Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 30

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 30
28 VTKAN, nr. 51—52, 1941 Fagnaðarlætin glumdu í homi Piccolino- klúbbsins. Það suðaði fyrir eyrum Jenni- fer og hún heyrði naumast hláturinn, húrrahrópin og lófaklappið. Hún sá aðeins andlit Williams — hann glápti af undrun eins og þetta væri í fyrsta sinn, sem hann sæi hana. Hún hafði ætlað að hefna sín á honum með þessu. Hann var líka vand- ræðalegur. En það var einhver nýr glampi í augum hans, sem sendi gleðistraum í gegnum Jennifer. „Meira — meira — „Einn enn.“ „Góða mín —,“ hrópaði ljóshærða stúlk- an í einlægri hrifningu — „þetta er hríf- andi! Kunnið þér ekki eitthvað meira?“ „Jú,“ svaraði Jennifer. „Viljið þið heyra: „Munkurinn fer út á engið“ ?“ Það var langt síðan Jennifer hafði hugs- að um gömlu bamasöngvana, en hún og Angela höfðu æft þá svo vel, að hún mundi þá enn. Ef Angela hefði sagt henni þá, að hún mundi syngja þá opinberlega á veitingahúsi, mundi hún hafa álitið Angelu geðveika. En hún var ekkert feimin — hún sá varla annað en svipinn á andliti Williams. Allt í einu var homið þeirra orðið mið- depill Piccolino-klúbbsins. Sammy Slade var kominn til Jennifer og stjómaði hljóm- sveit sinni nákvæmlega eftir hverri hreyf- ingu hennar. Þegar kvæðið var á enda hyllti allt fólkið á veitingahúsinu Jennifer og stóð upp til að sjá hana. „Meira — meira —.“ Jennifer fór aftur að borðinu og horfði á Wilham. „Jennifer!“ Hann horfði á hana eins og hann sæi ekki sólina fyrir h$nni. Hann leit á öll hlæjandi, áköfu og aðdáunarfullu and- litin í kring og síðan aftur á Jennifer. „Þér tókst sannarlega vel!“ „Bara eitt lag enn!“ hvíslaði Sammy Slade að henni. „Hvaða lag á það að vera?“ Hún gat varla haft augun af þessum nýja svip á andliti Williams. „Litla ungfrú Muffet?" „Ágætt!“ Hljómsveitarstjórinn lyfti stafnum sínum upp og dauðaþögn varð í veitingahúsinu. Jennifer lauk aldrei við að syngja þá vísu. Allt í einu sá hún öll andlitin og heyrði sína eigin rödd. Og hún varð aftur Jennifer Lamport, sem stóð í Ijósadýrð næturklúbbsins — og söng. Hún rak upp angistaróp og hljóp til dyr- anna. Þar stóð fyrir henni dálítill hópur tolks, sem hafði verið að fara, þegar hin óvænta skemmtun byrjaði. Hún tróð sér í gegnum hópinn og hljóp sem kólfi væri skotið út úr húsinu. Það var ekki fyrr en hún var sezt upp í leigubílinn, að hún mundi eftir því, að skinnkápan hennar og taskan lágu inni í veitingahúsinu, þar sem hún hafði setið. Dyravörðurinn við kvenna- skólann varð að borga bílinn fyrir hana. Það fór hrollur um Jennifer, þegar hún hugsaði um, að einhver frá skólanum hefði ef til vill heyrt hana syngja. Nei, enginn þaðan kom í Piccolino-klúbbinn, en það kynni að fréttast. Kennari frá Branley mjmdi verða látinn fara frá skólanum, áður en til þess kæmi að hann vekti um- tal. Þó var þessi ótti ekki aðalatriðið, heldur hugsunin um William. Hann hafði að vísu látið hrífast með af áhrifum augnabliks- ins, kætinni og aðdáuninni, en hvað myndi hann hugsa á morgun? Mundi honum ekki finnast eftir á, að hún hefði blátt áfram hlaupið á sig? Þó að hann stríddi henni, mundi hann ekki kæra sig um, að hún vekti eftirtekt á sér á þennan hátt. Hún hafði opinberlega reynt að vekja eftirtekt hans á sér og hagað sér eins og fífl. Á morgun mundi hann að vísu verða kurteis og spauga við hana, en — en —. „Ég er ekki svona í raun og veru,“ hugsaði hún