Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 25

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 25
VIKAN, nr. 51—52, 1941 23 Um krossgátur. Dað er líklega ekki of mælt, að gátur, í ýmsum myndum, séu jafngamlar mannkyninu á jörðu hér. Viðfangsefni hins daglega lífs hafa löngum verið þraut, sem þurfti að ráða. Og lífið í heild verið torráðin gáta, sem ekki hefir orðið leyst fyrri en að leiðarlokum. Hvernig verður ævi vor? — Hvernig verður þetta sumarið, veturinn eða árstíðin? Hvernig verður þessi dagurinn? Hvað hefir hið óþekkta, sem fram undan ér, að færa oss? Allt eru þetta gátur. Vér reynum að ráða þær. Timinn leysir úr, hvort ráðningin verður að meira eða minna leyti samkvæmt réttu lagi. Það er ekki ólíklegt, að þessi mergð viðfangsefna, sem lífið leggur oss til, sé fyrsta undirstaða gát- unnar. Þótt af nógu hafi verið að taka, þar sem viðfangsefni hins daglega lífs voru, til þess að velta fyrir sér, hafa menn fundið sér upp við- fangsefni, sem glímt yrði við, en höfðu það fram yfir viðfangsefni og gátur lifsins, að þau var hægt að leysa. Og samstundis var hægt að fá úr þvi skorið, hvort ráðningin væri rétt eða xöng. Mennii’nir hafa komizt á lag með að fela hugsun á bak við orð, sem þýða allt annað, en gefa þó svo mikið til kynna um hugsunina, eða það sem við er átt, að sá, sem fær gátuna til meðferðar, getur svipt hulunni af viðfangsefninu og sýnt hvemig einföld hugtök eru oft og einatt falin undir torskildum eða tvíræðum oi’ðum. Að vísu má búast við að rétt ráðning fáist ekki við fyrstu raun. En það er allur munur, að geta fengið úr- skurð um réttmæti ráðningarinnar, og þá er hægt að byrja á nýjum leik, ef illa tekst í fyrstu. Því er ekki þann veg farið um lífsgátuna. Hún er alltaf óráðin, þrátt fyrir það, að alltaf er verið að ráða hana. Ráðningin fæst ekki fyrri en allt er um seinan. Þess er enginn kostur að byrja á henni á nýjan leik. Um eiginlegan uppruna gátunnar er óvíst, en drög til hennar liggja í elzta ritaða máli, elztu minningum mannkynsins. Og það er víst, að í Austurlöndum var gátan orðin að íþrótt fyrir þúsundum ára. 1 gamla testamentinu er sagt frá all einstæðu einvígi, sem þau háðu drottningin af Saba og sá mæti maður Salómon konungur. Þau reyndu andlegt atgervi hvors annars með þeim hætti að leggja gátur hvort fyrir annað. Get- raunirnar voru með ýmsu srtiði með ýmsum þjóð- um, orðaleikir og talnagátur. Grikltir hinir fornu munu einkum bafa iðkað talnaþrautir, en í norrænum sið mun hið mælta orð hafa notið meiri hylli. Sennilega hefir gátan verið mjög iðkuð meðal Germana, ekki sízt á Norðurlöndum. Þar ,er hún komin á hátt stig löngu fyi’ir ritöld. Er hún einkum bundin við Ijóð- formið, svo sem gátur Gestumblinda. 