Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 10
8 VTKAN, nr. 51—52, 194.1 — Mikil eru verkin mannanna, sagói húsbóndinn og allir við borðið litu upp og hlustuðu. Þetta var jólamáltíðin, og þar sátu til borðs ættingjar og vinir. Þessi meinleysis- legu orð komu af stað, þótt undarlegt megi virðast, heilmiklu af gátum og heilabrot- um, þar sem flestir lögðu orð í belg. Þetta kom alveg flatt upp á alla, svo að við megum ekki taka hart á því, þó að allt væri ekki djúphugsað eða sem gáfulegast. Viðfangsefnin urðu mjög sundurleit, eins og við var að búast, þar sem hér var ekki samankominn hópur sprenglærðra spek- inga, heldur fólk eins og ég og þú. — Mikil eru verkin mannanna, sagði húsbóndinn. — Maður nokkur hefir nýlega gert uppdrátt að húsi, með venjulegu lagi, en því er svo sniðuglega fyrir komið, að allir gluggar á öllum hliðum snúa móti suðri. — Það hús vildi ég eiga, sagði húsmóð- irin. Ég get ekki þolað herbergi með norð- urgluggum. — Ég skil ekki, hvemig þetta má verða, sagði Jón frændi. Ég geri ráð fyrir, að hann hafi glugga í útskotum á austur- og vesturgafli, en hvemig hann getur látið gluggana á norðurhliðinni snúa móti suðri, yfirgengur minn skilning. Er það gert með speglum eða þess háttar. — Nei, sagði húsbóndinn. Veggirnir eru sléttir og gluggamir með venjulegum hætti og snúa samt allir í suður. Þetta er vanda- laust, ef húsið er sett á réttan stað. Húsið er teiknað fyrir sérvitring, sem ætlar að reisa það á norðurpólnum. Ef þið hugsið ykkur um, munuð þið sjá, að á norður- heimskautinu er suður á alla vegu. Þar er hvorki norður, austur né vestur, aðeins suðurátt. — Hræddur er ég um, mamma, sagði Georg, sonur hjónanna, að það yrði nokkuð svalt í suðurstofunum þínum. — Jæja, sagði hún, Jón frændi gekk líka í gildruna. Ég er ónýt við gátur og heilabrot; ég ér víst of einföld til þess. En vill nú ekki einhver skýra þetta fyrir mér. Núna í vikunni sagði ég við hár- greiðslustúlkuna mína, að ég hefði heyrt, að það væri fleira fólk í heiminum heldur en hárin á höfði nokkurs manns. Hún svaraði: Af því hlýtur að leiða, að 2 menn að minnsta kosti hljóta að hafa jafnmörg höfuðhár. Ef þetta er rétt, verð ég að játa, að ég botna ekki í því. — Hvað er um þá sköllóttu ? spurði Jón frændi. — Ef þeir menn era til, sagði húsmóð- irin, sem hafa ekki eitt einasta hár á sín- um haus, þá látum við þá liggja á milli hluta. Sem sagt, ég skil ekki, hvemig er Nokkrar þrautir til dœgrastyttingar. hægt að sanna það, að 2 menn að minnsta kosti hljóti að hafa jafnmörg hár á höfði. — Jú, það er hægt, sagði herra Filippus, nágranni hjónanna. Setjum svo, að í heim- inum sé nákvæmlega miljón manns; það er sama hvaða tala er tekin. Eftir því, sem þér sögðuð, ætti enginn að hafa fleiri en 999 999 hár á höfði. Er það ekki rétt? — Jú, rétt mun það vera. — Jæja, setjum svo, að einn hafi eitt hár, annar 2 og svo framvegis, allt upp í 999 999, hlýtur sá miljónasti að hafa jafn- mörg hár sem einhver af hinum. Er það ekki? — Lofið mér að hugsa mig um; jú, ég held ég skilji það. — Þess vegna hljóta að minnsta kosti 2 menn að hafa sama hárafjölda, og þar sem mannf jöldinn er svo miklu, miklu meiri en hárin á höfði nokkurs manns, hljóta fjöldamargir menn að hafa sama fjölda