Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 32

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 32
________________________________L Hverjir stunda allar þessar krár TEXTI: ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR, GUÐRÚN ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR OG ÞÓRIR HRAFNSSON, ÖLL í FJÖLMIÐLAFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN ér á árum áöur var útlendingum hulin ráögáta hvernig á því stóö aö á íslandi rann allt áfengi í stríöum straumum nema bjór sem var bannaður. Furðulegt, sögöu þeir. Af hverju má drekka brennivín en ekki bjór? Þeim var um megn að sjá einhverja skynsémi í þessari lögskipan mála. Og vist var fátt um svör hjá landanum, svona var þetta bara. Bjór- leysið, sjónvarpsleysi á fimmtudögum og bann við hundahaldi í höfuðborginni, allt voru þetta íslensk þjóðareinkenni, dæmi um sérvitrings- hátt íslendinga. En nú eru aðrir tímar og þjóðin farin að semja sig að erlendum siðum. Hér er glápt á sjónvarp alla daga, hundaskítur í görð- um og alvörubjór á krám. Það var mikil spenna i loftinu fyrir liðlega tveimur árum. Þann 1. mars 1989 var skrúfað frá bjórkrönum í ölhúsum bæjarins. Loksins, loksins, sögðu sumir. Spor til glötunar, sögðu aðrir. Hvað um það? Bjórinn er kominn til að vera, ölkrár spretta upp á hverju horni og það er óhætt að segja að þær hafi vakið miðbæinn til lífsins á kvöldin, að minnsta kosti um helgar. Fólk rápar á milli staða, kíkir inn, fær sér kannski eina kollu og heldur svo áfram til þess að missa ekki af neinu. Núna, þegar allur þessi fjöldi kráa er stað- reynd og þær meira og minna þéttskipaðar fólki frá fimmtudögum til sunnudags og alltaf 32 VIKAN 10. TBL. 1991 slangur hin kvöldin, undrast maður hvernig fólk hafi komist af hér áður. Hvert fór allt þetta fólk? Var það bara heima og horfði á sjónvarpið? Kannski - þó ekki á fimmtudögum og tæpast fór það út að labba með hundinn! Núna eru þessar krár orðnar sjálfsagður þáttur í skemmtanamunstrinu og án efa eitthvað á kostnað danshúsanna. Allajafna er ókeypis inn og sums staðar er ágætis danspláss. Það er þó enn of snemmt að tala um hefðir i tengslum við íslenskar krár og erfitt að spá hvernig þessi mál eiga eftir að þróast. Það virðist þó sem kráareigendur séu í æ ríkari mæli farnir að sér- hæfa sig með tilliti til mismunandi manngerða og tónlistar. Fjölbreytnin er að aukast. En hvað gera menn á öllum þessum krám og hverjir eru það sem sækja þær? Eru þeir landi og þjóð til skammar með drykkjulátum og dólgsyrðum eða sitja menn þar og sþjalla í friði og spekt? Við brugðum okkur í flugu líki tvær kvöldstundir til að sjá hvað fram fer á þessum blótstööum Bakkusar. Yfirferðin var mikil og ekki alls staðar gerður langur stans en þó nógu langur til þess að fanga andrúmsloft hvers staðar. RÖLT AF STAÐ Klukkan er fjórar mínútur gengin í tíu er við smeygjum okkur inn um dyrnar á Kringlu- kránni. Rétt í þann mund er einum gestinum vísað á dyr sökum ofdrykkju. Sá drukkni er ekki einkennandi fyrir gesti staðarins því það er róleg stemmning og gestirnir, sem eru öðru hvorum megin við tuginn, ræða saman á lágu nótunum. Gestirnir eru heldur færri en á venju- legu kvöldi, segir barþjónninn okkur. „Það kemur fleira fólk þegar líður á kvöldið." Viö veitum athygli píanói í einu horninu og spyrjum hvort einhver eigi að spila í kvöld. „Jú, það er kvenmaður í kvöld," segir barþjónninn og gef- ur í skyn með látbragði sínu að spilandi kven- menn séu fágætt fyrirbrigði. Þetta leiðir hug- ann að því hvort karlkynið sé í meirihluta krá- argesta eins og víða erlendis þar sem karl- menn þurfa gjarnan að ræða málin við kollega sína yfir svo sem eins og einni kollu. Eftir laus- lega athugun komust við að því að ekki væri marktækur munur milli kynja. Konur virðast fara jafnmikið út með stöllum sínum og karlar með sínum félögum. Svo fara hjón eða pör einatt út saman. Það var þó einn staður sem skar sig verulega úr þetta þriðjudagskvöld hvað varðar kynjahlutfall. Á Fógetanum voru karlar á öllum aldri í yfirgnæfandi meirihluta, örfáar konur inn á milli. Úti i horni sat maður með mikið hvítt skegg, sítt hár og nett bjórglas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.