Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 54

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 54
Það þarf að borga þá fimmtánda hvers mánaðar. Þeir eru skrifaðir með rauðu bleki. Þú sérð hve margir eru hér inni að drekka núna? Ég verð að fara varlega. Ég verð að ... “ „Einmitt það sem ég á við,“ greip Dohay mjúk- lega fram í. „Þú verður að fara varlega. Og það sýnir gætni að kaupa þrjá eða fjóra eldingavara. Þú ert með gott fyrirtæki hérna. Ekki viltu láta þurrka það út með einni eldingu, er það?“ „Honum væri sama,“ sagði sá gamli. „Hann myndi bara hirða tryggingaféð og fara til Flórída. Er það ekki, Brucie?" Carrick leit með vanþóknun á gamla manninn. „Við skulum þá tala um tryggingar," skaut sölu- maðurinn inn í. Maðurinn i gráu hermannafötun- um var búinn að missa áhugann og hafði vafrað frá. „Afborganirnar af brunatryggingunni lækka.“ „Tryggingarnar greiðast allar saman,“ sagði Carrick hljómlaust. „Ég hef bara ekki efni á að leggja út fyrir þessu. Því miður. En ef þú talar við mig næsta ár... “ „Kannski ég geri það,“ sagði eldingavarasölu- maðurinn og gafst upp. „Kannski ég geri það.“ Engum datt í hug að þeir yrðu fyrir eldingu fyrr en það henti þá; það var alkunn staðreynd í þessum bransa. Það var ekki hægt að koma náunga eins og þessum Carrick í skilning um að þetta væri ódýrasta brunatrygging sem hann gæti fengið. En Dohay var heimspekingur. Og svo hafði hann ver- ið að segja satt þegar hann sagðist hafa komið inn til að svala þorstanum. Til að sanna það og sanna að hann væri ekkert óhress pantaði hann annan bjór. En í þetta sinn bauð hann Carrick ekki að fá sér einn líka. Gamlinginn settist á stólinn við hlið hans. „Það varð maður fyrir eldingu á golfvellinum fyr- ir um tíu árum,“ sagði hann. „Steindrap hann. Hann hefði átt að vera með eldingavara á hausn- um, er það ekki?“ Hann hneggjaði og bjórlyktin streymdi út úr honum í andlit Dohays. Dohay brosti af skyldurækni. „Allirsmápeningarnir í vasa hans voru bræddir saman. Það var mér sagt. Eldi- ngar geta verið skrítnar. Ég man eftir því í eitt skipti..." Skrítnar, hugsaði Dohay og lét orð gamla mannsins flæða yfir sig. Hann kinkaði kolli á rétt- um stöðum af eðlisávísun. Skrítnar, já, því þeim er sama hvern eða hvað þær hitta. Eða hvenær. Hann lauk við bjórinn sinn og fór út með þoka- fylli sína af tryggingu gegn reiði Guðs - kannski þá einu sem fundin hafði verið upp - með sér. Hit- inn var eins og hamarshögg en þó nam hann staðar andartak á nær auðu bílastæðinu og horfði upp á mæninn. Nítján dollarar og 95 sent, í mesta lagi 29 dollarar og 95 sent og maðurinn gat ekki lagt út fyrir því. Hann myndi spara sjötíu dollara á sameinuðu tryggingunni sinni strax fyrsta árið, en hann gat ekki lagt út fyrir því - og það var ekki hægt að segja honum neitt annað meðan þessir trúðar stóðu við hlið hans. Kannski myndi hann sjá eftir því einn góðan veðurdag. Eldingavarasölumaðurinn fór upp í Buick-inn sinn, kveikti á loftkælingunni og ók í vestur í átt að Concord og Berlín, sýnishornataskan í sætinu við hlið hans, á undan hverju því illviðri sem hugsast gæti að væri í uppsiglingu að baki. . 