höfuðhára. — En, herra Filippus, gæti sá miljón- asti ekki haft t. d. tíuþúsund og hálft hár, sagði Villi litli. — Þetta er hártogun, Villi. — Reikningskennarinn minn, sagði Georg, hefir verið að reyna að troða því í okkUr, að ef jafnstórar stærðir eru marg- faldaðar með sömu tölunni, verður útkom- an jöfn. — Það er auðskilið, sagði herra Filippus. Ef t. d. 2 fet eru sama sem alin, þá eru tvisvar tvö fet sama sem tvær álnir. — En, herra Filippus, er þetta glas hálf- fullt af vatni jafnt sams konar glasi hálf- tómu? — Jú, vissulega. — Þá leiðir það af reglunni, að fullt glas hlýtur að vera jafnt tómu glasi, eða hvað? — Nei, vissulega ekki. Ég hefi aldrei hugsað út í þetta. —r Kannske reglan eigi ekki við um vökva, sagði húsbóndinn. — Það er einmitt það, sem mér datt í hug. Við skulum undanskilja drykkjar- föngin. — En það væri leiðinlegt, sagði Georg og glotti, ef líka þyrfti að undanskilja föst efni. Tökum til dæmis landið. Ein míla á hvorn veg er ein fermíla; tvær mílur á hvorn veg hljóta því að vera tvær fermílur. — Bíðum við, nei, auðvitað ekki, því að tvær mílur á hvorn veg eru 4 fermílur, sagði herra Filippus. — Jæja, sagði Georg, ef reglan kemur hvorki heim við vott né þurrt, hvenær á hún þá við? Herra Filippus lofaði að hugleiða þetta, og lesandinn vill máske gera það líka. — Heyrðu, Georg, sagði Ragnar frændi, hve miklu eru fjórir f jórðungar meira en þrír fjórðungar? — Fjórðungi meira, svöruðu allir einum rómi. — Komdu með eitthvað annað, sagði Georg. — Með inestu ánægju, sagði Ragnar, þegar þið hafið svarað þessu. — Ætlarðu að halda því fram, að þetta sé ekki rétt svar? — Já, auðvitað. Og þó að Ragnar legði sig allan fram að útskýra, voru margir, sem létu sér ekki skiljast, að þrír hlutar af einhverju, að viðbættum einum þriðja, væru fjórir hlutar. — Heyrðu frændi, sagði Villi við Jón frænda. Hvernig er þátíðin af að ljúga? — Ég laug. — Og hvert fer fólkið með þvottinn sinn? — I laugar. — Og hvað kallar þú sjötta daginn í vikunni? — Laugardag. — Jæja, ég kalla hann föstudag. — Skammastu þín, strákur, sagði Jón frændi. Getur nokkur skrifað í snatri tólf þús- und tólf hundrað og tólf í tölustöfum, María litla, elzta dóttirin, var með blý- ant. Hún tók blað og fór að skrifa. — Það er ekki hægt, sagði hún. — Jæja, sagði pabbi hennar, við gömlu mennirnir skrifum 13212. — Hérna er ein, sagði Georg. Lands- síminn ætlaði að láta leggja línu beint yfir lágan en breiðan ás. Um leið var farið að gera veg milli sömu staða, og vegurinn var lagður beint og grafinn svo mikið nið- ur, að hann varð alveg hallalaus. Sím- stjórinn lét þá leggja línuna með veginum. Nú áttu að vera 100 metrar milli staura, og vegurinn yfir ásinn var 5 km., en með fram veginum aðeins 4% km., þegar bung- an gekk frá. Hve margir staurar spörað- ust við þetta? — Einfalt mál, svaraði herra Filippus. Við deilum 100 m. í 5 km. og 100 m. í 414 km. Svo drögum við seinni töluna frá hinni og fáum þá töluna. — Alveg rétt, liggur í augum uppi, sagði húsbóndinn. — Já, þetta héldu þeir í símanum, sagði Georg. En það er rangt. Líttu á þessa teikningu og þú getur talið, að stauramir verða nákvæmlega jafnmargir. Ef 100 m. Framhald á bls. 46.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.