Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 49
I
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
JÓNA RÚNA KVARAN
Frh. af bls. 45
staklinga sem veriö er að mis-
bjóöa meö þessum kulda og
hrekja örvæntingarfulla heim
til sín á vit algjörs umkomu-
leysis. Væri ekki nær að spara
á ögn hentugri stöðum og þá
kannski stórfé það sem fer i
alls kyns óþarfa veisluhöld,
lúxusbíla, stórhýsi og annan
pjattrófuhátt yfirmanna í ríkis-
geiranum, sem greinilega njóta
forréttinda á kostnað þeirra
sem minna mega sín í þessu
annars ágæta samfélagi okkar
sem siðmenntuð eigum að
teljast.
Og að lokum þetta: Við sem
þjáumst af óþarfa áhyggjum
verðum að gera okkur grein
fyrir því að í lífi okkar allra er
eitt og annað sem vissulega er
líklegt til að viðhalda þessari
hvimleiðu áráttu. Hætt er við
að ekki finnist í samfélaginu
sá einstaklingur sem ekki hef-
ur einhvern tíma haft raun-
verulega ástæðu til að fyllast
óbærilegum áhyggjum og fátt
við slíku að segja. Hitt er svo
annað mál að allar áhyggjur
sem bersýnilega eru byrði á
okkur ætti hið skjótasta að upp-
ræta og hugsunin er til alls
fyrst - ekki satt? Hugurinn er
dásamlegt tæki sem við burð-
umst meö ævina alla og þessu
ágæta og bersýnilega gagn-
lega tæki er, sem betur fer,
hægt að stjórna.
(þessu undratæki á allt sem
LAUSN SIÐUSTU GATU
við hugsum upphaf sitt og
þess vegna er nauösynlegt að
þjálfa hugann eftir megni á
sem jákvæðastan og kær-
leiksríkastan hátt okkur sjálf-
um til góðs og þeim sem verða
á vegi okkar til uppörvunar og
gleði. Áhyggjur tengjast röng-
um hugsunum. Þess vegna
ber að hreinsa hugann fyrst af
þeim hugsunum sem fram-
kalla áhyggjur og síðan fylla
hann af öllum þeim hugsunum
sem tengjast áhyggjuleysii og
trú okkar á mátt hugans yfir
óæskilegum hugsunum.
Ef við íhugum þær hörm-
ungar sem eiga sér stað um
víða veröld, þar ssm verið er
aö misbjóða mannlegu eðli
nánast allan sólarhringinn ein-
hvers staðar í veröldinni meö
ýmsum athöfnum ófullkomins
fólks, dregur strax úr persónu-
legum áhyggjum okkar og þá
þeim sem fullkomlega eru
ástæðulausar og nánast órétt-
mætar.
Áhyggjur hafa aldrei aukið
framfarir eða á annan hátt orð-
ið okkur til blessunar. Þær
hafa fyrst og fremst dregið úr
hæfni okkar til að sjá mun á
réttu og röngu, auk þess að
grafa undan tiltrú okkar á
öðrum. Ef grannt er skoðað og
einungis íhugaðar þessar
svokölluðu óþarfa áhyggjur af
stóru sem smáu er kannski
ekki óeðlilegt að álykta að
áhyggjur tengist á einhvern
hátt ofmati okkar á eigin mætti
og þá um leið vanmati á því
sem viö höfum áhyggjur af.
Besta leið út úr áhyggjum er
kannski að efla tiltrúna á hæfi-
leika okkur flestra til að
bjarga okkur fyrir horn, jafnvel
þó í óefni sé komið.
Sannleikurinn er sá að ein
af meginforsendum þess að
vera hamingjusamur og já-
kvæður er að forðast þrá-
hyggju sem oftast fylgir alls
kyns heimatilbúnum áhyggj-
um. Sum okkar eru óneitan-
lega sérfræðingar í að búa til
eða jafnvel rækta í innra lífi
okkar alls kyns áhyggjuferli,
sjálfum okkur til tjóns og þeim
sem á vegi okkar verða til stór-
kostlegra leiðinda. Ef þannig
er ástatt í daglegu lífi okkar er
vissulega nauðsynlegt að
breyta þessu óæskilega ferli
hið snarasta, elskurnar, og
hana nú. □
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau
í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
Guðborg H. Hákonardóttir
Hárgreiðsíumeistari
REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIRÐl • SIMI 652620 - HEIMASIMI 52030
Höfum opnað nýja fatahreinsun með öllum nýjustu og bestu
vélum sem fáanlegar eru í dag. Hreinsum allan venjulegan
fatnað. Tökum í þvott fyrir fyrirtaeki. Hreinsum einnig gluggatjöld,
sængur, kodda, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl.
Erria Guðmundsdóttir
Þorgerður Pálsdóttir
Kristín Kristjánsdóttir
HA RGREIÐSL US TOFA N GRESIKA
Raudarárstíg 27-29, 2. hæó
Sími22430
HÁRSNYRTISTOFAN
2
GRAMDAVEGI47 0 626162
Hársnyrting fyrir dömur og herra
OPIÐ A LAUOARDÓGUM
SÉRSTAKT VERD FTRIR ELLILlFEYRISÞEQA
Mrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari
tlelena Hólm hárgreiðslumeistari
Ásgerður felixdóttir hárgreiðslunemi
\mí 13314
kunsl
1
RA1CARA- & mqREIÐSMSTVFA
HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK
10. TBL. 1991 VIKAN 49