Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 51

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 51
I FJÓRÐI HLUTI ,3 . Sumarið 1971 var Greg Stillson sextán árum eldri og vitrari en Biblíusölumaður- inn sem sparkað hafði hund til dauða í hlaðvarpa í lowa. Hann sat nú í bakher- bergi nýstofnaðs trygginga- og fast- eignafyrirtækis síns í Ridgeway í New Hamps- hire. Hann hafði ekki elst mikið á þessum árum. Það var komið hrukkunet í kringum augun og hár- ið var siðara (hárgreiðslan þó fremur hefðbundin). Hann var ennþá stór maður og það brakaði í snúningsstóinum hans þegar hann hreyfði sig. Hann sat reykjandi Pall Mall sígarettu og horfði á manninn sem breiddi makindalega úr sér í stólnum á móti honum. Greg horfði á manninn á sama hátt og dýrafræðingur myndi skoða áhuga- vert sýnishorn. „Sérðu eitthvað grænt?“ spurði Sonny Elliman. Elliman var rúmlega tveir metrar á hæð. Hann var í ævafornum denimjakka, stífum af feiti, sem búið var að skera ermarnar og tölurnar af. Það var engin skyrta undir jakkanum. Svartur nasista- kross með hvítu krómi hékk á berri bringunni. Sylgjan á beltinu, sem hvíldi neðan við bjórvömb- ina, var hauskúpa úr fílabeini. Undan buxnaupp- brotunum á gallabuxunum hans gægðust þvertær slitinna stígvéla. Hár hans var axlasítt, flækt og glansaði af samansafni af fitustorknum svita og vélarolíu. Úr öðrum eyrnasneplinum dinglaði hakakross, einnig svartur með hvítri krómrönd. Hann þeytti hjálmi á snubbóttum fingurgómi. Lymskulegur rauður djöfull með tviklofna tungu var saumaður i bakið á jakkanum hans. Fyrir ofan djöfulinn stóð Dúsín djöfulsins. Fyrir neðan hann: Sonny Elliman, forseti. „Nei,“ sagði Greg Stillson. „Ég sé ekkert grænt en ég sé mann sem er grunsamlega líkur gang- andi rassgati." Elliman stífnaði svolitið, slakaði síðan á og hló. Þrátt fyrir óhreinindin, næstum því áþreifanlega líkamslyktina og öll nasistatáknin voru dökkgræn augu hans ekki ógreindarleg og það örlaði jafnvel á kímni í þeim. „Teldu mig bara til hundanna, maður," sagði hann. „Það hefur verið gert áður. Þú hefur völdin til þess.“ „Gerirðu þér þá grein fyrir þvi?“ „Vissulega. Ég skildi liðið eftir í Hampton og kom einn hingað. Ég tek því afleiðingunum." Hann brosti. „En ef við einhvern tíma hittum á þig í svipaðri stöðu skaltu vona að nýru þín séu í- klædd herstígvélum." „Ég tek sénsinn á því,“ sagði Greg. Hann vó og mat Elliman. Þeir voru báðir stórir menn. Hann reiknaði með að Elliman væri tuttugu kílóum þyngri en hann en mikið af því voru bjórvöðvar. „Ég ræð við þig, Sonny." Andlit Ellimans krumpaðist aftur í elskulegri kímni. „Kannski það. Kannski ekki. En við leikum ekki eftir þannig reglum, maður. Ekki þessum góðu amerísku John Wayne reglum.“ Hann hall- aði sér fram á við eins og til að miðla miklu leyndarmáli. „Ég segi fyrir mig að hvenær sem ég kemst í bita af eplaböku mömmu finnst mér skylda mín að skíta á hana.“ „Mikið ertu orðljótur, Sonny,“ sagði Greg mildi- lega. „Hvað viltu mér?