Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 24

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 24
22 VIKAN, nr. 51—52, 1941 ........""...................................arkorn yfir rjúkandi tóbakspípu. Ef henni _ § er haldið yfir reyk af logandi brennisteini, JÓUIEIKIR OG UAIDRAR. þá upphtast hún og verður hvít. I Sé rósin sett í tært vatn eftir þetta, fær .......j hún brátt upprunalegan lit og ilm. að fylgir jólunum, að menn varpa frá sér áhyggjum hversdagslífsins og bregða á leik — setjast við spil, dansa, fara í leiki eða gera galdra. Leikir og galdrar, þar sem allir geta verið þátttak- endur, ungir og gamlir, hafa alltaf verið mjög vinsælir, þegar heimilisfólk og gestir er saman komið til að skemmta sér. En það, sem helzt vill á skorta við slík tæki- færi, er að menn kunna ekki nógu marga leiki, fjölbreyttnin verður ekki nógu mikil. Til þess að hjálpa lesendum sínum í þessu efni, flytur Vikan hér á eftir nokkra slíka leiki og galdra, sem vonandi geta orðið til að auka á jólagleðina. Leikir. Einungis augun. Hyljið opnar dyr með dagblöðum, sem fest eru með teiknibólum og strengd fyrir dyrnar. Klippið rifu (2—3 cm. á hæð og 8—10 cm. á lengd) í dagblöðin. Einn af þátttakendunum er nú látinn vera í öðru herberginu, en hinir þátttak- endurnir sýna honum til skiptis augun í gegnum rifuna. Hann á nú að gizka á, hvers augu hann sér, og er það all-erfitt. Sá, sem hefir þekkzt á augunum, á nú að fara inn í stað hins og reyna að þekkja augun. Að þreifa með skeiðum. Einn af þátttakendunum fær tvær mat- skeiðar, sína í hvora hönd, síðan er bund- ið fyrir augu hans og honum snúið í hring. Hann á nú að ganga um í hringnum, þreifa fyrir sér með skeiðunum og gizka á, hver það er, sem hann þreifar á. Hann má að- eins geta þrisvar sinnum. Ef hann gizkar rétt, á sá, sem hann þekkir, að fara inn í hringinn. Að snúa hlemmnum. Raðið stólum (einum færri en þátttak- endurnir) í kring á gólfið og biðjið menn að fá sér sæti. Sá, sem engan stól fær, stendur í miðjum hringnum með pott- hlemm eða kringlóttan bakka í hendinni. Sérhver þátttakendanna fær nú nafn þess, sem situr hægra megin við hann. Sá, sem stendur á gólfinu snýr lokinu á gólf- inu og nefnir, nafn einhvers þátttakend- ans. Sá, er raunverulega heitir nafninu, á ekki að rísa upp og reyna að grípa hlemm- inn, áður en hann dettur, heldur sá, sem hefir fengið nafnið (sessunauturinn til vinstri). Hann grípur hlemminn, snýr hon- um aftur og nefnir annað nafn. Sá, sem fyrst stóð inni í hringnum, sezt á auða stólinn o. s. frv. Á þennan hátt skiptir maður um nafn í hvert skipti, sem maður fær nýjan sessunaut til hægri. Ef einhver grípur hlemminn ekki, eða hlýðir ekki „nafni sínu“, á hann að „gefa pant“. Að skrifa miða. Sérhver þátttakandi fær langan renn- ing og blýant. Allir setjast við stórt borð og skrifa efst á blaðið: 1) Nafn einhvers karlmanns (annað hvort einhvers, sem er viðstaddur eða þekkts manns). Síðan er seðillinn brotinn tvisvar, svo að ekki sjáist það, sem skrifað er. Öllum miðunum er kastað á borðið og ruglað saman. Þá draga allir miða og skrifa á hann, án þess að sjá, hvað áður var búið að skrifa á hann: 2) Kvenmannsnafn. Miðarnir eru aftur brotnir saman og þeim ruglað. Þá er skrif- að: 3) Hvar þau hittust (í bíó, skipi, dans- leik o. s. frv.). Miðarnir eru brotnir sam- an í fjórða sinn og skrifað: 4) Hvað hann sagði við hana. 5) Hverju hún svaraði. 