8 * Snemma árs 1974 fékk Walt Hazlett lögmanns- réttindi. Þau Sara buðu öllum vinum hans, vinum hennar og sameiginlegum vinum þeirra til veislu - meira en fjörutíu manns. Bjórinn flæddi eins og vatn og þegar því var lokið sagði Walt að þau mættu hrósa happi að hafa ekki verið fleygt út. Þegar búið var að kveðja síðustu gestina (klukkan þrjú um nóttina) hafði Walt komið að Söru í svefn- herberginu, nakinni í engu nema skóm og dem- antseyrnalokkunum sem hann hafði steypt sér í skuld til að gefa henni í afmælisgjöf. Þau höfðu elskast ekki einu sinni heldur tvisvar áður en þau féllu í gegnsósa svefn sem þau vöknuðu af ná- lægt hádegi með lamandi timburmenn. Um það bil sex vikum síðar komst Sara að þvi að hún var barnshafandi. Hvorugt þeirra efaðist nokkurn tíma um að getnaðurinn hefði átt sér stað kvöldið sem stóra veislan var. ( Washington var verið að ýta Richard Nixon upp í horn, ívöfðum segulbandabendu. (Georgíu var hnetubóndi, fyrrum sjóliðsforingi og núverandi fylkisstjóri, James Earl Carter að nafni, farinn að ræða við nána vini að hann hefði hug á að bjóða sig fram í stöðuna sem herra Nixon færi úr fljót- lega. í herbergi 619 á sjúkrahúsinu í Austur-Maine svaf Johnny Smith ennþá. Hann var farinn að liggja í fósturstellingu. Strawns læknir, sá sem hafði rætt við Herb, Veru og Söru í fundarherberginu daginn eftir l> Barnið var sveinbarn. Þau skírðu hann Dennis Edward Hazlett. Hann og móðir hans fóru heim þremur dögum síðar og Sara var farin að kenna aftur eftir þakkargjörðardag. slysið, hafði dáið af brunasárum síðla árs 1973. Kviknað hafði í húsi hans daginn eftir jól. Bruna- liðið í Bangor komst að þeirri niðurstöðu að gölluð jólaljósasería hefði orsakað eldsvoðann. Tveir nýir læknar, Weizak og Brown að nafni, sýndu áhuga á máli Johnnys. Fjórum dögum áður en Nixon sagði af sér datt Herb Smith niður í grunn húss sem hann var að byggja í Gray, lenti á hjólbörum og fótbrotnaði. Brotið var lengi að gróa og hann náði sér aldrei alveg. Hann haltraði og fór að styðjast við staf á rigningardögum. Vera bað fyrir honum og krafðist þess að hann vefði klæði, sem séra Freddy Colts- more frá Bessemer í Alabama hafði blessað persónulega, um fótinn á hverju kvöldi þegar hann gekk til náða. Verð blessaða Coltsmore- klæðisins (eins og Herb kallaði það) var 35 dollar- ar. Það gerði ekkert merkjanlegt gagn. Um miðjan október, stuttu eftir að Gerald Ford gaf fyrrum forseta upþ sakir, varð Vera þess aftur fullviss að heimsendir væri í nánd. Herb upþgötv- aði hvað stóð til hjá henni á elleftu stundu; hún var búin að gera ráðstafanir til að gefa Heimsendis- félagi Bandaríkjanna það litla sþarifé sem þau höfðu komið höndum yfir síðan slys Johnnys bar að. Hún hafði reynt að auglýsa húsið til sölu og hafði samið við góðgerðarstofnun sem ætlaði að senda sendiferðabíl til þeirra eftir tvo daga til að sækja öll húsgögnin. Herb komst að þessu þegar fasteignasalinn hringdi í hann til að sþyrja hvort tilvonandi kaupandi gæti komið og litið á húsið síðdegis. I fyrsta sinn hafði hann sleppt sér alvarlega við Veru. „Hvað í Guðs nafni hélstu að þú værir að gera?“ þrumaði hann eftir að hafa dregið alla þessa ótrúlegu sögu upp úr henni. Þau voru í stof- unni. Hann hafði nýlokið við að hringja í góðgerð- arfélagið til að segja þeim að gleyma sendiferða- bílnum. Fyrir utan féll regn í tilbreytingarlausum, gráum skífum. „Guðlastaðu ekki með nafn frelsarans, Herbert. Ekki... “ „Þegiðu! Þegiðu! Ég er orðinn þreyttur á því að hlusta á þetta rugl í þér!