“ spurði Sonny. „Hvers vegna kemurðu þér ekki að efninu? Þú missir af Joðcé- fundinum." „Nei,“ sagði Greg, enn rólegur. „JC-fundirnir eru á þriðjudagskvöldum. Við höfum tímann fyrir okkur." Elliman fussaði með fyrirlitningu. „En það sem ég var að íhuga,“ hélt Greg áfram, „var að þú vildir kannski eitthvað frá mér." Hann opnaði skrifborðsskúffu sína og tók upp úr henni þrjá plastpoka af maríjúana. „Ég fann þetta í svefnpokanum þínum,“ sagði Greg. „Óþekktar- anginn þinn, Sonny. Ljótur strákur. Þú ferð ekki yfir byrjunarreitinn, færð ekki tvö hundruð dollara. Farðu beint í fylkisfangelsið í New Hampshire." „Þú varst ekki með neina leitarheimild," sagði Elliman. „Lögmannsgræningi gæti fengið mig sýknaðan og það veistu." „Ég veit ekkert slíkt,“ sagði Greg Stillson. Hann hallaði sér aftur á bak i snúningsstólnum sínum og smellti skónum sínum frá L.L. Bean upp á skrifborðið sitt. „Ég er stór maður í þessari borg, Sonny. Ég kom til New Hampshire á gatslitnum skóm fyrir nokkrum árum og nú er ég kominn með ágætis starfsemi í gang hérna. Ég hjálpaði borg- arráði að leysa úr nokkrum vandamálum, meðal annars hvað gera ætti við krakkana sem lögreglu- stjórinn stæði að dópneyslu ... ó, ég á ekki við rumpulýð eins og þig, Sonny, við vitum hvað á að gera við reköld eins og þig þegar við gómum þau ■ „Þér er hollara að hlusta þegar ég tala,“ sagði Greg mjúklega. „Vegna þess að við erum að ræða starfsframa þinn næstu tíu árin eða svo. Ef þú hefur ekki áhuga á að hann felist í því að búa til bílnúmer í fangelsi skaltu hlusta á mig, Sonny.“ með litlar gullnámur eins og þessa hérna á skrif- borðinu mínu ... ég á við góðu krakkana héðan úr nágrenninu. Enginn vill í rauninni gera þeim neitt, skilurðu? Ég leysti það mál fyrir þá. Látið þá vinna að samfélagsverkefnum í stað þess að senda þá í fangelsi, sagði ég. Það heppnaðist mjög vel. Nú er stærsti dóphausinn á þriggja borga svæði að þjálfa litlu krakkana í hafnabolta og stendur sig vel.“ Elliman virtist leiðast. Greg skellti allt í einu fót- unum niður með braki, greip blómavasa og þeytti honum framhjá nefi Sonny Elliman. Það vantaði tæpa tvo sentímetra upp á að vasinn hitti hann, hann flaug yfir herbergið og brotnaði upp við skjalaskápana í horninu. í fyrsta sinn var Elliman brugðið. Og eitt andartak var andlit þessa eldri og vitrari Gregs Stillson andlit yngra mannsins, hundakúgarans. „Þér er hollara að hlusta þegar ég tala,“ sagði hann mjúklega. „Vegna þess að við erum að ræða starfsframa þinn næstu tíu árin eða svo. Ef þú hefur ekki áhuga á að hann felist í þvi að búa til bílnúmer í fangelsi skaltu hlusta á mig, Sonny. Láttu eins og þetta sé fyrsti skóladagurinn aftur, Sonny. Þér er hollast að ná þessu öllu í fyrsta sinn. Sonny.“ Elliman leit á mölþrotinn vasann, síðan aftur á Stillson. Kvíðablandin ró hans var að breytast í verulegan áhuga. Hann hafði lengi ekki haft áhuga á neinu. Hann hafði farið eftir bjór vegna þess að honum leiddist. Hann hafði komið einn vegna þess að honum leiddist. Og þegar þessi stóri náungi hafði stöðvað hann, með blátt blikk- Ijós á mælaborðinu í skutbílnum, hafði Sonny Ell- iman gefið sér að hann væri eins og hver annar Láki lögreglustjóri í smábæ, að vernda sitt svæði og hrekja vonda mótorhjólagæjann á Harley-Da- vidson hjólinu á brott. En þessi náungi var ekki þannig. Hann var... var... Hann er brjálaður! gerði Sonny sér nú Ijóst og ánægjan yfir uppgötvuninni rann upp fyrir honum. Hann er með tvö heiðursskjöl fyrir félagsmál á veggnum og myndir afsérað tala við Rótarýmenn og Lionsmenn og hann er varaforseti JC i þessari kúkaborg og verður forseti á næsta ári og hann er bandbrjálaður! „Allt