sáróánægð. ! * Bekknum hennar fröken Lamport fannst hún vera óvenjulega hátíðleg og stíf dag- inn eftir. Slíkt getur alltaf komið fyrir og nemendumir urðu óvenju eftirtektarsamir. Þessi fyrirmyndarframkoma hafði róandi áhrif á kennslukonuna, og þegar leið á daginn hafði hún náð sér svo, að hún hætti á að mæta William. Hún fór í bezta, svarta kjólinn sixm og gekk nærri því hiklaust inn í kennarastofuna, en þar var aðeins dyra- varðarkonan, frú Meigs. „Ég var að leita að yður, frk. Lamport. Það er einhver hr. Garafola niðri og vill tala við yður.“ „Hver?“ „Garafola. Mér fannst hann minna á þessa fjölleikahússtjóra." Hún hampar verðlaununum. Jannette Hall frá Houston í Texas stendur sigri hrósandi með verðlaun sín. Hún tók þátt i sam- keppni, þar sem stúlkumar voru dæmdar eftir fegurð, yndisþokka og var einnig tekið tillit til búninga þeirra. „Fjölleikahús," Jennifer greip fyrir munninn á sér. „Meigs — er hann niðri í forstofunni? Ó, látið engan sjá hann. Ég verð að koma honum út. Ég skil ekki — ég —.“ „Þér getið treyst mér, ungfrú,“ sagði dyravarðarkonan. Jennifer flýtti sér niður. Hr. Garafola hafði lítil, hvatleg augu og var vel til fara. Hann brosti út undir eyru, þegar hann sá Jennifer. „Nú, þar kemur litla frökenin sjálf. Þér þekkið mig máske ekki? Romeo Garafola, eigandi Piccolino-klúbbsins. ‘‘ „Ég skil ekki hvað þér viljið mér, og ég á bágt með að taka á móti heimsóknum hér á skólanum. Ég er hrædd um að ég verði að biðja yður —.“ „Ég skil — ég skil.“ Hr. Garafola leit í kringum sig í herberginu, sem var mjög smekklega búið. „Hér er allt fínt og tigið — það sé ég. En með leyfi að segja — þér eyðið tímanum hér.“ „Hr. Garafola — ég get ekki —.“ „Þér eyðið tímanum. Ég veit ekki, hvað mikið kaup ung stúlka eins og þér fáið við svona skóla, en í gærkvöldi heyrði ég yður syngja tvö log, ungfrú Lamport, og ég býð yður 1000 kr. á viku.“ „Þúsund krónur — já, en — þetta er fullkomlega hlægilegt.“ „Þá segjum við 1200 krónur.“ „Nei, nei, ég meina að það er hlægilega, há borgun. Ég er kennslukona, herra Gara- fola. Af tilviljun kunni ég þessa tvo söngva, en annars get ég ekkert sungið, og kæri mig heldur ekki um það.“ „Þér hafið æft nokkur smálög, er ekki svo.“ „Jú, enda þótt . . ..“ „Ungfrú Lamport, mér er það ljóst að þér tilheyrið heldra fólkinu. Ég er blátt áfram maður, en ég hefi vit á listamönnum. Ég tala ekki um loddara og aðra þriðja flokks leikara og söngmenn, heldur um sanna list. Þeir gestir, sem koma til mín eru af beztu tegund, fólk, sem hefir vit á. list.“ Hann horfði fast á harta, en hún svaraði ákveðið: „Þér eruð mjög vingjanmlegur, hr. Garafola, en eftir stuttan tíma, t. d. nokkr- ar vikur, mundi fólki fara að leiðast þessir bjánalegu söngvar, og hvað yrði þá um mig? Ég yrði atvinnulaus kennslukona, Þér ættuð að fá einhverja aðra en mig, einhverja söngkonu, til þess að syngja þessa söngva. Þetta em gamlar bamavís- ur, sem allir geta farið með.“ Hr. Garafola hristi höfuðið. „Kæra ung- frú Lamport, það em ekki sjálfir söngv- amir og ekki framkoma yðar, heldur ekki rödd yðar — nei, það er persónuleiki yðar, sem ríður baggamuninn. Það er sjald- gæf vara, sem ég ber kennsl á, hvar sem hún verður á vegi mínum, og ég er ekki hræddur við að borga fyrir hana — út í. hönd og rausnarlega." Hurðin var opnuð og William kom inn, Jennifer hljóðaði upp yfir sig. „Ó,“ sagði hr. Garafola brosandi. „Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.