Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 16
14
VIKAN, nr. 51—52, 1941
|=>Heimilið
.. ...............
Jóla-matseðill.
Aðf angadagsk völd.
Hamborgarsúpa.
60 gr. smjör. 60 gr. hveiti. 2 1.
soð. 1 blómkálshöfuö. 1 selju-
rót.
Smjörinu og mjölinu er blandað
vel saman í potti og sett yfir hægan
hita eða inn í nokkuð heitan ofn. Við
og við hrært í þvi. Jafningurinn er
tilbúinn, þegar hann er orðinn ljós-
brúnn. Soðinu er smátt, og smátt
bætt út í og látið sjóða við hægan
hita í stundarfjórðung. Grænmetið
er soðið og látið sundurskorið út í
súpuna, áður en hún er borin fram.
Lambshryggur.
Hryggurinn er þveginn í heilu lagi
og látinn á pönnu eða skúffu, ofur-
litlu smjöri makað á hann og salti
stráð yfir og skúffan siðan látin í
vel heitan bakaraofninn. Eftir %
klukkustund, þegar hryggurinn byrj-
ar að brúnast, er (4 1. af sjóðandi
vatni hellt yfir og smátt og smátt
bætt % 1. á, þangað tii kominn er
1 1. Þá er þetta látið sjóða í vel heit-
um ofni í 2 klukkustundir. Steikin
er borin heil fram á stóru fati með
grænmeti, lauk og brúnuðum kartöfl-
um. Ofurlitlu bráðnu smjöri er hellt
yfir steikina.
Sósa:
80 gr. af smjöri er brúnað, 40 gr.
af hveiti er hrært út í, þynnt með
soðinu af steikinni og pipar og salti
bætt í eftir smekk.
Hrísgrjónabúðingur.
Djúpur diskur af hrisgrjóna-
graut. 1 matsk. smjör. 50 gr.
sykur. 35 gr. möndlur. 4 plöt-
ur matarlím. 2 dl: rjómi. 1
matskeið sitrónusafi.
Grauturinn er hrærður með bráðnu
smjörinu, sítrónusafanum, sykrinum
og þeyttum rjómanum. Hýðið er tek-
ið af möndlunum og þær brytjaðar
smátt niður og látnar út í. Ein heil
AUT,
sem þér þurfið
í ljúffengustu
réttina,
fáið þér hjá
mandla er höfð og fær sa einhver
verðlaun (marcipan-karl), sem hana
hlýtur. Að lokum er matarlímið leyst
upp og þvi bætt út í. Öllu er nú
hrært vel saman og látið í skál og
látið stífna. Saftsósa er borin fram
með búðingnum.
♦
Jóladagur.
Hangikjöt
með grænum baunum og
kartöflum í jafningi.
Eplakaka.
750 gr. flysjuð og sundurskorin epli
eru soðin í rúmum hálfum liter af
vatni og !4 kg. sykri, þangað til
það er orðið að stífum graut. Þá er
kartöflumjöli, sem hrært hefir verið
út í bolla af köldu vatni, bætt út í.
!4 kg. tvíbökur eru muldar og brún-
aðar á pönnu í 150—200 gr. af smjöri
eða smjörlíki og 85 gr. sykri. Síðan
er sett lag af tvíbökunum í glerskál,
þá lag af eplamaukinu o. s. frv., þar
til komin eru 5 lög (tvíbökur efst og
neðst). Sultutau er stungið í kökuna
á víð og dreif með teskeið. %1. af
rjóma er þeyttur og ofurlítið af van-
ilju og sykri bætt í hann. Að lokum
er kakan skreytt með rjómanum og
ofurlitlu sultutaui.
Gott er að búa eplakökuna til 2—3
dögum áður en á að nota hana. Þarf
þá aðeins að skreyta hana, þegar á
að bera hana fram.
Einnig má nota þurrkuð epli í
kökuna og samsvarar þá % kg. af
þurrkuðum eplum þessari uppskrift,
sem nægir handa 6 manns.
♦
Annar jóladagur.
Smásteik.
125 gr. salt flesk (má ekki vera
of feitt) er skorið í litla ferninga og
steikt með 2—3 stórum laukum,
þangað til það er orðið ljósbrúnt. 1
kg. nautakjöt er skorið i ferninga
(1—iy2 cm. á hverja hlið), velt upp
úr hveiti, salti og pipar og steikt á
pönnu, þangað til það er orðið ljós-
brúnt. Þá er fleskinu og nautakjöt-
inu blandað saman, y2 1. soði eða
vatni hellt á það og látið sjóða í 2
klukkustundir við hægan hita í lok-
uðum potti, og á þá kjötið að vera
orðið meyrt. Gætið að, hvort steikin
er hæfilega sölt og saltið eftir smekk,
ef með þarf. Ofurlítið hveiti er hrært
út til að jafna sósuna. Kjötið er boriö
fram á stóru fati og masaðar krtöfl-
ur látnar utan með á fatinu.
Sveskjugrautur.
y2 kg. sveskjur. 1 y2 1. vatn.
250 gr. sykur. Tvær kúfaðar
matskeiðar kartöflumjöl.
Sveskjumar eru þvegnar vel, látn-
Fallegur
eftirmiðdagskjóll.
Nú er mikið í tízku að hafa tvenns
konar efni í kjólunum. Þessi kjóll er
úr silkiefni (crepe) og flaueli. Erm-
arnar eru sniðnar út í eitt, en saum-
aðar við flauelisbandið á erminni.
Bolurinn er aðskorinn og nær frá
handvegi niður á mjaðmir. Hann er
einnig úr faueli. Pilsið er rykkt við
flauelisstykkið að framan.
ar standa næturlangt i vatninu og
soðnar, þangað til þær eru orðnai'
meyrir. Þá eru þær teknar upp og
steinarnir teknir úr þeim, látnar í
vatnið aftur ásamt sykrinum og
látnar sjóðq. í 5 mínútur. Siðan er
kartöflumjölsjafningnum hrært út í
og suðan látin koma upp.
MILO
HEILÐSÓLUBIRCÐIR:
ÁRNI JÓMSSON,
HArNARSTB.5 REYKJAVÍlC
.0000©00000&00»©fr©0000©00©frÓ©0&<>frfrfrfrfrfr-&0000»»0000000»