1 eddunum er krökt af gátum og síðar í hetju- og drótt- kvæðum, þegar þau koma til sögunnar: kenning- amar. Þær eru eigi annað en gátur. Hugsunin er sett fram á táknrænan hátt. Að mestu mun ljóð- formið hafa verið sjálfkjörið fyrir gátuna, eins og allur sá ai’agrúi gátna sýnir, sem geymzt hafa gegnum aldirnar. Eins og á öðrum sviðum ei'u Grikkir, hin mennt- aða íþróttaþjóð, brautryðjendur gátunnar í Ev- rópu. Goðaspár þeirra eru gátur, mæltar fram i sexmæltum ljóðum (hexameter). Tii Grikkja mun einnig mega rekja krossgátuna. En í krossgátur sínar notuðu þeir ekki bókstafi og orð. Stærð- fræðin var þeirra mest metna vísindagrein. Er éigi ólíklegt, að það hafi orðið þess valdandi, að þeir notuðu tölur til uppfyllingar á krossgátunni. Hér skal sýnt eitt dæmi þess, hvernig grískar Jólakrossgáta Vikunnar. VIKAN hefir ákveðið að veita að þessu sinni þrenn verðlaun fyrir rétta ráðningu á jólakrossgátunni. — Ef margir senda réttar ráðn- ingar, verður dregið um verðlaunin. Fyrstu verðlaun: 20 kr., önnur: 15 kr., þriðju: 10 kr. Ráðningar verða að vera komnar fyrir 15. febrúar til Vikunnar, Kirkjustræti 4, Reykjavík. Pósthólf 365. (Ráðningum fylgi greinilegt heimilisfang sendanda). JLárétt skýring: 1. Jesús. — 7. hátíðaglaðningar. — 14. lifvænleg. — 15. gremjast. — 16. stafurinn. -—• 19. fiskur. — 21. var kyrr. -— 22. titill. — 23. forsetn. — 25. herma. -— 27. ílát. — 30. strik. — 32. víkur. — 34. ung kind. — 36. brennur. — 38. fóru á sjó. — 39. efast ekki. — 40. veikar. — 41. ljótur. — 43. tengdi. — 44. lokaði. — *45. bátur. •— 46. himintungl. — 48. nútíð. — 49. frumefni. -— 50. verkfæri. — 51. hávaði. — 52. for- setn. ■— 53. frændi. — 55. daunilla. — 58. forskeyti.-— 59. rismikilla. — 60. sett hjá. — 62. annizt. — 68. hægt. — 74. tré. •— 76. velgengir (so. vth.). — 78. bola. — 79. meðal annars. — 80. persónufornafn. — 82. skjálfti. — 83. tónn. — 84. goð. — 85. sarg’. — 86. syndug. — 87. afhýsið.’ -— 89. umhyggja. — 91. þrasir. — 93. mannsnafn. — 94. högg. — 95. glamm. — 97. þrábiðja. — 98. Evrópuþjóð. — 99. missi. — 100. rír. —- 102. lengra. — 103. borðuðu. -— 104. á fæti. — 105. beygingarending. — 106. enda. — 108. mannsnafn, þf. — 110. hvatar. — 111. vondir. —113. velling. — 114. ráðgjafax-. — 115. örnefni í Henglaf jöllum. Lóðrétt skýring: 1. málmvetlingai’. — 2. rúms. — 3. fiskar. •— 4. blettir. — 5. hljóð. — 6. afleiðsluending (forn). — 8. endi. — 9. skrá. — 10. gekk. — 11. norpi. — 12. stallur. —- 13. hljóðbreyting. — 17. öryggi. — 18. staurana. — 20. kviðir. — 22. ganga. — 24. fjarlægðina. — 26. bifa. — 28. heitið. — 29. viðarmylzna. — 31. pallur. — 33. rugli. — 34. ullar'ílát. — 35. jurt. — 37. rosi. — 40. mannsefni. — 42. kyrrt. — 44. fjörugróður. — 47. sjáleg. —• 50. fortóku. — 53. kind. — 54. tala. — 56. tveir samhljóðar. — 57. forskeyti. -— 61. hláturgjarn. — 63. bær í Bolungavík. — 64. samtíningur. — 65. ás. — 66. hreyfing. — 67. sprakk. — 68. fótur. — 69. bjóða við. — 70. raft. — 71. ekki neinn. —- 72. tveir eins. — 73. prestsþjónusta. — 75. elsku. — 77. göng. — 78. týnir. — 79. slasa. ■— 81. verk- ar skinn. — 86. frétt. — 88. ílát. — 89. fæða. — 90. þrótt. — 92. í skartgripum. — 94. féllu. — 96. rótar. — 99. sæti. — 101. frægð. — 103. ræðið. — 107. tregs. — 109. rönd. — 110. óráð. — 112. frumefni. — 113. tveir skyldir. Lausn á 118. krossgátu í 50. tbl. er á næstu síðu! ki-ossgátur litu út. (Sjá mynd 1). Ferning er skipt niður í níu reiti, er tölustöfunum 1—9 raðað í reitina eins og 1. mynd sýnir. Þessi gáta er leyst á þann hátt að flytja stafina þannig, að útkoman verði hin sama, hvort sem lagt er saman lóðrétt, lárétt