Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 33

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 33
VIKAN, nr. 51—52, 1941 31 Og allt í einu fór hún að hágráta.-Hún spratt upp og hljóp á burt. Þegar sá stóri dagur rann upp, að Jenny átti í fyrsta sinn að syngja fyrir opnu húsi, þá var William hræddari og órólegri en hún. Hann sjálfur, bróðir hans, mágkona og Jennifer fengu borð saman. Á meðan hún beið í búningsherberginu kom Toby. „Ég óska að yður gangi vel, Jenny —.“ „Þér ættuð heldur að óska mér þess, að ég yrði ómöguleg, Toby, svo að þér fengj- uð tækifæri til að bjarga mér úr þessu hræðilega andrúmslofti.“ „Nei, ég óska þess, að yður gangi allt vel. Ég er viss um að þér töfrið gestina í kvöld.“ „Tilbúin?“ Sammy Slade leit.inn. „Gott kvöld, herra Winter. Getum við byrjað, ungfrú Lamb?“ „Má ég bíða hérna, Jenny ?“ spurði Toby. „Mig langar að tala við yður á eftir.“ Sammy hafði æft hana vel. Þar sem hún stóð í sterku ljósinu, en áhorfendurnir sátu í hálfrökkri, sneri hún sér aðallega að William og söng til hans. Hann reyndi að láta sem ekkert væri, en var í raun réttri mjög upp með sér. Einmitt af því að hún horfði á William, sá hún manninn, sem settist við borðið næst fyrir framan hann. Það var Eli Mun- ton — hár og magur — skorpinn, ríkur og dómharður og þar að auki — skóla- nefndarmaður við Branley-kvennaskóla. laumaðist í burtu, en reyndi um leið að gefa henni merki um, að hann myndi bíða fyrir utan. Auðvitað, dr. William Canfield gat ekki látið sjá sig með söngkonunni Jenny Lamb, hann varð að hugsa um nafn sitt og stöðu. Hann hafði svo sem rétt til að fara, og eiginlega snerti það Jennifer ekkert. En að hinu leytinu myndi hún heldur ekki kæra sig um að sjá hann nokk- urn tíma framar — eftir þetta. „Ungfrú Lamport. Herra Tobías Winter sagði mér . . .“ „Toby?“ Hún var hræðilega særð. „Hefir hann snúið áér til yðar ? Hvernig gat hann — ég meina, hvernig vissi hann að ég . ..“ Herra Munton kunni ekki við að láta taka fram í fyrir sér og hann kunni heldur ekki við nafnastyttingar. „Tobías frændi minn,“ sagði hann í ströngum tón, „hefir sagt mér að hann vilji giftast yður. Hann sagðist vilja giftast kabarett-söngkonu. í stað þess að útmála alla kosti hennar fyrir mér, bað hann mig að koma hingað í kvöld og sjá yður og list yðar. Þér hafið gabbað frænda minn, hann veit ekki, að þér eruð kennslukona við Branley.“ „Herra Munton — ég — hann hefir aldrei minnst á hjónaband við mig.“ „Unga kona, leyfið mér að tala út. Það hefir komið fyrir áður, að maður af okkar ætt giftist starfandi listakonu. Ég er líka þeirrar skoðunar að menn, sem skilja hvað við á, geti valið sér konu án þess að taka tillit til stéttamismunar.“ „Já, en ...“ „Ég verð þó að kannast við, að á eftir fyrstu undruninni, þegar ég sá, hver þér voruð, þá létti mér við þá tilhugsun, að kabarett-söngkonan hans frænda míns hefir tekið próf, sem sýnir ...“ „Jenny —.“ Toby stóð allt í einu hjá þeim. „Þér komuð ekki ... Eli frændi — þekkir þú —“. „Já, frá fornu fari. Ungfrúin hefir í tvö ár kennt enskar bókmenntir við Branley- skólann, þú veizt, að ég er í stjórn skólans.