í lagi,“ sagði hann. „Ég er að hlusta." „Ég hef verið brokkgengur í starfi," sagði Greg honum. „Það hefur gengið upp og ofan hjá mér. Ég hef komist í kast við lögin nokkrum sinnum. Það sem ég er að reyna að segja, Sonny, er að ég er ekki með fyrirfram mótaðar hugmyndir um þig. Ekki eins og aðrir borgarbúar. Þeir iesa í Verka- lýðsleiðtoganum um hvað þú og hjólavinir þínir eruð að gera í Hampton í sumar og þeir myndu vilja skera undan þér með ryðguðu rakvélarblaði." „Dúsín djöfulsins á engan þátt í því,“ sagði Sonny. „Við komum hingað ofan úr New York- fylki til að komast á ströndina, maður. Við erum í fríi. Það er hópur Vítisengla með uppsteyt og nokkrir Svörtu riddaranna frá New Jersey en veistu hverjir þetta eru aðallega? Hópur mennta- skólakrakka." Varir Sonnys vipruðust. „En blöðin vilja ekki birta það, er það? Þeir vilja frekar skella skuldinni á okkur en Susie og Jim.“ „Þið eruð svo miklu litríkari," sagði Greg vin- gjarnlega. „Og William Loeb á Verkalýðsleið- toganum er illa við mótorhjólaklúbba.“ „Sá sköllótti viðbjóður," muldraði Sonny. Greg opnaði skrifborðsskúffu og dró upp flatan pela með rúgviskíi. „Ég skála fyrir því,“ sagði hann. Hann rauf innsiglið og teygaði í sig hálft innihald pelans. Hann andaði djúpt frá sér, tárað- ist og rétti pelann yfir skrifborðið. „Þú?“ Sonny lauk við það sem eftir var. Heitur eldur drundi frá maga hans og upp í háls. „Kveiktu í mér, maður,“ stundi hann. Greg kastaði höfðinu aftur á bak og hló. „Okkur á eftir að koma vel saman, Sonny. Ég hef á tilfinn- ingunni að okkur eigi eftir að koma vel saman." „Hvað viltu?“ spurði Sonny aftur. Hann hélt enn á tómum pelanum. „Ekkert... ekki núna. En ég hef á tilfinning- unni...“ Augu Gregs urðu fjarræn, næstum furðu lostin. „Ég sagði þér að ég væri stór maður í Ridgeway. Ég ætla að bjóða mig fram til borgar- stjóra næst þegar embættið losnar og ég mun sigra. En það er...“ „Bara byrjunin," hvatti Sonny hann. „Það er í það minnsta byrjun." Undrunarsvipur- inn var þarna enn. „Ég er framkvæmdamaður. Fólk veit það. Ég er góður í því sem ég geri. Mér finnst eins og ... það sé heilmikið framundan. Takmarkalaust. En ég er ekki... alveg viss um ... hvað ég á við. Skilurðu?" Sonny yþpti aðeins öxlum. Furðusvipurinn dofnaði. „En svo er til saga, Sonny. Saga um mús sem tók þyrni úr Ijónsloppu. Hún gerði það til að endurgjalda Ijóninu að hafa ekki étið hana nokkrum árum áður. Kannastu við þá sögu?“ „Það getur verið að ég hafi heyrt hana þegar ég var lítill." Greg kinkaði kolli. „Jæja, það eru nokkur ár í... hvað sem verða skal, Sonny.“ Hann ýtti plastpokunum yfir skrifborðið. „Ég ætla ekki að éta þig. Ég gæti það ef ég vildi, veistu. Lögmanns- græningi fengi þig ekki lausan. í þessari borg gæti ekki besti lögmaður Bandaríkjanna fengið þig lausan með uppþotin í Hampton innan við þrjátíu kilómetra héðan. Þessir góðborgarar myndu njóta þess að sjá þig lenda inni." Elliman svaraði ekki en hann grunaði að Greg hefði rétt fyrir sér. Það sem var í pokunum var kannski ekkert alvarlegt - en foreldrar Susie, Jim og allra hinna yrðu fegnir að vita af honum í grjót- námu í Portsmouth, með rakað höfuðið. „Ég ætla ekki að éta þig,“ endurtók Greg. „Ég vona að þú munir það eftir nokkur ár ef ég fæ 10. TBL. 1991 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.