Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 26
TEXTI: GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR
FLOGAVEIKI
GETUM ÖLL FENGIÐ FLOG
- ERUM BARA MISNÆM
Talið er að rúmlega tvö þúsund ís-
lendingar þjáist af flogaveiki. Það
verður að teljast nokkuð há tala
miðað við fólksfjölda og undrast má
þá vanþekkingu sem ríkir varðandi
flogaveiki úr því að hún er svo algeng.
Fordómar hafa lengi fylgt flogaveiki og
þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í baráttunni
gegn fordómum er enn langt í land. Nægir
þar að nefna að ekki er lengra síðan en árið
1976 að lög, sem bönnuðu giftingar floga-
veiks fólks, voru afnumin. Fordóma má
ætíð rekja til vanþekkingar og hræðslu við
hið óþekkta. Árið 1984 voru stofnuð í
Reykjavík Landssamtök áhugafólks um
flogaveiki og eru félagsmenn nú liðlega
þrjú hundruð. Tilgangur og markmið sam-
takanna eru margvísleg og til að kynnast
þeim nánar um leið og við fræðumst um
málefni fiogaveikra sneri Vikan sér til for-
manns samtakanna, Þorláks Hermanns-
sonar, og átti við hann eftirfarandi viðtal.
- Hvað er flogaveiki?
Ég vil taka það strax fram að við sem þekkj-
um til þessara mála notum yfirleitt aldrei orðið
sjúkdómur yfir flogaveiki. Ástæðan fyrir því er
sú að hér er ekki um að ræða eiginlegan sjúk-
dóm heldur einkenni eða ástand sem getur
stafað af margvíslegum orsökum. Flog koma
fram þegar eðlileg rafboð heilans truflast
skyndilega af háspenntum rafbylgjum sem
kvikna ýmist í heilanum öllum eða í hluta hans.
- Hvernig lýsa flogaköst sér?
Flog geta lýst sér á marga mismunandi
vegu. Sami einstaklingur fær þó venjulega
aöeins eina tegund floga. Algengustu flogin
eru svokölluð krampaflog þar sem rafboð í öll-
um heilanum raskast. Við slík flog verður við-
komandi skyndilega stífur, missir meðvitund,
fellur til jarðar, blánar og taktfastir kippir eða
krampar fara um líkamann. Þessi flog standa
sjaldnast lengur en fjórar til fimm mínútur og
flestir sofna á eftir.
- Hvernig er best að bregðast við
krampaflogum?
Þegar um er að ræða skyndihjálp er heppi-
legast að snúa viðkomandi einstaklingi, sem er
í krampaflogi, á grúfu þannig að höfuðið snúi til
hliðar og hakan fram. Slíkt hindrar að tungan
loki öndunarveginum. Það er mest um vert að
halda ró sinni og bfða þar til krampinn gengur
yfir. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei má
setja neitt í munn fólks í krampakasti.
- Hverjar eru aðrar helstu tegundir
floga?
Það eru ráðvilluflog og störuflog. Ráðvillu-
flog hefst á fyrirboða sem viðkomandi skynjar
áður en meðvitund hans raskast. Viðkomandi
verður ekki var við umhverfi sitt eða skynjar
það á draumkenndan, óraunverulegan hátt.
Einkennilegt ósjálfrátt atferli einkennir þessa
gerð floga, svo sem að smjatta, eigra um, fitla
við föt sín, umla og tala samhengislaust. Oft
fylgir starandi augnaráð og sambandsleysi við
umhverfið. Störuflog eru allt annarrar gerðar
og þau eru algengust hjá börnum á skóla-
skyldualdri og standa örstutt, frá fimm og upp í
þrjátíu sekúndur. Barnið verður skyndilega
fjarrænt, dettur út eins og kallað er. Það starir
fram fyrir sig án þess að falla til jarðar. Stund-
um deplar barnið augum ótt og títt eða kippir
sjást í andliti og útlimum. Köstin geta komið
mörgum sinnum á dag og trufla barnið í námi
■ Hvernig lýsa flogaköst sér?
■ Hvernig á að bregðast við köstum?
■ Hverjar eru orsakir flogaveiki?
■ Getur flogaveikt barn átt
eðlileg samskipti við önnur börn
í leik og starfi?
■ Þarf oft að grípa til sérrúrræða
fyrir flogaveik börn í skólum?
og leik. Köstin geta farið fram hjá aðstandend-
um og kennurum og er stundum haldið að um
sé að ræða dagdrauma eða vísvitandi einbeit-
ingarleysi hjá barninu.
- Hvernig á að bregðast við slíkum
köstum?
