Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 55

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 55
I fólksins. Charlie var átta ára, Norm var níu. Úti var þungskýjað og vott. Af því að Norm fann á sér að snjóboltaslagurinn væri senn á enda - það var að koma matartími - gerði hann áhlaup á Charlie og kastaði skæöa- drífu snjóbolta í hann. i fyrstu neyddist Charlie til að bakka, beygði sig og hló en snerist síðan á hæli og hljóp. Hann stökk yfir lága steinvegginn sem aðskildi bakgarð Norton-fólksins og skóginn. Hann hljóp niður stíginn sem lá í átt að læknum. Norm dúndraði einum góðum aftan á hettuna hans um leið og hann fór yfir vegginn. Svo hvarf Charlie úr augsýn. Norm stökk yfir vegginn og stóð kyrr andartak, horfði inn í skóginn og hlustaði á vatnið drjúpa af birkitrjám, grenitrjám og döglingsviði. „Komdu aftur, raggeit!" kallaði Norm og gaf frá sér klakhljóð. Charlie beit ekki á agnið. Það sást ekki til hans en stígurinn varð að brattri brekku á leið niður að læknum. Norm gaf aftur frá sér klakhljóð og tvísté óákveðinn. Þetta var skógur Charlies, ekki hans. Yfirráðasvæði Charlies. Norm fannst gaman að góðum snjóboltaslag þegar honum gekk vel en hann langaði ekki þarna niður eftir ef Charlie lægi í launsátri tilbúinn með sex snjóbolta. Þó var hann kominn nokkur skref niður stíginn þegar hann heyrði hátt hróp rísa að neðan. Hjálpi mér, hann hefur dottið í lækinn, hugsaði Norm og hugsunin rauf lömun óttans. Hann hljóp niður stíginn, datt og rann og fór beint á rassinn í eitt skiptið. Hjartslátturinn drundi fyrir eyrum hans. Hluti huga hans sá hann fyrir sér veiða Charlie upp úr læknum rétt áður en hann sykki í þriðja sinn og að blaðið Drengjalíf myndi skrifa um hann sem hetju. Hann var að verða kominn niður stíginn þegar hann sá að Charlie Norton hafði ekki dottið í læk- inn þátt fyrir allt. Hann stóð þar sem stígurinn fór á jafnsléttu aftur og starði á eitthvað í bráðnum sjónum. Hettan hans var dottin af höfðinu og and- litið var næstum jafnhvítt og sjálfur snjórinn. Þeg- ar Norm nálgaðist gaf hann frá sér þetta hryllilega, andstutta öskur aftur. „Hvað er að?“ spurði Norm og nálgaðist. „Hvað er að, Charlie?" Charlie sneri sér að honum, augun voru þanin og hann gapti. Hann reyndi að tala en kom ekki upp öðru en ógreinilegu rýti og silfurþræði af slefu. Þess í stað benti hann. Norm kom nær. Skyndilega hvarf allur máttur úr fótum hans og hann hlammaði sér niður. Heimur- inn synti fyrir augum hans. Út úr bráðnum snjónum sást í fótleggi íklædda gallabuxum. Á öðrum fætinum var mokkasína en hinn var ber, hvítur og varnarlaus. Handleggur stóð upp úr snjónum og höndin á enda hans virtist grátbiðja um björgun sem aldrei barst. Aðrir hlutar líksins voru blessunarlega huldir augum þeirra. Charlie og Norm höfðu fundið lík hinnar sautján ára gömlu Carol Dunbarger, fjórða fórnarlambs kyrkjarans frá Castle Rock. Nærri tvö ár voru liðin síðan hann myrti síðast og íbúar Castle Rock (lækurinn lá miili Castle Rock og Otisfield) voru farnir að slaka á, héldu að martröðinni væri loksins lokið. Þvi var ekki að heilsa. 6. KAFLI * 1 * Ellefu dögum eftir að lík Dunbarger-stúlkunnar fannst gekk stórhríð yfir norðurhluta Nýja- Englands. Þess vegna var allt svolítið á eftir áætl- un í sjöttu hæð sjúkrahússins í Austur-Maine. Margt af starfsfólkinu hafði átt í erfiðleikum með að komast í vinnuna og þeir sem mættu voru á harðahlaupum við að halda í horfinu. Það var rúmlega níu um morguninn að einn sjúkraliðanna, ung kona aö nafni Allison Conover, kom með léttan morgunverð til herra Starrets. Herra Starret var að jafna sig eftir hjartaáfall og var „í sextán“ á gjörgæslu - eftir bráða krans- æðastíflu var sextán daga dvöl áskilin. Herra Starret heilsaðist vel. Hann var í herbergi 619 og hann hafði sagt við konu sína undir fjögur augu að það sem hvetti hann mest til að láta sér batna væri vonin um að komast burtu frá lifandi líkinu í hinu rúminu. Stöðugt hvíslið í öndunarvél vesal- ings mannsins hélt vöku fyrir honum, sagði hann henni. Eftir smátíma