Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 8
6
VIKAN, nr. 51—52, 1941
yiwi öl lœújdu uQtKöLhJa/ÁÍdí
IIK ú gengur um götur borgarinnar í
Wr önnum aðfanganna fyrir jólin. Fullar
búðir, troðin stræti, ys og erill, mas og
fliss, árekstrar og olnbogaskot,. eitt og
eitt andlit, sem þú þekkir, ein og ein
kveðja, handaband í flaustri, ef ekki er
alveg komið að lokunartíma, „gleðileg jól“
með ákvæðishraða. Allt þetta skilur eftir
skapnaðarlausa, persónulausa, andlitslausa
aðkenningu hjá þér, sem kann að vef jast
fyrir vitund þinni um leið og hún slokkn-
ar á koddanum að kvöldi, erilþjökuð og
úrvinda. Má vera að upp úr þessari móðu
standi eitt eða tvö andlit, sem lýstu mikilli
gleði eða augljósri sorg. Má vera að þau
hafi birt þér flöktandi vitneskju um mikil
örlög. Og það veiztu, að innan allra þess-
ara mislitu klæða, bak við öll þessi andlit,
eru fólgnar tilfinningar, lífsstríð og saga
einstaklinga í óendanlegri, óyfirsjáanlegri
margbreytni. En eftir hundrað ár verður
allt þetta fólk horfið í moldina og saga
stríð og örlög flestra gleymd, hvort sem
það var glatt þetta kvöld eða hryggt, Ijótt
eða fallegt, ríkt eða fátækt, gáfað eða
heimskt. Þá verða það aðrir, sem hlæja
eða gráta, ýtast og hrindast, heilsast og
kveðjast í Austurstræti, — ef það verður
þá heldur til. Þetta er engin jólahugleið-
ing, en það er nú samt hugleiðingarefni
fyrir okkur báða, mig og þig, svo blátt
áfram og ófrumlegt sem það annars er.
Hefur aldrei vaknað hjá þér sú spurning,
sem laust mig einu sinni á köldu vetrar-
kvöldi í skarkala f jölfarins strætis: Hvað er
allt þetta fólk, allt þetta ógrynni af mann-
verum um öll stræti og torg, byggðir og ból
jarðarinnar? Er mannfólkið annað en strá,
sem spretta úr moldinni, vaxa, drekka í
sig döggina og geislana, skjálfa fyrir vind-
unum og fölna fyrir frostinu og falla fyrir
ljánum í algjöru tilgangsleysi og án nokk-
urs takmarks? Hvað er mannhafið, og
hvað er ég, fallandi dropinn í flaumi þess?
Guð? Er það satt, sem oss hefur verið
sagt, að til sé sú meðvitund, sem umlykur
allt þetta ógrynni, greinir þessa mergð í
einstaklinga, fylgist með hverju feti til
hryggðar eða gleði? Hefur nókkurn tíma
nokkrum hlut verið haldið fram, sem sé
eins hóflaus, eins ótrúlegur eins og þetta?
Maður getur skilið, að Guð hafi í hendi
sér göngu hnattanna, að hann hafi skapað
sér þessa flugeldamergð til gamans og hafi
stjórn þeirra sér að dægradvöl. Það er að
minnsta kosti hófleg og sanngjörn hugs-
un. En að hann skipti sér um kraðakið,
sem kviknar á einu fátæku fylgitungli eins
hinna geislandi djásna í geimnum, sinni
óværunni, sem skríður í moldinni á myrk-
um öreigahnetti í afkima ómælisins, ér það
ekki óhugsanleg f jarstæða, hreint og klárt
örvitahjal? Þó ekki liggi í augum uppi að
afneita slíkri fjarstæðu út frá Guði sjálf-
um, ef hann er þá til, er það þá ekki sjálf-
Eftir séra Sigurbiörn Einarsson.
gert út frá mannlífinu sjálfu, öllu þess
auvirði, endalausu fávizku, glöpum og
giftuleysi ?
Og svo gat hann þarna austur í Gyð-
ingalandi gengið um og talað um föður-
inn á himnum eins og hvern annan sjálf-
sagðan hlut, föðurinn, sem vissi um ein-
staklinginn, leitaði hans, annaðist hann,
hefði örlög hans rist inn í hjarta sér. ,,Já,
jafnvel hárin á höfði yðar eru öll talin,“
— hvað þá andvörpin, áhyggjurnar,
ákvarðanirnar til ills eða góðs. Og Jesús
frá Nazaret gekk um og sagði frá þessu,
hann kenndi það ekki eins og kenningu,
sem maður fikrar sig fram til með því að
brjóta heilann og draga ályktanir, liann
sagði frá því, eins og maður segir frá því,
sem maður hefur séð og þreifað á og er
hafið yfir allar umræður. Og hann hikaði
ekki við að innsigla þessa vissu sína með
afneitun allrar frægðar, heiðurs og hylli,
já, með afsali þess, sem vér elskum þó
mest, lífinu sjálfu. Og þessi látlausa frá-
sögn hans, þessi hógværa vissa, var smit-
andi. Eftir dauða Jesú hafa margir gerzt
reiðubúnir að innsigla hana með lífi sínu.