Hvað varðar skyndihjálp er best í ráðvillu-
flogum að fylgjast rólega með viðkomandi og
hindra að hann fari sér að voða. Barni með
störuflog á að veita stuðning og skilning en að
öðru leyti er skyndihjálpar ekki þörf við þessa
gerð floga. Meðferð er aftur á móti nauðsynleg
til að hafa hemil á flogunum.
- Hverjar eru orsakir flogaveiki?
Orsakir eru í flestum tilfellum óþekktar. Þó er
vitað að meðal annars höfuðmeiðsli, fæðingar-
áverkar og ýmsir heilasjúkdómar geta leitt til
flogaveiki.
- Hvernig er meðferð við flogaveiki
háttað?
Meðferð er oftast í formi lyfjagjafar en annarri
meðferð er einnig beitt í einhverjum mæli. Það
eru til ýmis áhrifarík flogaveikilyf en þau þarf
að velja með tilliti til þarfa hvers og eins.
- Hverjir fá flogaveiki?
Margs konar áreiti geta valdið flogi og jafn-
vel þeir sem ekki eru flogaveikir geta fengið
flog sé áreitið nægilegt, til dæmis eftir höfuðá-
verka eða áfengisneyslu. Allir geta fengið
flogaveiki, hún kemur fyrir hjá fólki á öllum aldri
án tillits til greindarfars, kynferðis eða atvinnu.
Oftast byrjar þó flogaveiki í bernsku eða æsku
en það er þó langt í frá algilt.
- Er samband milli flogaveiki og hita-
krampa hjá börnum?
Nei, hitakrampi og flogaveiki eru ekki af
sama toga spunnin. Hitakrampar eru algengir
meðal barna og eru viðbrögð líkamans við of
háum hita en teljast venjulega ekki til floga-
veiki. Rétt mun þó í öllum tilfellum að ráðfæra
sig við lækni fái barn krampa.
VAR SJÁLFUR FLOGAVEIKUR
- Þekkir þú persónulega til flogaveiki?
Já, ég var flogaveikur sem barn og unglingur
en það eltist af mér. Einnig á ég dóttur sem nú
er um tvítugt og hefur verið flogaveik frá
þriggja ára aldri.
- Getur flogaveikt barn átt eðlileg sam-
skipti við önnur börn í leik og starfi?
Já, það tel ég, sérstaklega á meðan barnið
er ungt. Börn hafa þann hæfileika að taka
hlutunum eins og þeir eru og gera sér enga
sérstaka rellu vegna þess sem er öðruvísi en
þau eiga að venjast. Sé leikfélögum sagt frá
flogunum og útskýrt fyrir þeim hvernig bregð-
ast eigi við þeim taka þeir þessu sem hverjum
öðrum eðlilegum hlut. Það er aftur á móti
síðar, þegar börnin eldast, að vandamálin
byrja fyrir alvöru.
- Áttu þá við að vandamálin hefjist við
skólagöngu?
Já, það er óhætt að segja það. Þar er floga-
veika barnið innan um mörg önnur börn sem
það þekkir misvel og fer ósjálfrátt að bera sig
saman við þau. Niðurstaða barnsins verður
því miður oft sú að það finnurtil vanmáttar. Oft
verður barn, sem sker sig úr hópnum, einnig
fyrir því að vera strítt eöa lendir í misalvarlegu
einelti. Það er hægt að koma í veg fyrir svona
lagað með fræðslu og því er nauðsynlegt að
fræða skólafélaga um ástand þess flogaveika.
Þegar dóttir mín hóf skólagöngu fór konan min
og talaði við bekkinn hennar. Hún útskýrði fyrir
þeim hvað væri að og hvernig köstin lýstu sér.
Það hafði mjög jákvæð áhrif.
- Þarf oft að grípa til sérúrræða fyrir
flogaveik börn í skólum?
Já, þess þarf í mörgum tilfellum. Það sem er
þó aðalatriði varðandi skólagöngu flogaveiks
barns er að umsjónarkennari sé upplýstur um
ástand barnsins. Síðan er, eins og áður segir,
mikils virði að fræðsla eigi sér staö í bekknum
þannig að allir viti um hvað er að ræða. Ekkert
er eins nauðsynlegt og að náið samband ríki
milli foreldra og kennara og annarra sem hafa
með barnið að gera í skólanum. Sérkennsla
getur einnig verið nauðsynleg í sumum tilfell-
um vegna þess að sum flogaveik börn dragast
aftur úr í námi þar sem þau geta ekki haldiö i
26 VIKAN 10. TBL. 1991