Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 21

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 21
VIKAN, nr. 51—52, 1941 19 Ungi tónsnillingurinn og söngkonan. r fátæklegu herbergi í einni aumustu götu Lundúnaborgar sat lítill, föður- laus drengur, franskur að ætt, við sjúkrabeð móður sinnar. í matarskápnum var ekkert ætilegt, og allan daginn hafði drengurinn ekki bragðað mat. Hann sat nú ’parna og sönglaði smálag til þess að reyna að hressa hugann. En samt gat hann ekki að því gert, að einstæðingsskapur hans og sultur þjáðu hann annað veifið. Hann gat varla varist tárum, því hann vissi að ekkert mundi vera veikri móður hans eins holt og góð appelsína. En hann var blásnauð- ur og hafði engin úrræði. Lagið, sem hann söng, hafði hann sjálf- ur samið, ljóðið sömuleiðis, því barnið var snillingur. Hann gekk út að glugganum og horfði út. Þá sá hann mann, sem var að festa upp stóra auglýsingu þess efnis, að frú Mali- bran ætlaði að syngja opinberlega að kvöldi þessa dags. „Ó, ef ég gæti nú farið þangað!“ hugs- aði Pétur litli. Augnablik leið og hann spennti greipar og augu hans ljómuðu af nýrri von. Því næst strauk hann niður gulu lokkana sína, hljóp út í horn herbergisins, opnaði þar ofurlítinn kassa og tók upp úr honum nokkur óhrein pappírsblöð. Með brennandi áhuga horfði hann á móður sína, sem svaf, og þaut svo út eins og örskot. * „Hver sö^ðuð þér að biði eftir mér?“ spurði frúin þjóninn. „Ég er fyrir löngu orðin þreytt á þessum heimsóknum.“ „Þetta er aðeins lítill, laglegur drengur, með gula lokka. Hann segir, að ef hann aðeins fengi að sjá yður, þá sé hann viss um, að þér munuð ekki verða leið, og að hann muni ekki tefja yður nema augna- blik.“ „Ó, það er ágætt, látið hann koma inn,“ sagði hin fagra söngkona brosandi. „Ég neita aldrei börnum.“ Pétur litli kom nú inn. Hann hélt á hatt- inum sínum í annari hendinni, en litlum pappírsstranga í hinni. Hann gekk djarf- lega beint til frúarinnar, hneigði sig og sagði: „Ég kom til yðar af því að móðir mín er mjög veik, og við erum of fátæk til þess að geta keypt mat og lyf. Mér datt í hug, að ef þér vilduð gera svo vel að syngja litla lagið mitt á einhverri hinna ágætu söngskemmtana yðar, þá gæti ef til vill skeð, að einhver bókaútgefandi vildi kaupa það fyrir lítilræði. Og þá gæti ég fengið mat og lyf handa móður minni.“ Hin fræga kona stóð upp úr sæti sínu. Hún var mjög há og tignarleg. Hún tók við litla pappírsstranganum, sem hann rétti henni, og sönglaði lagið brosandi. „Hefir þú samið það?“ spurði hún, — „þú, barnið? Og svo Ijóðið? — Mundi þig langa til að koma á söngskemmtunina mína?“ spurði hún eftir stutta þögn. „Ó, það vil ég endilega!" og augu drengsins ljómuðu af hamingju — „en ég get ekki farið frá móður minni.“ „Ég skal senda einhvern til þess áð vera hjá móður þinni í kvöld. Og hér eru aurar, sem þú getur keypt mat og lyf fyrir. Og svo er hérna einn af aðgöngumiðum mínum. Komdu í kvöld. Þú munt fá sæti nærri mér.“ Næstum því utan við sig af gleði keypti Pétur nokkrar appelsínur og ofur- lítið af ýmsu sælgæti, færði það fátækri móður sinni og sagði henni með tárin í augunum frá sinni miklu hamingju. * Þegar Pétur var kominn í sönghöllina um kvöldið, varð honum ljóst, að hann hafði aldrei fyrr á æfinni komið í jafn veglegt hús. Hljómsveitin, óteljandi ljósin, fegurðin, ljóminn af demöntunum, skrjáf- ið í silkinu — allt þetta ruglaði augu hans og heila. Og svo kom söngkonan inn. Og barnið sat og horfði stöðugt á fagra ásjónu hennar. Átti hann að trúa því að hin tígu- lega kona, sem öll ljómaði í gimsteinum, og sem allir virtust tilbiðja, ætlaði í raun og veru að syngja litla lagið hans? Hann beið með öndina i hálsinum — öll hljómsveitin byrjaði að leika lítið rauna- legt lag. Hann þekkti það og klappaði saman höndunum af ánægju. 0, hve hún söng það vel! Það var svo einfalt, svo sorg- legt, smaug gegnum merg og bein — her- tók sálina. Augu margra depruðust af tár- um, og ekkert heyrðist nema þetta inni- lega ljóð og lag. Þegar Pétur fór heim, var eins og hann kæmi ekki við jörðina. Hvað hirti hann nú um peninga? Frægasta söngkona Evrópu hafði sungið litla lagið hans, og þúsundir manna höfðu grátið af harmi þess. Þegar frú Malibran heimsótti hann dag- inn eftir, varð hann óttasleginn. En hún strauk gulu lokkana hans, sneri sér því næst að móður hans og sagði: „Frú mín góð. Litli drengurinn yðar hefir fært yður hamingju. Bezti bókaútgef- * andi í Lundúnum bauð mér í morgun þrjú hundruð sterlingspund fyrir litla lagið hans, og eftir að salan á þvi hefir numið ákveðinni upphæð, á hann Pétur litli að fá greiddan ágóðahlut. Þakkið góðum guði fyrír, að syni yðar hafa verið gefnar himneskar gjafir.“ Hin göfuglynda söngkona og fátæka konan grétu báðar. En Pétur litli, sem alltaf minntist hans, sem vakir yfir fátæk- um og hrjáðum, féll á kné við beð móður sinnar og mælti fram bæn, þar sem hann bað guð að blessa hina góðu konu, sem hafði verið svo lítillát að gefa böh þeirra gaum. Endurminningin um þessa vel orðuðu bæn gerði söngkonuna jafnvel ennþá göf- ugri en áður. Og hún, sem var átrúnaðar- goð enska aðalsins, gekk um og gerði gott. Hún varð ekki langlíf, og sá sem stóð við sjúkrabeð hennar, sléttaði koddann henn- ar og létti henni síðustu augnablikin, var hann Pétur, sem þá var orðinn ríkur mað- ur og viðurkenndur sem gáfaðasta tón- skáld síns tíma. 'lóSmim & $ & Barnaleikföng úr járni, tré, gúmmí, celloloid, t taui, pappa, mikið úrval. | Loftskraut, Jólatrésslíraut, Kerti, Spil, Borð- búnaður úr stáli, Silfurplett, mjög vandað, Fallegt Keramik, Glervörur o. m. fl. ‘ K. Einarsson & Björnsson Kapmenn! Kaupfelög! tJtvegum alls konar vefnadarvörur frá Arthur & Company, Glasgow. Sýnishorn fyrirliggjandi. GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON & CO. Hafnarstræti 19. Sími 4430.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.