eða í horn. Útkoman á að vera 15. Séu stafii’nar (tölurnar) fluttir til eins og 2. mynd. sýnir, verður útkoman 15, hvernig sem vér leggjum saman. Reikningsþrautir í líkingu við þessa eru margar til. Þá tíðkuðust einnig meðal Grikkja gátur úr samstöfum og atkvæðum orða. Rómverjar lögðu minni rækt. við gáturnar heldur en Grikkir. Þó eru til krossgátur frá þeim, og þær mjög svo fullkomnar. Þeir skiptu fleti í ákveðna reitatölu,- sem fylltir voru út með bók- stöfum, sem mynduðu orð, eins og tíðkast í kross- gátum vorra tíma. Til er latneskur málsháttur, sem þannig er skipað í 25 reiti. (Sjá 3. mynd). 3. mynd. s A T O R A R E P O T E N E T O P E R A R O T A S Hann er svona: „Sator arepo tenet opera rotas.'‘ (Sáðmaðurinn seinkar hjólinu við vinnu sína). Hér höfum við íyrir okkur mjög fullkomna kross- gátu.Það er sarna, hvernig hún er lesin, lárétt, lóðrétt, áfram eða aftur á bak. Á tímum galdra- brennu og hjátrúar er ekki ósennilegt, að plagg sem þetta hefði orðið orsök til vítiskvala hérna megin dauðamóðunnar hefði það fundizt í fórum vinnumanns, sem lagt hefði hug á heimasætuna á höfðingjasetrinu, og jafnvel þótt um minni sakir væri að ræða. Það er augljóst mál, að hér á landi hefir það löngum þótt góð íþrótt að ráða gátur, ekki sízt meðal alþýðumanna. Skilur það mjög á, að er- lendis munu gátur einkum hafa verið dægradvöl iðjulítilla yfirstétta. Eins og áður er sagt, eru eddurnar og dróttkvæðin gátur að meira og minna leyti. Þegar stundir líða færist gátan í léttara form, um leið og ljóðagerðin færist i auðveldari búning. Seinna má heita að gátnagerðin verði ein tegund ljóðagerðarinnar. Hefir það tíðkazt allt frani á vora daga, að yrkja gátur. Mun almenn- ingur eiga í fórum sínum allríflegan fjársjóð af því tagi. Hver kannast ekki við gáturnar: Fuglinn flaug, — Tíu toga fjóra, — Margt er smátt i vettling manns o. fl. o. fl. En hér verður eigi farið nánar út í það. Eins og að framan er leidd athygli að, er krossgátan komin alla léið aftan úr fomöld. Hún hefir haldizt við í gegnurn mið- aldirnar. Hafa það einkum verið munkar sem varðveittu hana og iðkuðu. Aimenningseign verð- ur hún varla talin fyrri en á síðustu áratugum. En það er tvímælalaust, að hún hefir hvarvetna reynzt afar vinsæl. Það eru jafnt æðri sem lægri, er leggja stund á að ráða krossgátur. Það er jafnvel talað um að þessi eða hinn hafi „kross- gátu-dellu“. Þess munu ófá dæmi, að sama fjöl- skyldan kaupi fleiri en eitt eintak af blaði, sem flytur krossgátur. Og hinn mikli fjöldi ráðninga, sem kemur þegar verðlaunakrossgátur eru gefnar út, sýnir, að vinsældir krossgátunnar eru miklar, einnig hér á landi. Eigi alls fyrir löngu las ég það í blaði, að í Ungverjalandi væri kvenstúdent, sem réði yfir- leitt hverja krossgátu, sem hún næði til. Heppnin hefir verið með henni, svo að hún hefir hlotið- álitlega fjárhæð í verðlaun. Meðal annarra verð- launa hefir hún hlotið einkabifreið. Hún er talin afarfljót að ráða, jafnvel þyngstu krossgátur. Hvernig eru þessar gátur búnar til? Hvernig eru þær leystar? Þessum spurningum verður svarað að einhverju leyti í næstu blöðum. Sæm. Ein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.