Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 48

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 48
46 VIKAN, nr. 51—52, 1941 Fjölskyldan við jólaborðið. Framhald af bls. 8. eru milli staura, er sama hvort farið er beint í gegnum ásinn eða yfir hrygginn. — Hvaða vitleysa, sagði móðir hans. Yfir ásinn er 5 km., en aðeins 4 y2 eftir veginum. Það munar % km. og þeir þurfa 5 staura á þeim spotta. — Líttu á teikninguna, mamma. Fjar- lægðin milli staura er ekki mæld eftir jörð- unni og ekki eftir símaþræðinum, heldur lárétt á milli stauranna. Ég er jafnlangt frá þér, hvort sem ég stend hér á gólfinu eða uppi á stól á þessum sama stað. Þeir spöniðu y2 km. í þræði, en engan staur. Húsmóðirin gat ekki botnað í þessu. Presturinn bar nú upp þraut fyrir þau. — Setjum sem svo, að yfirborð jarðar- innar sé alveg slétt og ég spenti stálgjörð um miðja jörðina, sem félli alls staðar að, svo að hvergi væri loft í milli. Nú bæti ég 6 metrum í gjörðina og jafna allt í kring. Hve hátt verður gjörðin frá jörðu, ef hún er jafnhátt frá jörðu allt í kring? — Þetta er sú óravegarlengd, sagði hús- bóndinn, að ég held, að það mundi lítið slakna á gjörðinni. — Hvað segir þú, Georg? spurði prest- ur. — Nú, svona fljótt á litið og án þess að reikna það út býst ég við, að það yrði örlítið brot úr sentimetra. Ragnar og Filippus ’voru á sama máli. — Það er nú samt svo, sagði klerkur, að við það að auka 6 metrum í gjörðina lyftist hún um nærri því meter frá jörðu alla leið í kring. — Það er þó ómögulegt, sögðu allir. En prestur hafði á réttu að standa. Það er sama, hve löng gjörðin er, hvort sem hún er utan um jörðina eða kjötkvartil. Ef 6 metrum er aukið í hana, víkkar hún um nærri því meter alla leið í kring. — Hafið þið heyrt um þetta dæmalausa efnisbarn, sem Skerfjörðshjónin misstu um daginn, sagði húsmóðirin. Það var þriggja mánaða. Móðirin stóð við vögguna og spurði lækninn, hvort nokkuð gæti bjargað barninu. — Ekki neitt, svaraði læknirinn. Og barnið leit upp til móður sinnar og sagði — ekki neitt. — Að hugsa sér, sagði María, bara þriggja mánaða. — Já, börn geta verið dæmalaust bráð- þroska, sagði herra Filippus, og ég hefi heyrt margar sögur um það. En eruð þér vissar um, að þetta sé satt, kæra frú? — Alveg viss, svaraði húsmóðirin. Er það nokkuð undarlegt, þó að þriggja mán- aða barn segi ekki neitt? — Hér er vandamál, sagði María, sem ég vildi fá leyst úr. Ég er vön að kaupa gulrætur í kippum, og hver kippa er 12 þumlungar ummáls. Ég mæli það alltaf með málbandi, til þess að vera viss um, að ég fái rétt. Um daginn hafði kaupmað- urinn ekki nema smákippur, sem voru 6 þumlungar ummáls, og ég keypti tvær. Það verður jafnmikið, sagði ég, og verðið auð- Lady Queens- bury, sem ný- lega flaug frá Evrópu til Kanada til að heimsækja börn sín, sem þar dvelja. vitað það sama. En kaupmaðurinn full- yrti, að það væri meira í tveimur litlu kipp- unum heldur en einni stórri og lét mig borga meira en ég var vön. Nú langar mig til þess að vita, hvort það er rétt. Er sama í litlu kippunum tveim eins og einni stórri, eða er það meira? — Þetta er gömul reikningsþraut, sagði Ragnar, sem kaupmaðurinn hefir ef til vill lesið um. Þarna lék hann laglega á þig. — Það var þá jafnmikið, en ekki meira? — Nei, hvorugt. Þú fékkst í báðum kippunum aðeins helming þess, sem er í stóru kippunni og áttir að borga helmingi minna. Hringur, sem er helmingi minni að ummáli en annar, er aðeins f jórðungur hins að flatarmáli. Þess vegna var í hvorri litlu kippunni um sig aðeins fjórðungur á við það, sem er í stóru kippunni. SlGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. — Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist Culliford & Clarlc Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.