Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 47

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 47
VIKAN, nr. 51—52, 1941 45 New York-búar horfa á Messerschmitt-flugvél. Þýzk Messerschmitt-flugvél kom til New York. Hún kom í kassa frá Kanada og var sett á sýningu, sem haldin var til styrktar Bretum. Þessi flugvél er ein af hinum frægu Messerschmitt 109 og var skotin niður yfir Bretlandi og send til Bandaríkjanna eftir beiðni Winston Churchills forsætisráðherra. Hvíta kapellan. Framhald af bls. 7. á hnjánum og leitaði að honum og hendur hans urðu dofnar af kulda. Hann sá ekki lengur Jesúbarnið, guðs- móðurina, konungana úr austri eða engl- ana, sem héldu á stjörnunum. * # # Hann var hræddur við þögnina, hræddur við snævi þakin trén, sem gægðust hér og þar út um þessa óendanlegu snjóbreiðu og voru ekki lengur eins og tré heldur líkt- iist mest vofum. Hjarta hans barðist af angist. Hann grét og hrópaði gegnum tárin: „Mamma! Mamma!“ Það hætti að snjóa. Pétur leit í kringum sig og sá kirkju- tuminn og glugga kirkjunnar, sem vörp- uðu ljósi út í dimmuna. Hann sá sýnina aftur og við það uxu kraftarnir og hugrekkið. Þarna var það, þetta undursamlega, sem hann hafði þráð, þessi dásamlega paradísarsýn! Hann mátti ekki vera að því, að fylgja bugðunni á veginum, heldur gekk beint í áttina til kirkjunnar. Hann valt ofan í skurð, rak sig á trjá- stofn og týndi þar hinum tréskónum sín- um. Haltur og uppgefinn drógst drengurinn yfir akurinn og horfði stöðugt á ljósadýrð- ina. Hann gekk hægar og hægar og litlu sporin, sem hann skildi eftir sig í hvítu breiðunni, færðust alltaf nær hvert öðru. Kirkjan stækkaði, eftir því sem hann komst nær. Pétur heyrði söng. „Dýrð sé guði í hæstum hæðum.“ Hann teygði hendurnar fram fyrir sig, augu hans ljómuðu í leiðslu og hann sá að- eins ‘fegurð draumsins, sem nú nálgaðist, þegar hann fór inn í kirkjugarðinn. Stóri bogaglugginn Ijómaði yfir vestur-hurðinni. Þarna, rétt hjá honum, var eitthvað ósegjanlega dásamlegt að ske . .. Raddir sungu: „og með engla lofsöng lýsa líkn vors drottins, þakka og prísa.“ Pétur litli staulaðist áfram í áttina til dýrðarinnar og sálmasöngsins og neytti allra krafta, sem lítli líkaminn hans átti ónotaða. Allt í einu datt hann við rætur grenitrés, sem var þakið snjó. Hann datt með lokuð augun, var aflt í einu sofnaður og brosti við söng englanna: „1 Betlehem er barn oss fætt.“ Á sama augnabliki byrjuðu hvítu snjó- kornin hljóðlaust og mjúkt að falla aftur. Snjórinn þakti litla líkamann fíngerðu lagi, sem smám saman þykknaði. Þannig heyrði P.étur litli miðnæturmess- una í hvítu kapellunni. C , § E. S ~ • | 5 I VEGUR VIÐSIKPTANNA LIGGUR NÚ UM: i I s 1 c Bandaríkin Canada Bretland Fró einhverju þessara landa getum vér útvegað vörur þœr, sem yður vanhagar um.— '£ Í S :: | c c E B 5 r = 5 x Sérgrein: Vörur til frystihúsa Dieselvélar Kemískar vörur Útgerdarvörur Afgreiðum einnig beint frá umboðum vorum: Skófatnað, Rafmagnsvörur Pappirsvörur, Regnfrokka Barnafatnad, Sokka og fl. AGIAR IIORÐFJORO & CO. H.F Lœkjargötu 4 — Reykjavik — Sími 3183 — Símnefni Agnar. .............................................................................................................................................................................IIIIIIIIIMMII111101014004111111IIIIII1111111111111111II IMMMttMMMM II tlHIIMminlMimilMMMtnit- <Wiiiiiimmiiiiiiiimiiiiiiiiimimiiiii-/iiimiiiiimiiiiHiMHimiiiiiuimummmimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.