Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 49
VIKAN, nr. 51—52, 1941
47
Ógleymanlegur hundur.
Framhald af bls. 11.
Samt sem áður varð Bobby fyrir bíl,
sem kom þjótandi eftir veginum við húsið
okkar, og brotnaði vinstri framfótur hans
á tveimur stöðum. Hann kom stökkvandi
til mín á þremur fótum og var sannfærður
um, að ég mundi geta gert allt gott. Þegar
hann hafði verið vikum saman með spelkar
og umbúðir, var fótur hans albata. En ein-
hverra hluta vegna haltraði Bobby og
vildi ekki stíga 'í fótinn. Hann átti að fara
á fyrstu hundasýninguna sína tveimur
sólarhringum seinna. Haltur var hann ófær
til þess.
Nú þurfti skjótra ráða við, svo að ég
batt fast után um hægri framfótinn, sem
ekki hafði særzt. Fyrst reyndi hann að
stökkva eins og stökkdýr. Svo hlífði hann
réifaða fætinum og steig hinum fætinum
til jarðar og fann, að hann gat notað hann.
Hann gekk á f jórum fótum á hundasýn-
ingunni — og vann tvo heiðurspeninga og
bikar.
Þefnæmi hans var eins örugg og blóð-
hunda. Hiklaust rakti hann slóð mína á
f jölförnum götum og strætum. Aðeins einu
sinni náði Bobby mér ekki. Þann dag tókst
honum ekki að komast út úr húsinu fyrr
en um kvöldið. En þá fann hann slóð
• mína og rakti hana. Hann kom heim
tveimur mínútum á eftir mér og bar
vindlaveski úr leðri á milli tannanna, en
ég hafði misst það á götunni.
Þá fann ég upp á þeirri heimsku að
kenna honum að sækja dagblöðin okkar
snemma á morgnana út að hliðinu, sem
var 108 faðma frá húsinu. Hann var svo
hreykinn af þessu afreki og hólinu, sem
hann féklc hjá mér, að morguninn eftir
fann ég 23 dagblöð við hurðina. Bobby
hafði safnað saman blöðum frá öllum hlið-
um og hurðum innan hálfrar mílu svæðis.
Ég sat klukkustundum saman méð sveitt-
an skallann við að flokka sundur blöðin,
slétta þau og skila þeim til reiðra ná-
granna.
Húsmóðir hans hrósaði honum einu sinni
fyrir að koma heim með fallegan knippl-
ingavasaklút, sem hann hafði fundið á göt-
unni. Hann færði henni síðan allt, sem hann
fann á veginum, bílsveifar, regnhlíf með
kínverskum hníf á skaftinu, dauða hænu
og annað því um líkt, þangað til ég bann-
aði honum þetta.
Það var ástríða Bobbys að gæta mín. I
fyrsta sinn, sem hann sá mig stinga mér
af stökkpalli, kastaði hann sér í vatnið og
dró mig að landi. Ég lét undan þessari illu
meðferð, til þess að hann héldi ekki að slíkt
björgunarstarf væri meðal „forboðnu
ávaxtanna“, en lokaði hann alltaf inni
eftir það, þegar ég ætlaði að synda.
Það var eins og það væri eitthvað sál-
rænt við þenna stóra mórauða hund. Þegar
ég borðaði í borðstofunni, lá hann alltaf
í horninu sínu og horfði á mig. En ef ég
var að drekka, stóð hann hljóðlega upp
<eftir annað eða þriðja staupið mitt og fór
Tvær kvikmyndastjörnur.
Kvikmyndaleikkonan Joan Craw-
ford (til hægri) heilsar kvik-
myndaleikkonunni og dansmær-
inni Margo í Waldorf Astoria í
New York. Margo skemmtir þar
undir stjórn frænda sins Xavier
Cugat hljómsveitarstjóra.
út, til mikillar skemmtunar
fyrir þá gesti, sem höfðu séð
hann gera þetta áður. Ég var
alls ekki drukkinn, en liann
virtist finna og skynja breyt-
ingu á mér, sem engin
mannleg vera gat fundið. Ef
ég kallaði á hann, kom hann
strax og stóð við hlið mér
með rófuna á milli fótanna og
Dómarinn: Minn maS-
ur byrjar ekki leikinn,
fyrr en þetta gefur af
sér mannlegt hljóð.
Af lraunamaðurinn:
Versgú, ungfrú! Hér er
sæti!
Þjálfarinn: Þetta er
herra aðalforstjóranum
að kenna. Herra aðalfor-
stjórinn sagði sjálfur, að
ég ætti að meðhöndla
herra aðalforstjórann
eins og hann væri ekki
aðalforstjóri.
draup höfði, eins og hann skammaðist sín.
Þannig beið hann eftir fyrirskipunum mín-
um. En á sama augabragði og athygli mín
beindist að einhverju öðru, fór hann út.
Hann kom ekki inn aftur, nema eftir skip-
un minni og var þá aðeins andartak inni.
Þegar Bobby var nærri átta ára gamall,
varð hann óður. Dýralæknirinn okkar
sagði, að það væri lömunarveiki. Annar
dýralæknir sagði, að Bobby hefði hunda-
æði, og það yrði að skjóta hann. I tvo
sólarhringa var ég einn með hann inni í
skrifstofu minni. Þegar hann var verstur
var hann þ6 ástúðlega hlýðinn við mig eins
og alltaf. Ég veit ekki, hvernig hann hefði
verið við aðra. Þessar 48 klukkustundir
voru hræðilegar, en ég vildi ekki láta nokk-
urt tækifæri ónotað, ef ske mætti að meðöl
eða hjúkrun stoðuðu eitthvað, og gætu
bjargað lífi félaga míns.
Meðölin og hjúkrunin kom ekki að gagni.
Eftir eitt krampakastið teygði Bobby úr
sér, gekk reikulum skrefum til mín og
snerti hönd mína. Síðan lagðist hann niður
hjá mér og lagði stóra. hausinn á skóna
mína, eins og hann hafði svo oft gert áður.
Og þannig dó hann. Það er erfitt að
gleyma honum, jafnvel eftir svona langan
tíma, hundinum, sem hvorttveggja hafði
til að bera, afburða gáfur og hæfileika
gleðileikarans.
Svar við orðaþraut á bls. 11:
JEBÚSALEM.
JÓLIN
EP AST
R AKUR
ÚTEYG
S V ALT
• A S K A R
LÁSAR •
ELlNU
MÆTAN
Svar við spurningum á bls. 11:
1. Við Pétur postula.
2. Tvær: Venus og Merkúr.
3. Málverk, sem máluð eru á vegg.
4. Winston Churchiii forsætisráðherra Breta.
5. 1060 m.
6. Madame Butterfly.
7. Árið 1584.
8. Með fimm brauðum og tveimur fiskum.
9. Já.
10. Takmarka. 1
11. Sjö.
12. 283 m.
13. 1 vatni.
14. Kristín dóttir hans (1626—1689).
15. Hann sagði: „Ég er Charles Lindbergh“ og
hneigði sig.
16. Árið 1674.
17. Kínverskur fiskibátur.
18. Undir Sigurboganum á Place de l’Etoile-
torginu.
19. Tvö: Jesús grét.
20. Englandi og Norðurlöndum.
21. Plorenz Ziegfeld.
22. Árið 1727.
23. Frá Asíu á 18. öld.
24. Greifadæmið Wojwodschaft, sem áður til-
lieyrði Póllandi, Galizia, Wolhynien, Podolien
og hlutar Lublin og Radom.
25. Borgin Damaskus.