Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 9
LJÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON
Hluti fjölskyldunnar samankominn í Hraunbænum. F.v. Jóhann Pálmason garðyrkjumaður, Einar Örn Birgisson, menntaskólanemi og unnusti Svövu,
Svava, Rakel, systir Svövu og þjón á Ömmu Lú, Sigurður Helgason, unnusti Rakelar og einnig þjónn á Ömmu Lú, og Ragnheiður Eiríksdóttur hjúkrunar-
nemi, stjúpsystir Svövu. LJÓSM.: þorsteinn erlingsson
þessari keppni lyki og láta fara virkilega vel um
mig, en því var ekki aö heilsa þar sem þetta fór
eins og þaö fór.“
KÆRASTINN í VÍKINGI
Hvaöa kosti þurfa strákar aö hafa til að bera
svo þú fallir fyrir þeim?
„Þeir þurfa aö vera hlýlegir, skemmtilegir og
hafa gott skopskyn," segir Svava. „Ég vil aö
þeir séu hugsandi og þroskaðir og lausir viö
alla gelgjustæla, eölilegir, Ijúfir og þægilegir og
séu ekki aö reyna að vera eitthvað annaö en
þeir eru.
Það sem fer mest í taugarnar á mér eru
súkkulaðigæjar meö töffarastæla sem halda
aö þeir séu einhver númer."
Ertu lofuð?
„Ég á kærasta," segir Svava. „Hann heitir
Einar Örn Birgisson, er átján ára og stundar
nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann er
mikiö í íþróttum og spilar fótbolta meö Víkingi.
Við kynntumst á þennan hefðbundna óróm-
antíska hátt á skemmtistað. En þaö vill þannig
til aö systir vinkonu minnar er gift bróður hans
og þaö var í gegnum þau tengsl aö kynni okkar
hófust fyrir um þremur mánuöum."
Hvaö gæti ungfrú ísland hugsað sér aö
eignast mörg börn?
„Ég hef mjög gaman af börnum," segir
Svava, „og ég gæti vel hugsað mér aö eignast
þrjú til fjögur börn. Ég er vön stórri fjölskyldu
þar sem viö erum tvær systurnar, mamma á
tvö önnur börn, pabbi tvö fyrir utan stjúp-
systkinin. Þannig aö ég vil gjarnan hafa marga
í kringum mig þegar fram líöa stundir."
PÓLITÍK
Hefurðu áhuga á pólitík?
„Nei, ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík. Ég
kaus í fyrsta skipti nú í alþingiskosningunum.
Ég var alveg ákveðin í aö kynna mér vel fram-
boösmál allra flokkanna áöur en ég færi á
kjörstað en það varö því miður lítið úr því út af
fegurðarsamkeppninni. Ég kaus því þann flokk
sem mér líkaöi best viö út frá þeim litlu kynnum
sem ég hef haft af stjórnmálum.“
Hvaö á aö gera í sumar?
„Ég verö aö vinna í tískuversluninni Sautján
í Kringlunni. Mér finnst þaö ágætt starf þar
sem ég hef mikinn áhuga á fötum. Eins finnst
mér spennandi aö prófa eitthvað sem ég hef
ekki gert áöur.
Einnig liggur fyrir aö fara til New York ásamt
tveimur sólarlandaferðum til Ibiza og Benidorm
[ boöi ferðaskrifstofunnar Veraldar. Þessar
feröir eru hluti af því sem ég fékk í verðlaun í
keppninni.“
Ekki ferðu ein í þessar ferðir?
„Nei, ég fékk tvo miða, en þar sem kærast-
inn minn er á kafi í fótboltanum á þessum tíma
kemst hann ekki með þannig aö ég býst við aö
ég bjóöi vinkonu minni eöa systur með mér.“
MÆTTI ELDA OFTAR
Blaöamanni lék forvitni á aö vita hvernig væri
aö búa meö Svövu og beindi því spurningum
þess efnis til Ragnheiöar, stjúpsystur hennar.
„Hún er mjög þægileg í sambúö,“ segir
Ragnheiður. „Hún mætti elda oftar, en hún
hefur aö sjálfsögöu ekki haft tíma til þess síð-
ustu mánuðina. Það fer aö öllu jöfnu ekki mikiö
fyrir Svövu og þótt stundum gusti hressilega af
henni er þaö fljótt aö ganga yfir. Hún er í
vogarmerkinu, fædd 10. október og er nokkuð
dæmigerð fyrir manneskjur í því merki. Hún er
mjög þrifin og vill hafa allt í röð og reglu í kring-
um sig.
í sumar stendur til aö foreldrar okkar Svövu
komi frá Bandaríkjunum og þá munu heimilis-
hagir eitthvaö breytast.“
Þar sem Svava fer er falleg, hjartahlý stúlka,
full bjartsýni á framtíðina og hún er svo sann-
arlega vel aö titlinum ungfrú ísland komin. Við
á Vikunni óskum henni hjartanlega til ham-
ingju. □
Það er eins gott
fyrir Svövu að
herða á lestrin-
um því um
þessar mundir
eru prófin í
Menntaskólan-
um við Hamra-
hlíð í fullum
gangi. Þar
stundar hún
nám á náttúru-
sviði.
10. TBL. 1991 VIKAN 9