seinast, þegar ég sá hana, sýndist mér
henni ekki veita af loftslagsbreytingu. Ég vona
að ég gerist ekki of nærgöngull, ef ég sting upp
á, að þér farið með hana í langa sjóferð? Lofts-
lagið við Termini er álitið mjög heilsusamlegt
Ein af vinkonum minum, ungfiú Walters, mun
geta vísað konu yðar á ágætt gistihús."
Sir Edgar var ekki heimskur. Hann lokaði hurð-
inni og gekk í áttina til gestsins, sem horfði á
hann bæði kurteislega og ögrandi í senn.
„Nú, svo að þetta er fjárþvingun? Hvað viljið
þér fá mikið?"
„Ég nota aldrei þetta ljóta orð. Þar að auki
er ég vanur að byggja viðskipti min á raun-
verulegum vöruskiptum. Þér hafið dálítið, sem
ég vil fá. 1 staðinn læt ég yður fá annað, sem
er álíka dýrmætt. Þar eð ég þekki orðróminn,
sem gengur um yður, og veit, að þér eruð smá-
sálarlegur nirfill, þá gléður það yður sjálfsagt,
að hér er ekki um peninga að ræða.“
„Hvers vegna í fjandanum hafið þér þá brotizt
inn í hús mitt?“
„Til þess að framkvæma vöruviðskiptin," svar-
aði gesturinn rólega. Þér eruð formaður og um-
sjónarmaður félagsins Murray, Cross & Wayne,
sem er stærsta vopnafyrirtæki Evrópu, að þvi er
ég bezt veit. Fyrir tæpurn mánuði fenguð þér
beiðni frá stjórn Dolloniu um eitt hundrað djúp-
sprengjur af alveg nýrri gerð. Aðeins fáir rnenn
í fyrirtæki yðar þekkja leyndarmál þessarar nýju
gerðar og þar að auki þekkir stjórn Dolloniu og
uppfinningamaðurinn það. Ég vil fá uppdráttinn
að djúpsprengjunum um hádegi á morgun."
„Þér hljótið að vera genginn af vitinu," hvæsti
Sir Edgar.
„Það held ég ekki. Ég er kaupsýslumaður, Sir
Edgar, og ég skal reyna að leggja þetta skýrar
fram fyrir yður. Þér berið mikilsmetið nafn. Þér
eigið konu og tvö böm. Þér munið fá enn tignari
aðalstitil heldur en þann, sem stjórnin hefir þegar
skreytt yður með, við, fyrsta tækifæri — allir
vita það. Þér komið á mörg heimili, þar sem eng-
um mundi detta í hug að taka á móti manni,
sem hefði svo mikið sem komið nálægt 'opinberu
hneyksli. Ég hefi í fórum mínum efni, sem getur
dregið nafn Sir Edgar Murrays í gegnum hjóna-
skilnaðarréttinn og gert það að hámarki hneyksl-
issagna blaðanna.
Þér munið missa konuna yðar. Sennilega missið
þér virðingu og tiúnaðartraust barna yðar. Þér
missið áreiðanlega öll tækifæri til að fá nýjar
heiðursnafnbætur og margir af núverandi vinum
yðar munu neita að taka á móti yður. Ég vil
hlífa yður við þessu öllu, ef þér gefið mér ná-
kvæma lýsingu á djúpsprengjunum. Þetta er hið
óriftanlega tilboð mitt.“
Sir Edgar fölnaði og sjálfstraustið minnkaði.
Hann settist þunglamalega á stól.
„Hvaða vopn er það, sem þér ætlið að beita
gegn mér?“
„Öll þau bréf, sem þér hafið skrifað Corinne
Walters."
„Guð komi til! Þér Ijúgið, maður!"
„Hér er eitt af bréfunum. Þér megið gjarnan
eyðileggja það. Ef þér gerið það, eru að minnsta
kosti hundrað önnur bréf, sem konan yðar getur
sökkt sér niður. í. Lesið það vel, sérstaklega þessa
litlu, skemmtilegu athugasemd um, að Termini
sé paradís fyrir yður. Það er einkennilegt við-
skiptabréf, Sir Edgar, svo að ég skil vel, að þér
létuð einkaritara yðar ekki vélrita það — stúlkan
mundi hafa roðnað yfir þvi. En hér er það óneit-
anlega með rithönd yðar.“
Sir Edgar leit á fremstu síðu bréfsins, en las
það ekki. Hann rétti gestinum það óskaddað aftur
og studdi hökuna í höndum sér.
„Látið mig fá bréfin, og ég skal borga yöur
þrjú þúsund sterlingspund."
Gesturinn sló tilboðinu frá sér eins og það væri
léleg fyndni.
„Þér getið ekki leyft yður að setja skilyrði.
Ég einn ákveð grundvöll samninganna, og þér
vitið, hvers ég krefst. Ég vil fá lýsingu á djúp-
sprengjunum og afhendi bréfin ekki gegn öðru.“
„Takið sönsum, maður — þrjú þúsund pund!
Það er stór peningaupphæð."
„Vitleysa! Þér borguðuð meira fyrir perlufesti
konunnar yðar. Þér borguðuð meira fyrir hest-
inn, sem vann bikarinn í veiðiveðhlaupinu. Þér
hafið gefið fjörutíu þúsund pund fyrir skemmti-
snekkju yðar. Þér borgið yfir þrjú þúsund pund
fyrir húsaleigu á ári. Ég kom ekki hingað í kvöld
til að tala um aukningu vasapeninga minna, Sir
Edgar. Annað hvort látið þér mig fá það, sem
ég bið um, eða þér takið afleiðingunum af gerð-
um yðar.“
„En — en þetta er fjárþvingun," hvæsti Sir
Edgar aftur.
„Hringið til lögreglunnar og látið taka mig
fastan. Ég játa sekt mína fyrir réttinum og segi
alla söguna frá upphafi til enda. En gleymið
ekki, að þótt blöðin megi ekki birta innihald bréf-
anna, þegar þau verða lesin upp fyrir skilnaðar-
dómstólnum, þá er ekkert því til fyrirstöðu, að
blöðin geti fyllt síður sínar með innihaldi þeirra,
þegar þau eru lesin fyrir sakamáladómstólnum.
Látið mig ekki tefja yður. Hringið til lögregl-
unnar."
Sigurvegarinn brosir.
Ann Sutherland frá New Bed-
ford í Bandaríkjunum heldur á
brúðarvendinum, sem henni var
veittur í verðlaun fyrir að vinna
árlegu samkeppnina um að rúlla
gjörðum i Wellesley. Eftir gam-
alli erfðavenju á stúlkan, sem
vinnur, að verða fyrsta brúðurin
af bekkjarsystrum sínum. Erfða-
venjan mun líklega haldast í
þetta sinn, því að brúðkaups-
dagur Ann og Thomas Prince
Riley frá Brunswick hefir þegar
verið ákveðinn.