var þaö orðið þannig að maður vissi ekki hvort maður vildi að hún héldi áfram að hvísla - eða hætti því. Sjónvarpið var á þegar Allison kom inn. Herra Starret sat uppi í rúminu með fjarstýringuna í hendinni. Morgunfréttaþættinum var lokið og Starret var ekki enn farinn að slökkva á teikni- myndaþættinum sem kom á eftir. Þá hefði hann verið einn með hljóðinu í öndunarvél Johnnys. „Ég var farinn að örvænta um þig í dag,“ sagði Starret og leit án sérlegrar tilhlökkunar á morgun- verðarbakkann sem á var ávaxtasafi, jógúrt og hveitiflögur. Það sem hann langaði í voru tvö egg, full af kólesteróli, steikt og sveitt af smjöri, með fimm flesksneiðum, ekki ofsteiktum. Mat eins og þann sem olli því að hann var hér kominn. Ef marka mátti lækninn hans - fávitann þann. „Það er að verða ófært úti,“ sagði Allison stutt- lega. Sex sjúklingar voru þegar búnir aö segja henni að þeir hefðu verið farnir að örvænta um hana og hún var orðin þreytt á setningunni. Alli- son var þægileg í viðmóti en þennan morgun hrjáði hana tímaskortur. „Fyrirgefðu,“ sagði Starret auðmjúkur. „Er orð- ið hált á vegunum?" „Svo sannarlega," sagði Allison og mýktist lítil- lega. „Hefði ég ekki verið á jeppa mannsins míns í dag hefði ég alls ekki komist.“ Starret ýtti á hnappinn sem lyfti rúminu svo hann gæti verið í þægilegri stellingu við að borða morgunmatinn. Rafmagnsmótorinn, sem lyfti því og lækkaði, var lítili en hávær. Sjónvarpið var líka fremur hátt stillt - Starret var heyrnardaufur og eins og hann hafði sagt konu sinni kvartaði náunginn í hinu rúminu aldrei þó hátt væri stillt. Bað heldur aldrei um að fá að sjá hvað væri á hin- um stöðvunum. Hann reiknaði með að svona brandarar væru fremur ósmekklegir en þegar maður hafði fengið hjartaáfall og lent inni á gjör- gæslu í herbergi með mennsku grænmeti þá ann- aðhvort brá maður fyrir sig svolítilli svartri kímni eða gekk af göflunum. Allison hækkaði róminn svo til hennar heyrðist yfir suðið í mótornum og hávaðann í sjónvarpinu. meðan hún lauk við að koma bakka Starrets fyrir. „Það voru bílar farnir út af veginum á víð og dreif um alla State-strætishæðina." i hinu rúminu sagði Johnny Smith hljóðlega: „Alla fúlguna á nítján. Annaðhvort eða. Stúlkan mín er veik.“ „Veistu, hún er ekki sem verst, þessi jógúrt," sagði Starret. Hann þoldi ekki jógúrt en vildi ekki vera skilinn eftir einn fyrr en það væri alger nauð- syn. Þegar hann var einn var hann stöðugt að taka sér púls. „Henni svipar dálítið til... “ „Heyrðir þú eitthvað?" spurði Allison. Hún leit í kringum sig með efasemdarsvip. Starret sleppti stjórnhnappnum á hlið rúmsins og veinið í mótornum hætti. í sjónvarpinu reyndi Elmer Fudd að skjóta Kalla kanínu en hitti ekki. „Ekkert nema sjónvarpið," sagði Starret. „Hverju missti ég af?“ „Líklega engu. Það hlýtur að hafa verið vindur- inn á glugganum." Hún fann að hún var að fá streituhöfuðverk - of mikið að gera og ekki nógu margt fólk þennan morgun til að hjálpa henni við það - og neri gagnaugun eins og til að reka sárs- aukann út áður en hann gæti komið sér almenni- lega fyrir. Á leiðinni út nam hún staðar og leit andartak á manninn I hinu rúminu. Leit hann einhvern veginn öðruvísi út? Eins og hann hefði skipt um stell- ingu? Það gat ekki verið. Allison fór út úr herberginu og niður ganginn, ýt- andi morgunverðarvagninum á undan sér. Morg- uninn var jafnskelfilegur og hún hafði óttast, allt var í ólagi og um hádegið nötraði höfuðið á henni. Skiljanlega var hún búin að steingleyma öllu sem hún gæti hafa heyrt i herbergi 619 um morguninn. Næstu daga stóð Allison sig þó aö því að fylgj- ast með Smith og í mars var hún orðin næstum viss um að hann hefði rétt ofurlítið úr sér. Ekki mikið - bara ofurlítið. Hún hugsaði sér aö nefna það við einhvern en gerði það ekki. Þegar allt kom til alls var hún aðeins sjúkraliði, lítið meira en eld- húsaðstoð. Það samræmdist ekki stöðu hennar. * 2 * Hann reiknaði með að þetta væri draumur. Hann var á myrkum, draugalegum stað - í ein- 10. TBL.1991 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.