Á hverju hefir þessi vissa nærst? Er
það lífshvöt dýrsins, nýtt stig í þróun
þeirrar hvatar, sem hefir legið til grund-
vallar fyrir lífsbaráttu tegundanna frá
öndverðu, — hvaðan sem sú hvöt kann
að vera komin? Ef til viíl situr Höfuð-
smiðurinn með hnettina og geimblysin og
hefir að skopi flónsku óværunnar á þessu
fjarlæga, myrka hnattkrýh? Eða nærir
Höfuðsmiðurinn þessa óra sér að augna-
gamni, sem eitt lítið apaspil til tilbreyt-
ingar við hliðina á sigurverki vetrarbraut-
anna ? Það kann að vera skynsamleg hugs-
un. En ennþá hefir enginn Jesús frá Naza-
ret boðað slíka trú, né neinn látið lífið
fyrir hana. Eða er það svo, sem ýmsir
lærimeistarar nútímans boða, að maðurinn
sé ekki annað en hendingarfyrirbæri
blindra duttlunga í náttúrunni? Ég skil,
að slíka hugsun geti sett að manni sem
hrylling á köldu kveldi. En hitt skil ég
ekki, að það sé boðað sem fagnaðarerindi,
eins og mikið lausnarorð undan skaðsam-
legum hégiljum. Og það skil ég heldur
ekki, að sömu mennirnir, sem kenna þetta
og trúa þessu, skuli verða undrandi, þegar
tilfinningin fyrir mannslífinu hverfur hér
í álfu, þegar loks er farið að gera alvöru
úr því að líta á manninn eins og grasið á
jörðunni. Það er sjálfsögð og sjálfkrafa
ályktun hinnar skynsamlegu forsendu.
En svo er það hann, Jesús frá Nazaret,
sem var svo allsendis ófróður um nokkurt
spurningarmerki aftan við hugtakið
„himneski faðir“. Vissi hann ekkert um
meiningarleysi mannlífsins? Sá hann ekki
eins vel og ég og þú allar þessar mann-
verur, alla þessa kös, sem er eins og illa
samin og óleysanleg gáta? Sá hann ekki
grimma harma, kvöl og böl, allar þessar
fórnir, sem virðast færðar út í bláinn?
Hvað vissi hann? Hvað kom til, að hann
gat með fullkomnu, hóglátu öryggi lagt
oss á tungu: Faðir vor; þú sem ert á himn-
um? Hvað kom til, að hann gat sagt án
nokkurs hiks, án nokkurs efa: Það er ekki
vilji föður yðar, sem er á himnum, að einn
einasti þessara smælingja glatist. Þetta
boðaði hann eins og skilaboð að handan.
Og nú skal ég segja þér eitt: Ég er viss
um , að hann hefir heyrt rétt og skilað rétt.
Ég veit ekki, hvernig því víkur við. Ég
get ekki skilið það, ekki skýrt það. Það er
mér undursamleg ráðgáta, að ég skuli
vita með fullkominni vissu, að Jesús frá
Nazaret vissi betur, hvað hann var að
segja, en allir aðrir til samans, stórir og
smáir, að þetta eina orð ,,faðir“ af vörum
hans skuli vera máttugra í vitund minni,
en hver hvíslandi efasemi og óttablandin
spurn, sem svífur yfir fólkinu á jörðinni.
Það er talað um manngildi, mannrétt-
indi, virðingu fyrir einstaklingnum, lífi
hans, tilfinningum hans. Allt þetta er í
voða eins og stendur. Allt þetta er svívirt
og fótumtroðið í dag, og morgundagurinn
gefur ekki mikil fyrirheit um sjálfkrafa
umskipti í þeim efnum. Og þegar þú athug-
ar nánar þau áhrif, sem þú verður fyrir af
iðandi mannf jöldanum á strætinu, þá við-
urkennir þú máske líka, að það þarf nokk-
uð til, til þess að þú getir fundið til ábyrgð-
ar, samúðar og hluttekningar með öllu
þessu fólki, það þarf nokkuð til, til þess
að þér sé í rauninni ekki nákvæmlega
sama um allt þetta fólk, sem mætir þér á
köldu vetrarkvöldi, — þessu kalda vetrar-
kvöldi, sem heitir jarðlíf, — að tveim eða
þrem undanskildum ef til vill. Það þarf
nokkuð til, til þess að þú sért ekki tiltölu-
lega hlutlaus gagnvart staðreynd dagsins:
„Milljónir falla, milljónir kveina af hungri
og sorgum, svo heyrist um heim allan.“
En þegar þú heyrir röddina að handan,
rödd Nazareans: „Það er ekki vilji föður
yðar, sem er á himnum . . .,“ þá fyrst sérðu
mannlífið í nýju ljósi, þá fyrst eigirðu eitt
einasta brennandi verkefni, þá eignastu
eina einustu ósk, eina einustu þrá: Að afmá
helstafi tilgangsleysisins af mannlífinu, að
fá sálir, fnannssálir, til þess að taka undir
með röddinni^á Nazaret: Faðir vor, þú
sem ert á himnum.