“ „Kennt? Jenny — eruð þér kennslukona við Branley?“ Hann starði á hana. „Já!“ hrópaði hún æst. „Ég er algeng kennslukona. Það er ekki svo sérlega hríf- andi. Þér bjuggust víst ekki við, að ég væri svo kyrrlát og hæversk. Þér hefðuð sjálf- sagt orðið hrifinn af mér, ef þér hefðuð hitt mig í teboði í kennarastofu Branley- skólans — haldið þér það ekki? Allt það, sem þér hafið sagt ...“. Hún kom ekki meiru upp. Hún þráði, að hann fullvissaði hana um, já, að hann hefði orðið alveg töfraður, ef hann hefði hitt hana í teboði á Branley. Henni fannst helzt, að hún myndi deyja á þessu agunabliki, ef hann tæki hana ekki í faðm sér og kyssti hana. En hann gerði það ekki. „Jenny — mig langar til að tala við þig.“ Toby horfði vandræðalega á fólkið allt í kringum þau. „Gætum við ekki fundið rólegan stað. Ég get ekki hér .. .“ „Þú ert teprulegur, Toby,“ andvarpaði Jennifer frá sér numin af hamingju og lét hann leiða sig í burtu. Fyrst ætlaði Jennifer ekki að trúa sín- um eigin augum. Eli Munton myndi aldrei koma aleinn í Piccolino-klúbbinn. Hann myndi aldrei koma sjálfur til þess að vera vottur að niðurlægingu og smán einnar kennslukonunnar frá Branley. En það var gamh Munton. Hann hafði augsýnilega ekki komið að gamni sínu. Hann hafði ekki augun af Jennifer, og var harkan sjálf uppmáluð. Enda þótt Jenny Lamb væri byrjandi, þá var hún þó söngkona og þetta var fyrsta kvöldið. Vonir margra voru bundnar við hana í kvöld, hún varð að standa sig. Allt í einu sá hún að William kom auga á gamla manninn og hann fölnaði upp af skelfingu. En blíða, barnslega röddin henn- ar bilaði ekki eitt augnablik. Lófatakið ætlaði aldrei að enda eftir fyrsta sönginn, eftir það var hún róleg og brosti með yndis- legasta sakleysissvip. Það var beðið um „Ferð Músa-Péturs“, og hún söng vísurnar. Þegar þær voru á enda, ætlaði þakið að rifna af húsinu af eintómum gleðilátum. Þetta var seinasta lagið, og að því loknu gekk Jennifer beina leið niður í salinn. William reyndi að benda henni á gamla manninn, en án þess að líta við William gekk hún að borði Eli Muntons. „Hafið þér komið til þess að sjá mig, herra Munton?“ spurði hún. „Já. Setjið yður niður.“ Ot undan sér sá Jennifer, að William Skrítlur. Frúin: Nú finnst mér eldabuskan vera farin að lagast. Maðurinn: Það get ég nú varla sagt. Hádegismaturinn var hræðilegur, nema kaff- ið. Frúin: Já, en kaffið er venjulega ódrekk- andi lika. Kennarinn: Hvenær dó Kristján II.? Drengurinn: Það stendur ekki í minni bók. Kennarinn kallar á drenginn og sýnir hon- um, að það stendur skýrum stöfum í bók- inni. Drengurinn: Þetta! Ég hélt að það væri símanúmerið hans. Læknirinn: Þér meg- ið ekki drekka vin, öl eða aðra æsandi drykki fyrst um sinn. Þér megið aðeins drekka vatn. Sjúklingurinn: En ég verð alltaf æstastur, þegar ég á að drekka vatn. >>>>>>!♦>>>>>>>>!♦>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>'>'-♦-♦-♦-♦»♦-♦::♦-♦::♦:>: $ >. Trésmídi Málmsteypa Símar 1680—1685. Símnefni: Landssmiðjan, Rvík. ♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.