Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 48
46
VIKAN, nr. 51—52, 1941
Fjölskyldan við jólaborðið.
Framhald af bls. 8.
eru milli staura, er sama hvort farið er
beint í gegnum ásinn eða yfir hrygginn.
— Hvaða vitleysa, sagði móðir hans.
Yfir ásinn er 5 km., en aðeins 4 y2 eftir
veginum. Það munar % km. og þeir þurfa
5 staura á þeim spotta.
— Líttu á teikninguna, mamma. Fjar-
lægðin milli staura er ekki mæld eftir jörð-
unni og ekki eftir símaþræðinum, heldur
lárétt á milli stauranna. Ég er jafnlangt
frá þér, hvort sem ég stend hér á gólfinu
eða uppi á stól á þessum sama stað. Þeir
spöniðu y2 km. í þræði, en engan staur.
Húsmóðirin gat ekki botnað í þessu.
Presturinn bar nú upp þraut fyrir þau.
— Setjum sem svo, að yfirborð jarðar-
innar sé alveg slétt og ég spenti stálgjörð
um miðja jörðina, sem félli alls staðar að,
svo að hvergi væri loft í milli. Nú bæti
ég 6 metrum í gjörðina og jafna allt í
kring. Hve hátt verður gjörðin frá jörðu,
ef hún er jafnhátt frá jörðu allt í kring?
— Þetta er sú óravegarlengd, sagði hús-
bóndinn, að ég held, að það mundi lítið
slakna á gjörðinni.
— Hvað segir þú, Georg? spurði prest-
ur.
— Nú, svona fljótt á litið og án þess
að reikna það út býst ég við, að það yrði
örlítið brot úr sentimetra.
Ragnar og Filippus ’voru á sama máli.
— Það er nú samt svo, sagði klerkur,
að við það að auka 6 metrum í gjörðina
lyftist hún um nærri því meter frá jörðu
alla leið í kring.
— Það er þó ómögulegt, sögðu allir.
En prestur hafði á réttu að standa. Það
er sama, hve löng gjörðin er, hvort sem
hún er utan um jörðina eða kjötkvartil.
Ef 6 metrum er aukið í hana, víkkar hún
um nærri því meter alla leið í kring.
— Hafið þið heyrt um þetta dæmalausa
efnisbarn, sem Skerfjörðshjónin misstu
um daginn, sagði húsmóðirin. Það var
þriggja mánaða. Móðirin stóð við vögguna
og spurði lækninn, hvort nokkuð gæti
bjargað barninu. — Ekki neitt, svaraði
læknirinn. Og barnið leit upp til móður
sinnar og sagði — ekki neitt.
— Að hugsa sér, sagði María, bara
þriggja mánaða.
— Já, börn geta verið dæmalaust bráð-
þroska, sagði herra Filippus, og ég hefi
heyrt margar sögur um það. En eruð þér
vissar um, að þetta sé satt, kæra frú?
— Alveg viss, svaraði húsmóðirin. Er
það nokkuð undarlegt, þó að þriggja mán-
aða barn segi ekki neitt?
— Hér er vandamál, sagði María, sem
ég vildi fá leyst úr. Ég er vön að kaupa
gulrætur í kippum, og hver kippa er 12
þumlungar ummáls. Ég mæli það alltaf
með málbandi, til þess að vera viss um,
að ég fái rétt. Um daginn hafði kaupmað-
urinn ekki nema smákippur, sem voru 6
þumlungar ummáls, og ég keypti tvær. Það
verður jafnmikið, sagði ég, og verðið auð-
Lady Queens-
bury, sem ný-
lega flaug frá
Evrópu til
Kanada til að
heimsækja
börn sín, sem
þar dvelja.
vitað það sama. En kaupmaðurinn full-
yrti, að það væri meira í tveimur litlu kipp-
unum heldur en einni stórri og lét mig
borga meira en ég var vön. Nú langar mig
til þess að vita, hvort það er rétt. Er sama
í litlu kippunum tveim eins og einni stórri,
eða er það meira?
— Þetta er gömul reikningsþraut, sagði
Ragnar, sem kaupmaðurinn hefir ef til vill
lesið um. Þarna lék hann laglega á þig.
— Það var þá jafnmikið, en ekki meira?
— Nei, hvorugt. Þú fékkst í báðum
kippunum aðeins helming þess, sem er í
stóru kippunni og áttir að borga helmingi
minna. Hringur, sem er helmingi minni að
ummáli en annar, er aðeins f jórðungur hins
að flatarmáli. Þess vegna var í hvorri litlu
kippunni um sig aðeins fjórðungur á við
það, sem er í stóru kippunni.
SlGLINGAR
milli Bretlands og íslands halda
áfram, eins og að undanförnu. —
Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn-
ingar um vörusendingar sendist
Culliford & Clarlc Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.