“ Hún dró andann að sér og henni var brugðið. Hann haltraði yfir til hennar, stafurinn hans barðist fjölraddað i gólfið. Hún hörfaði aðeins í stólnum og leit síðan upp á hann með þessum Ijúfa píslarvættissvip sem fékk hann til að langa til, Guð fyrirgefi honum, að slá hana í andlitið með sínum eigin helvítis göngustaf. „Þú ert ekki svo langt leidd aö þú vitir ekki hvað þú ert að gera,“ sagði hann. „Þá afsökun hefurðu ekki. Þú fórst á bak við mig, Vera. Þú ... “ „Ég gerði það ekki! Það er lygi! Ég gerði ekkert slíkt . . . “ „Það gerðirðu víst!“ öskraði hann. „Nú skaltu hlusta á mig, Vera. Hérna set ég mörkin. Biðstu fyrir eins og þú vilt. Það er ókeypis að biðja. Skrif- aðu öll þau bréf sem þú vilt, frímerki kostar enn ekki nema þrettán sent. Ef þig langar að baða þig í ódýru skítalygunum í þessum Jesú-jóðlurum, ef þig langar að halda öllum órunum og ímyndunun- um áfram skaltu bara gera það. En ég tek ekki þátt í því. Mundu það. Skilurðu hvað ég er að segja?“ „Faðir-vor-þú-sem-ert-á-himnum-helgist-þitt- nafn ... “ „Skiiurðu hvað ég er að segja?" „Þú heldur að ég sé klikkuð!" æpti hún á hann og andlit hennar krumpaðist og kreistist saman á hræðilegan hátt. Hún brast í skerandi, Ijótan grát ósigurs og vonbrigða. „Nei,“ sagði hann rólegri. „Ekki ennþá. En kánnski er kominn tími til að tala hreint út, Vera, og sannleikurinn er sá að ég held að þú verðir það ef þú ekki hættir þessu og ferð að horfast í augu við raunveruleikann." „Þú átt eftir að skilja þetta," sagði hún gegnum tárin. „Þú átt eftir að skilja þetta. Guð þekkir sann- leikann en hann bíður." „Bara meðan þú skilur að hann fær ekki hús- gögnin okkar meðan hann bíður," sagði Herb samanbitinn. „Meðan við getum verið sammála um það.“ „Þetta eru síðustu stundir okkar!“ sagði hún. „Tími oþinberunarinnar nálgast." „Er það, já? Fyrir það og fimmtán sent geturðu keypt þér kaffibolla, Vera.“ Fyrir utan féll regnið stöðugt. Þetta var árið sem Herb varð fimmtíu og tveggja, Vera fimmtíu og eins og Sara Hazlett tuttugu og sjö. Johnny hafði verið í dauðadái sínu I fjögur ár. « 9 » Barnið fæddist á hrekkjavökunótt. Hríðir Söru stóðu yfir I níu tíma. Henni var gefið svæfingagas þegar hún þurfti þess með og einhvern tíma í hörmungum hennar kom henni í hug að hún væri á sama sjúkrahúsi og Johnny og hún kallaði nafn hans aftur og aftur. Eftir á mundi hún það varla og hún sagði Walt sannarlega ekki frá því. Hún hélt að hana gæti hafa dreymt það. Barnið var sveinbarn. Þau skírðu hann Dennis Edward Hazlett. Hann og móðir hans fóru heim þremur dögum síðar og Sara var farin að kenna aftur eftir þakkargjörðardag. Walt var kominn í að því er virtist góða stöðu hjá lögmannafyrirtæki í Bangor og ef allt gengi vel áformuðu þau að Sara hætti að kenna í júní 1975. Hún var alls ekki viss um að hana langaði til þess. Hún var farin að kunna kennslunni vel. * 10 * Fyrsta dag ársins 1975 voru tveir litlir drengir, Charlie Norton og Norm Lawson, báðir frá Otis- field í Maine, í snjókasti í bakgarði Norton- 54 VIKAN 10. TBL, 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.