Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 6

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 6
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON / LITLJÓSM.: M, HJÖRLEIFSSON Feguröardrottning íslands 1990, Ásta Sigríður Elnarsdóttir, krýnir arftaka sinn, Svövu Haraldsdóttur. Til vinstri situr Sigrún Eva Kristinsdóttir sem hreppti 2. sæti og t.h. Sólveig Kristjánsdóttir í 3. sæti. VANN VIÐ AÐ ÞRÍFA EFTIR FÆÐINGAR Svava Haraldsdóttir var kjörin ungfrú ísland 1991 með pompi og prakt á Hótel íslandi föstudagskvöldið 3. maí. Svava er vel að sigrinum komin þar sem hún hefur allt til að bera til að hljóta þennan titil og margir spá henni frama í sams konar keppnum sem bíða hennar á er- lendri grund. Svava er átján ára Reykjavíkurmær, fædd í Keflavík á því herrans ári 1972, dóttir Haraldar Þórs Skarphéðinssonar garðyrkjufræðings og Hafrúnar Albertsdóttur húsmóður. ( Keflavík stundaði Svava nám í Barnaskóla Keflavíkur og eitt ár í Gagnfræðaskólanum þar. Á sumrin vann hún stundum í fiski í Garð- inum eða í Grindavík og var þá aðalstarfinn að skrúbba humar, pakka ferskfiski eða raða salt- fiski f stæður. Störf af þessu tagi líkaði henni þó ekkert sérstaklega vel þannig að starfsferill- inn varð ekki ýkja langur. Hún var lengst af í því að passa börn. Einnig vann hún hjá kirkju- görðum Reykjavíkurborgar við viðhald á Foss- vogskirkjugarði. Á Landspítalanum vann hún ýmis störf, meðal annars að þrífa eftir fæðing- ar, þríf á vökudeildinni, býtibúrinu og sem deildarritari þvagfæradeildar Landspítalans. Foreldrar Svövu slitu samvistum þegar hún var fjögurra ára. (Keflavík átti hún heima til níu ára aldurs. Þá flutti hún í fyrsta sinn til Reykja- víkur en þar hafði faðir hennar búið um árabil. Þegar til Reykjavíkur kom gat hún ekki gert það upp við sig hvort hún vildi búa þar eða í Keflavík þar sem móðir hennar bjó. Það varð því þannig að næstu þrjú árin flutti hún nokkr- um sinnum á milli þessara tveggja staða. Á Svava og Sigurveig Guömundsdóttir ganga fram á sviöið á Hótel íslandi í sundbolum. tólfta ári ákvað hún endanlega að hún vildi búa í Reykjavík. ( Reykjavík gekk hún í ýmsa skóla, svo sem Hlíðaskóla og Laugalækjarskóla sem henni líkaði ekki alls kostar. Hún flutti því ásamt vin- konum sínum yfir í Hvassaleitisskólann og var þar í áttunda og níunda bekk. Eftir níunda- bekkjarprófið fór hún í eitt ár til Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem hún bjó hjá föður sín- um sem hafði flutt þangað þar sem stjúpmóðir Svövu var í doktorsnámi í hjúkrun og stundaði Svava nám í menntaskóla þar. Var þaö ekki skemmtileg reynsla? „Nei, það var ekkert sérstaklega skemmti- legt,“ segir Svava. „Mér fannst skólinn hræöi- lega leiðinlegur en fyrir utan hann var mjög gaman að vera þarna. Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og var mikil lyftistöng fyrir enskukunnáttuna. Ég fór aftur þangað síðasta sumar og var þá bara að slappa af og passa hálfsystkini mín. Veðrið var mjög gott og það var mjög gaman að vera þarna." Eftir að Svava kom frá Bandaríkjunum bjó hún hálft ár hjá vinkonu sinni í Reykjavík eða þangaö til Ragnheiður Eiríksdóttir, stjúpsystir hennar, sem er á fyrsta ári í hjúkrunarfræði, og kærasti Ragnheiðar, Jóhann Pálmason garð- yrkjumaður, sem bæði eru um tvítugt, hófu búskap í íbúð sem móðir Ragnheiðar og faðir Svövu eiga saman í Hraunbænum og hefur hún búið þar með þeim síðan. LANGAR AÐ SKOÐA JÖKULSÁRGLJÚFUR Núna stundar Svava nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð á náttúrusviði og vinnur með skólanum aðra hverja helgi og eitt kvöld í viku Frh. á næstu opnu 6 VIKAN 10. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.