Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 30
BYLTING í TÍSKU
Frh. af bls. 29
kvöldsins en þaö verður boðiö
upp á ýmislegt annað á undan
henni og eftir, svo sem leik-
hópa, gerninga og alls kyns
uppákomur. Tveir breskir
plötusnúðar skipta með sér
verkum og staöurinn veröur
myndarlega skreyttur bæði að
utan og innan. Fyrir ofan hann
utanverðan verða tveir heil-
miklir veðurathugunarbelgir
með vörumerki Michiko og
verða þeir lýstir upp með
sterkum kastljósum og gestir
hússins verða sömuleiðis bað-
aðir Ijósum þegar þeir labba
inn í húsið.
LÍNURNAR LAGÐAR
Á ÍSLANDI
Einn af þekktustu götulista-
mönnum heimsins í dag, Bret-
inn Goldie, hefur verið fenginn
til að myndskreyta Yfir strikið;
efri hæðina til að byrja með. 1
framtíðinni verður lagt mikið
upp úr því að gera staðinn
sem mest spennandi, enda
kostar kr. 850 inn á betri staði
í dag og fólk vill fá eitthvaö fyr-
ir peningana umfram það sem
fæst á venjulegum bjórkrám.
Þegar best lætur ættu vissir
skemmtistaðir í Reykjavík að
geta hænt að sér erlenda sjón-
varpsmenn, t.d. frá MTV,
BBC2 o.fl. og blaðamenn frá
tímaritum á borð við Face,
New Musical Express, Melody
Maker og Record Mirror.
Þetta er ekkert út í bláinn
vegna þess að þessir menn
hafa þegar komið hingað og
hafa fullan hug á að birtast
hérna af og til aftur, enda hafa
þeir beinlínis hagnýtar ástæð-
ur til þess.
Sú kynning sem ísland hef-
ur fengið í þessum fjölmiðlum
hingað til er á þá leið að ísland
sé ekki bara hreint og ósnortið
heldur Ifka framandi í skemmt-
analífinu. Þotuliðið, sem hefur
farið flugleiðis til Ibiza, Amster-
dam, New York og víðar til að
skemmta sér um helgar, hefur
nú fengið brennandi áhuga á
íslandi. Ibiza var aðaltísku-
staðurinn árið 1989 en nú er
svo komið að ísland er komið
efst á listann yfir þá staði sem
efnað, ungt fólk hefur mestan
áhuga á að heimsækja til að
spá í næturlífið. Það skiptir því
miklu máli að hægt sé að
halda uppi ákveðnum gæða-
kröfum hérna því nú er svo
komið að ísland er ekki aðeins
á heimsmælikvarða hvaö
skemmtanalíf snertir; heims-
mælikvarðinn er beinlínis far-
inn að taka mið af (slandi. □
30 VIKAN 10. TBL. 1991
Svo virðist sem tími
tískujöfranna sé smám
saman að líða undir lok
en um leið gefst nýjum hönn-
uðum tækifæri til að sýna hvað
í þeim býr. Tísku- og handa-
vinnuklúbburinn Nýtt af nálinni
hefur nú efnt til spennandi, op-
innar samkeppni um hönnun
og útfærslu á nýjum, íslensk-
^ um fatnaði og er þátttakan öll-
^ um heimil. Verulega vegleg
Y^> verðlaun verða veitt fyrir bestu
hugmyndirnar.
(j) Skilyrði fyrir þátttöku eru
(j) þau ein að hugmyndin sé
Li-J frumunnin og hafi ekki birst
~Z. áður, hvorki hér á landi né er-
Z lendis. Þær hugmyndir sem
}i! hljóta verðlaun og viðurkenn-
'iQ. ingarverðasíðanbirtarítíma-
O riti klúbbsins, Nýtt af nálinni,
d. ásamt vinnuleiðbeiningum og
pf sniði til að sem flestir geti út-
Q fært hugmyndirnar. Flíkum og
1= öðrum útfærslum þarf að skila
fullbúnum ásamt góðri vinnu-
lýsingu og/eða sniði. Það er til
mikils að vinna því að fyrstu
verðlaun verða vikuferð til
Dublin á írlandi fyrirtvo, ásamt
gistingu á vegum Samvinnu-
ferða-Landsýnar. Önnur verð-
laun verða Overlook saumavél
SPENNANDI
SAMKEPPNI
UM HÖNNUN Á ÍSLENSKUM FATNAÐI
frá Pfaff. Einnig verða nokkrir
módelskartgripir veittir sem
viðurkenningar.
Tísku- og handavinnuklúbb-
urinn Nýtt af nálinni var stofn-
aður árið 1987 á vegum bóka-
forlagsins Vöku-Helgafells.
Klúbbfélagar eru nú um sjö
þúsund og fer þeim ört fjölg-
andi. í tímariti klúbbsins eru
birtar fjölbreyttar sauma- og
prjónauppskriftir auk umfjöll-
unar um fatatískuna á hverjum
tíma. Klúbburinn tekur þátt í
alþjóðlegu samstarfi, meðal
annars við hin þekktu tísku- og
saumablöð Knipp og Marion.
Auk þess gengst hann fyrir
námskeiðum og veitir ráðgjöf.
Ritstjóri Nýs af nálinni er
Ragna Þórhallsdóttir ásamt
Unni Steinsson.
En svo að við snúum okkur
aftur að hönnunarsamkeppn-
inni, þá þarf að skila fullbúnum
hugmyndum til trúnaðarmanns
dómnefndar, Rögnu Þórhalls-
dóttur hjá Vöku-Helgafelli,
Síðumúla 6 í Reykjavík, í sið-
asta lagi föstudaginn 14. júni
1991. Ragna veitir allar nánari
upplýsingar í síma 91-688300
á skrifstofutíma. í dómnefnd-
inni sitja Arna Kristjánsdóttir
hönnuður, Hulda Kristín
Magnúsdóttir hönnuður og
Unnur Steinsson ritstjórnarfull-
trúi Nýs af nálinni.
Og þá er bara að leggja
höfuðið í bleyti og taka fram
skærin og blýantana. □