6) Hver endirinn varð. 7) Hvað fólk sagði. Þegar búið er að skrifa sjö sinnum á seðlana og rugla þeim enn einu sinni, tekur hver maður einn miða og les innihaldið upphátt. Hver hefir bezta minnið? Tíu til tuttugu smáhlutir eru settir á borðið og klútur breiddur yfir. Klútnum er lyft af og þátttakendurnir mega horfa á hlutina í 3 mínútur. Þá er klúturinn aftur lagður yfir. Nú setjast allir niður og reyna, hver getur munað og skrifað niður flesta hlutina. Reynið einu sinni. Það er alls ekki auðvelt. Fáeinir hlutir eru teknir burtu og nú reyna þátttakendurnir að muna, hvaða hlutir eru horfnir. — Það er ennþá erfið- ara. Oaldrar. Rósin, sem skiptir um lit. Það er hægt að láta dökkrauða rós verða græna, með því að halda henni stund- Lifandi vindillinn. Töframaðurinn fær lánaðan vindil hjá einhverjum, sem viðstaddur er, og sýnir áhorfendum, að hann er alveg eins og aðrir vindlar. Síðan stingur hann vindlinum með vinstri hendi niður í glæra flösku. Strax og vindillinn er kominn niður í flöskuna, stígur hann aftur upp í stútinn. En um leið og töframaðurinn ætlar að grípa hann, sekkur hann aftur niður. á botninn og er það, af því að hann óttast, að töframaðurinn ætli að reykja sig, að því er töframaðurinn segir sjálfur. Vindillinn stígur og sekkur nokkrum sinnum, þangað til galdramaðurinn lofar að reykja hann ekki. Þá stígur hann ró- lega upp úr flöskunni og lofar töframann- inum að ná í sig. Áður en töframaðurinn kemur inn, hefir hann fest langt kvenmannshár'við einn af vestishnöppum sínum og í hinn enda hárs- ins hefir hann fest saumnál. Þegar hann er búinn að fá vindilinn lánaðan og hefir sýnt hann, þrýstir hann nálinni inn í ann- an enda vindilsins, án þess að nokkur taki eftir. Vindilhnn stígur nú eða lækkar eftir því, hvort töframaðuririn heldur flöskunni upp að sér eða langt frá sér. Þegar þetta hefir verið endurtekið nokkrum sinnum, er vind- illinn tekinn upp og honum skilað. Höndin með aðdráttaraflinu. Töframaðurinn leggur hægri hendi á næstum fullt, lítið vatnsglas og segist geta lyft því upp með aðdráttarafli handarinn- ar, án þess að styðja við með vinstri hendi. Fyrst lætur hann einhvern, sem viðstadd- ur er, reyna, en þegar það hefir reynzt árangurslaust, famkvæmir hann töfrana. Til að fá ,,aðdráttarafl“ í hendina, beyg- ir töframaðurinn fingurna lóðrétt niður á við og þrýstir lófanum fast á barmana á glasinu. Síðan réttir hann snöggt úr fingr- unum og getur nú lyft glasinu upp með hendinni, því að loftið hefir þrýstst úr glas- inu og andrúmsloftið í kring þrýstir því að hendinni. Útskýrir skattaálagninguna. Það mun verða mikið talað um þennan mann, þeg'ar greiða á skatta í Bandaríkjunum næst. Hann heitir Henry Mor- genthau (yngri) og er fjár- málaráðherra Bandaríkjanna. Hann hefir áætlað 3 500 000 000 dollara til landvarna. — Mor- genthau sagði: „Allar stéttir þjóðfélagsins — jafnt ríkir og fátækir — eiga að bera sinn hluta byrðarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.